12. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar
haldinn þriðjudaginn 28. janúar 2003,
kl 13:30 í Fjallasal Aratungu.
Mættir voru:
byggðaráðsfulltrúar sveitarfélagsins: Margeir Ingólfsson formaður byggðaráðs, Drífa Kristjánsdóttir, Bjarni Þorkelsson og Ragnar Sær Ragnarsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Bréf frá Jóhanni B. Óskarssyni frá 14. janúar 2003. Í framhaldi af samþykkt aðalfundar Vatnsveitu Laugarás frá 27. nóvember var leitað til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar með að taka yfir rekstur og eignir veitunnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum 14. janúar 2003 að taka að sér rekstur veitunnar samkvæmt samningi sem sveitarstjóri gerði við stjórn veitunnar 27. desember 2002. Byggðaráð tekur ekki afstöðu til þess hvort rétt eða rangt hafi verið staðið að málum hjá stjórn Vatnsveitunnar þegar samþykkt var að leggja félagið niður á aðalfundi þess.
- Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 16. janúar 2003 vegna erindis sem ráðuneytinu barst frá Konráði Ásgrímssyni eiganda Rima þar sem hann fer fram á að vegur að Rima verði lagður um land Vegatungu. Óskar ráðuneytið eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Í dag er ekki gert ráð fyrir vegi í gegnum land Vegatungu að Rima í samþykktu aðalskipulagi fyrir Biskupstungur. Á meðfylgjandi korti er teiknað fyrirhugaðs vegstæði og leggur byggðaráð til að könnuð verði afstaða Vegagerðarinnar til innaksturs á Biskupstungnabraut eins og teikningin gerir ráð fyrir. Byggðaráð vill árétta að sveitarsjóður mun á engan hátt koma að svona vegaframkvæmd en vonast til að farsæl lausn finnist á málinu.
- Bréf frá Meðferðarheimilinu Torfastöðum dags. 7. janúar 2003 þar sem gerð er athugasemd við fasteignaálagningu á Torfastöðum. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra í samstarfi við rekstraraðila á Torfastöðum verði falið að skilgreina nákvæmlega hvaða hluti húsnæðisins fellur beint undir skólastarfsemi og miða álagningu fasteignagjalda við það.
- Bréf frá sóknarnefnd Torfastaðakirkju dags. 7. janúar 2003 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið veiti fé til að kosta girðingu utan um kirkjugarðinn. Vísað til fjárhagsáætlunar 2003 og sveitarstjóra falið að kynna sér framkvæmdirnar við garðinn.
- Bréf frá íþróttadeild Umf.Bisk. dags. 14. janúar 2003 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið veiti styrk til kaupa á áhöldum til fimleikaiðkunar. Vísaða til fjárhagsáætlunar 2003.
- Bréf frá Hestamiðstöð Suðurlands ehf. dags. 13. janúar 2003 þar sem farið er fram á það við sveitarfélög sem ekki hafa lagt fjármagn til verkefnisins geri það sem fyrst í samræmi við gefin loforð. Vísað til fjárhagsáætlunar 2003.
- Gjaldskrá vegna fyrirtækja og annarra sem vilja hafa sér sorpgám. Byggðaráð leggur til að gjald fyrir 5 m3 gám verði kr 2.000 pr. losun og fyrir 8 m3 verði kr 3.200 pr. losun. Gámana verður að losa að lágmarki tvisvar í mánuði. Þessi gjaldskrá tekur gildi 1. apríl 2003.
- Gámasvæðið Laugarvatni. Sveitarstjóra falið að ræða við Gámaþjónustuna hf um uppbyggingu gámasvæðis á Laugarvatni og fjármögnun þess.
- Kaupsamningur um jörðina Arnarholt í Biskupstungum þar sem Arnór Karlsson kt. 090735-3656 og Guðni Lýðsson kt. 051141-4159 selja Sigríði Jónsdóttur k. 250164-4599 og Sævari Bjarnhéðinssyni kt. 240265-4359, jörðina. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að hún falli frá forkaupsrétti.
- Eftirfarandi erindi voru kynnt:
- Fundargerð 224. fundur Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 10. janúar 2003.
- Fundargerð 61. fundar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 8. janúar 2003.
- Fundargerð 50. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 15. janúar 2003.
- Fundargerð 10. fundar samstarfsnefndar Starfsgreinasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga frá 16. desember 2002.
- Fundargerð 14. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Samflots sex bæjarstarfsmannafélaga frá 11. desember 2002.
- Fundargerð 2. fundar fulltrúaráðs Almannavarnarnefndar Árborgar og nágrennis frá 29. nóvember 2002.
- Fundargerð 47. fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 5. desember 2002.
- Fundargerð 57. fundar fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu frá 29. nóvember 2002.
- Fundargerð 361. fundar stjórnar SASS frá 20. janúar 2003.
- Bréf frá Tónlistaskóla Árnesinga dags. 10. janúar 2003 vegna álagningar ársins 2003.
- Fundargerð 100. fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 21. janúar 2003.
- Gjaldskrá Sorpstöðvar Suðurlands fyrir árið 2003.
- Bréf frá menntamálaráðuneytinu frá 8. janúar 2003 þar sem greint er frá niðurstöðum á úttektum á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla Bláskógabyggðar. Einnig fylgdi með skýrsla sem greinir frá helstu niðurstöðum á úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla sem gerð var haustið 2002.
- Bréf frá Fræðsluneti Suðurlands dags. 7. janúar 2003 en þar kemur fram að ráðinn hefur verið símenntunarráðgjafi og óskar Fræðslunetið eftir samstarfi á sviði símenntunar.
- Erindi frá félagsmálaráðuneytinu frá 20. janúar 2003 um endurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en þau gögn sem fylgdu með erindinu liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins.
- Næsti fundur byggðaráðs um fjárhagsáætlun 2003 verður mánudaginn 3. febrúar kl. 13:30.
Fundi slitið kl. 16:00