120. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 24. nóvember 2011 kl. 15:15.
Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 1.5. Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 41. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 72. og 73. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.
Varðandi 22. dagskrárlið 41. fundar skipulagsnefndar þá er afgreiðslu hans frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
Varðandi 11. dagskrárlið 41. fundar skipulagsnefndar leggur Byggðaráð til að heimilað verður að byggja nýjan stiga við hlið þess sem fyrir er, gegn því skilyrði að hafist verið handa við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Staðfest samhljóða.
1.2. 46. stjórnarfundur Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.
1.3. Oddvitafundur Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 14. nóvember 2011.
Staðfest samhljóða.
1.4. 4. fundur velferðarnefndar Árnesþings.
Staðfest samhljóða.
1.5. 6. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar.
Einnig voru lögð fram drög að reglugerð um val á íþróttamanni ársins. Reglugerðinni vísað til afgreiðslu hjá sveitarstjórn þann 8. desember 2011.
Fundargerð staðfest að öðru leyti samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 135. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
2.2. 304. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði.
2.3. 136. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
2.4. 6. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
2.5. 448. fundur stjórnar SASS.
2.6. 449. fundur stjórnar SASS.
2.7. 42. aðalfundur SASS.
2.8. 790. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.9. Fundargerð samráðsfundar ríkis og sveitarfélaga 2011.
2.10. Fundargerð samráðsfundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga.
- Mál til umsagnar:
3.1. Tölvuskeyti Umhverfisráðuneytisins dags. 3. nóvember 2011; Landsáætlun um úrgang.
Lagt fram tölvuskeyti Umhverfisráðuneytis þar sem kynnt er, að ráðuneytið hefur hafið undirbúning að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012-2013 sem og innleiðingu á rammatilskipun Evrópusambandsins um úrgang (2008/98/EB) í íslensk lög.
3.2. Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 3. nóvember 2011; umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis þar sem óskað er eftir umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð. Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Umsögn skipulagsfulltrúa verði síðan lögð fyrir fund sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 8. desember n.k.
- Umræða um fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012.
Umræða varð um stöðu fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2012.
- Ákvörðun um álagningu útsvars 2012.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall árið 2012 verði 14,48%.
- Umræða um gjaldskrár þjónustugjalda og fasteignaskatts.
Sveitarstjóri lagði fram drög að gjaldskrám þjónustugjalda og fasteignaskatts sem lögð verða fyrir sveitarstjórn á næsta fundi þann 8. desember 2011. Umræða varð um forsendur nýrra gjaldskráa.
- Innsend bréf og erindi:
7.1. Tölvuskeyti SASS, dags. 21. nóvember 2011; skipun í vatnasvæðisnefndir.
Lagt fram tölvuskeyti SASS þar sem komið er fram með þá hugmynd að sveitarfélög innan SASS skipi sameiginlega fulltrúa í vatnasvæðisnefndir.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur þegar skipað fulltrúa í vatnasvæðisnefnd fyrir svæði 3. Bláskógabyggð þarf einnig að skipa fulltrúa í vatnasvæðisnefnd 4. Þar sem erindi SASS hefur borist eftir að sveitarstjórn skipaði fulltrúa í vatnasvæðisnefnd 3 þá mun Bláskógabyggð tilnefna sinn fulltrúa í hana. Jafnframt leggur byggðaráð til að Jóhannes Sveinbjörnsson verði tilnefndur sem fulltrúi Bláskógabyggðar í vatnasvæðisnefnd 4.
7.2. Bréf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Bláskógabyggðar, dags. 21. nóvember 2011; útsending greiðsluseðla vegna fasteignagjalda.
Lagt fram bréf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Bláskógabyggðar það sem óskað er eftir heimild að draga úr útsendingu greiðsluseðla. Einungis verði sendir út greiðsluseðill fyrir fyrsta gjalddaga ásamt álagningarseðli. Ekki verði sendir út greiðsluseðlar fyrir næstu fimm gjalddaga, nema að greiðendur óski sérstaklega eftir að fá greiðsluseðla senda. Þetta nýja fyrirkomulag yrði kynnt vel bréflega sem sent yrði með álagningarseðli og greiðsluseðli fyrsta gjalddaga. Umtalsverður fjárhagslegur sparnaður yrði með þessu fyrirkomulagi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita heimild til að hafa þennan hátt á innheimtu fasteignagjalda.
