120. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 6. janúar 2011, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Smára Stefánssonar, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti bar fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður, númer 9.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 109. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
  Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011 (síðari umræða).

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2011.

Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðureiknings Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 792.389.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 715.523.000.  Fjármagnsgjöld áætluð kr. 45.993.000.  Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings áætluð jákvæð að upphæð kr. 30.873.000.

Gert er ráð fyrir nettó fjárfestingum á rekstrarárinu að upphæð kr. 47.000.000, en þar af eru áætlaðar framkvæmdir hjá Bláskógaveitu kr. 17.000.000.  Gert er ráð fyrir að sveitarsjóður taki framkvæmdalán að upphæð kr. 40.000.000.  Handbært fé mun hækka um kr. 20.710.000 og verða í árslok kr. 21.346.000.

Tillaga að útfærslu á framkvæmdaáætlun 2011 verður lögð fyrir sveitarstjórn á næsta reglubundna fundi hennar.

Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011 til samþykktar.  Tillagan samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda endurskoðendum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytinu afrit af samþykktri áætlun.

 

 1. 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar 2012 – 2014 (fyrri umræða).

Lögð fram til fyrri umræðu þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar, fyrir rekstrarárin 2012-2014.  Umræður urðu um fram lagða tillögu og sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum.  Samþykkt samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að áætlun til síðari umræðu, sem verður á næsta fundi sveitarstjórnar.  Jafnframt verður þá lögð fram tillaga að útfærslu á framkvæmdaáætlun fyrir árin 2012 – 2014.

 1. Húsaleigusamningur vegna Héraðsskólahússins á Laugarvatni.

Oddviti kynnti stöðu mála í viðræðum við ríkið um leigu Héraðsskólahússins.  Ekki hefur verið lokið öllum þáttum í samningaviðræðum, þannig að endanlegur frágangur samnings liggur ekki ennþá fyrir.  Stefnt verður að því að ljúka þeirri vinnu í janúar þannig að hægt verði að taka til afgreiðslu í sveitarstjórn endanlega niðurstöðu samningaviðræðna á næsta reglubundna fundi hennar þann 3. febrúar 2011.

 

 

 

 1. Refa- og minkavinnsla og aðkoma ríkisins í kostnaði.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir óánægju sinni vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins til refa- og minkavinnslu sem átt hefur sér stað á síðasta ári og fyrirséð er að verði viðhaldið á árinu 2011.  Þessi niðurskurður er engan veginn í takt við þá þróun sem hefur sýnt sig og þörf til að sporna við þeim vaxandi vanda sem hlýst af fjölgun refa og minka í náttúru Íslands.  Þessi niðurskurður lendir harðast á fámennum dreifbýlissveitarfélögum, sem mun án nokkurs vafa draga úr getu þeirra til að standa að verkefninu. Það er alveg ljóst að með þessum framlögum mun hvorki ríkið né sveitarfélög geta sinnt verkefninu, sem mun eingöngu leiða til aukins vanda og skaða fyrir íslenskan landbúnað og íslenska náttúru.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar því á ríkisvaldið að auka fjárframlög til þessa verkefnis og jafnframt innleiða endurgreiðslu á virðisaukaskatti til sveitarfélaga, sem innheimtur er við vinnslu refa og minka. 

 1. Áform um vegatolla á Suðurlands-, Vesturlandsvegi og Reykjanesbraut.
  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar mótmælir harðlega fyrirhuguðum vegatollum sem ríkisstjórnin boðar til uppbyggingar meðal annars á Suðurlandsvegi. Ef slík gjaldtaka yrði að veruleika myndi það hafa mikil áhrif á atvinnulíf, búsetu og ferðamannastraum á svæðinu. Höfuðborgin er höfuðborg allra landsmanna og þangað eiga allir að geta sótt atvinnu og þjónustu án þess að borga sérstaka vegatolla. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar skorar á ríkisstjórnina að leggja áform um vegatolla til hliðar.

 

 1. Skipun í verkefnishóp til undirbúnings Skólaþings í Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að halda skólaþing í Bláskógabyggð nú í vetur í samstarfi við hagsmunaaðila s.s. starfsfólk skólastofna, foreldra og nemendur.

Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela fulltrúum sveitarstjórnar í fræðslunefnd Bláskógabyggðar að vinna að undirbúningi og framkvæmd skólaþings í Bláskógabyggð í samstarfi við forstöðumenn skólastofnana og sveitarstjórnar.

 

 1. Ný mannvirkjalög; tölvuskeyti frá Helga Kjartanssyni, byggingafulltrúa.

Lagt fram tölvuskeyti frá Helga Kjartanssyni, byggingarfulltrúa, þar sem hann vekur sérstaka athygli á 7. grein nýrra mannvirkjalaga.  Þar er kveðið á um að sveitarstjórnum sé heimilt með sérstakri samþykkt að hafa skipulags- og byggingarnefnd sem fjalli um byggingarleyfisumsóknir áður en byggingarfulltrúi gefur út slík leyfi, og hafi að öðru leyti eftirlit með stjórnsýslu hans.  Sveitarstjórnum er einnig heimilt að setja það sem skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis af hálfu byggingarfulltrúa að byggingarnefnd og/eða sveitarstjórn hafi samþykkt útgáfuna.  Samkvæmt nýju lögunum er sveitarfélögum heimilt að hafa samvinnu við nágrannasveitarfélög um starfrækslu byggingarnefndar og ráðningu byggingarfulltrúa, enda verði þá eftir atvikum sameiginleg samþykkt fyrir viðkomandi sveitarfélög.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lítur þannig á að það fyrirkomulag sem nú er í gildi hjá embætti byggingafulltrúa falli vel að ákvæðum laganna.  Þó þarf að semja nýjar samþykktir utan um verkefnið og fá þær staðfestar af ráðherra og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að halda áfram starfsemi embættisins í því formi sem hún er.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lítur svo á að eðlilegast væri að oddvitar sveitarfélaganna vinni drög að samþykkt, sem lögð verði síðan fyrir sveitarstjórnir samstarfssveitarfélaganna til staðfestingar.

 

 1. Gatnagerðagjöld vegna Bjarkarbrautar í Reykholti.

Umræða varð um gatnaframkvæmdir við Bjarkarbraut í Reykholti og innheimtu  eftirstöðva gatnagerðargjalda.

Fulltrúar Þ-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur oddvita og sveitarstjóra að boða til fundar um greiðslu gatnagerðargjalda með húseigendum við Bjarkarbraut í Reykholti.  Á fundinum verði farið yfir framkvæmdir á Bjarkarbrautinni, útreikninga á gatnagerðargjöldunum og boðið upp á greiðsludreifingu gjaldanna.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Stefnt verður að því að halda fund með húseigendum við Bjarkarbraut næsta mánudag.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.