12. fundur

Tólfti fundur æskulýðsnefndar.
Efri-Reykjum miðvikudaginn 4. desember kl. 17:30
Mætt: Rúnar Gunnarsson, formaður, Kristín I. Haraldsdóttir og Smári Þorsteinsson.

1. Endurskoðun forvarnarstefnu Bláskógabyggðar. Forvarnastefnan var lesin yfir og farið
yfir hvort einhverju mætti breyta. Eina breytingin var sú að nafni Grunnskóla
Bláskógabyggðar hefur verið breytt í Bláskógaskóla, og hefur það verið leiðrétt á tveimur
stöðum í forvarnarstefnu.

2. Íþróttamaður Bláskógabyggðar 2013. Reglugerðin var lesin yfirfarin engu breytt.
Rætt var um að hafa valið með sama hætti og í fyrra, það er að segja að hafa samband við
sömu íþróttafélög. Áætlaður kostnaður fyrir verðlaunapeninga og eignagripi er um 50
þúsund krónur fyrir þetta árið. Gert er ráð fyrir kaffiveitingum fyrir gesti sem gæti kostað
um 50 þúsund krónur. Nefndin óskar eftir að sveitasjóður greiði fyrir verðlaunagripi og
kaffiveitingar ásamt því að leggja til aðstöðu fyrir hófið í Aratungu. Áætlað er á að hafa
hófið í Aratungu sunnudaginn 12. janúar 2013 kl. 14:00.
Verkum var svo skipt á milli nefndarmanna. Rúnar hefur tekið að sér að senda póst á formenn
íþrótafélagana,taka á móti tilnefningum og athuga með verðlaunagripi. Kristín ætlar að sjá um að
koma auglýsingu í Bláskógafréttir og dreifibréf sem fer á hvert heimili í Bláskógabyggð. Smári
ætlar að tala við Brynju um að fá kaffiveitingar í lok samkomunar, við Hafdísi um uppröðun í salinn
og tala við Espiflöt um blóm fyrir þá sem tilnefndir eru.

Stefnt er á næsta fund fljótlega eftir áramót, þar sem farið verður yfir tilnefningarnar.
Fundi slitið kl. 18:30