7.3. Tölvuskeyti Guðmundar Skúlasonar, dags. 3. nóvember 2011; veiðileyfi í Selkotslandi.
Lagt fram tölvuskeyti Guðmundar Skúlasonar þar sem óskað er eftir upplýsingum um veiðileyfi innan marka jarðarinnar Selkots sem er í eigu sveitarfélagsins. Ekki hefur verið samþykkt í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hömlur á veiðum innan jarðarinnar. Aðgengi hefur verið háð ákvæðum laga 44/1999 um náttúrvernd. 13. og 14. grein laganna fjalla um umferð og aðgengi almennings að landi. Byggðaráð samþykkir samhljóða að taka þetta mál til skoðunar og gera tillögu til sveitarstjórnar um fyrirkomulag þessara mála á jörðum í eigu sveitarfélagsins.
7.4. Tölvuskeyti Skólavogarinnar, dags. 15. nóvember 2011; gjaldskrá.
Lagt fram tölvuskeyti Skólavogarinnar þar sem kynnt er gjaldskrá fyrir þau sveitarfélög sem ætla að taka þátt í verkefninu. Einnig er kynnt gjaldskrá fyrir Skólapúlsinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vera þátttakandi í Skólavoginni og í Skólapúlsinum á grundvelli framlagðra gagna og fagnar samstarfi Skólavogarinnar og Skólapúlsins.
- Styrkbeiðnir:
8.1. Bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 17. nóvember 2011; fræðsluerindi um einelti.
Lagt fram bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að fjármagna fræðsluerindi um einelti. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Foreldrafélagi Grunnskóla Bláskógabyggðar styrk að upphæð kr. 20.000.
8.2. Bréf Hestamannafélagsins Trausta, dags. 15. nóvember 2011; styrkbeiðni vegna framkvæmda við keppnisvöll.
Lagt fram bréf Hestamannafélagsins Trausta þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna framkvæmda við gerð bílastæða við keppnisvöll í Laugardal. Byggðaráð tekur vel í framkomna beiðni og vísar afgreiðslu til gerðar fjárhagsáætlunar 2012.
8.3. Tölvuskeyti Hestamannafélagsins Trausta, dags. 11. nóvember 2011; styrkbeiðni vegna endurbóta á reiðvegum m.m.
Lagt fram tölvuskeyti reiðveganefndar Hestamannafélagsins Trausta þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna endurbóta á reiðvegum í Laugardal. Umbeðinn styrkur er kr. 1.250.000.
Byggðaráð vísar afgreiðslu þessa erindis til fjárhagsáætlanagerðar fyrir rekstrarárið 2012.
8.4. Tölvuskeyti frá Sólheimum í Grímsnesi, dags. 1. nóvember 2011; bygging gróðurhúss.
Lagt fram tölvuskeyti frá Sólheimum þar sem óskað er eftir styrk til byggingar gróðurhúss. Byggðaráð hafnar erindinu.
8.5. Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 17. nóvember 2011; Eldvarnarátak 2011.
Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til fjármögnunar á Eldvarnarátakinu 2011. Byggðaráð samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 5.000.
8.6. Bréf Stígamóta vegna reksturs 2012; styrkbeiðni vegna rekstrar.
Lagt fram bréf Stígamóta þar sem fram kemur styrkbeiðni til rekstrar samtakanna. Byggðaráð hafnar erindinu.
8.7. Bréf Snorraverkefnisins, dags. 7. nóvember 2011; beiðni um stuðning við verkefnið.
Lagt fram bréf Snorraverkefnisins þar sem fram kemur beiðni um stuðning við verkefnið. Byggðaráð hafnar erindinu.
- Efni til kynningar:
9.1. Mánaðarlegt yfirlit yfir útsvarstekjur Bláskógabyggðar.
9.2. Mánaðarlegt yfirlit yfir fjárstreymi 2011.
9.3. Bréf íbúa að Gýgjarhóli til Póstsins, dags. 22. október 2011.
9.4. Tölvuskeyti félagsmálastjóra Árnesþings, dags. 1. nóvember 2011; fræðsla um jafnréttismál.
9.5. Bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 14. nóvember 2011; áskorun.
9.6. Tölvuskeyti Umhverfisstofnunar, dags. 4. nóvember 2011; kynning á drögum að áfanga- og verkáætlun vegna vatnaáætlunar.
9.7. Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. nóvember 2011; dreifibréf.
9.8. Bréf Hagstofu Íslands, dags. 2. nóvember 2011; mann- og húsnæðistal.
9.9. Bréf Velferðarráðuneytis, dags. 1. nóvember 2011; öryggi barna hjá dagforeldrum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50.