121. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 3. febrúar 2011, kl 15:15

í Aratungu

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerð 110. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
  Vegna dagskrárliðar 4.1. í fundargerð, sem lýtur að staðfestingu á fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, þá liggur núna fyrir endanleg útfærsla á gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og er lögð fyrir sveitarstjórn.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps fyrir sitt leyti.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.   6. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi 2. dagskrárlið leikskólahluta  lítur svo á sveitarstjórn  að búið sé að leysa málið þannig að ekki þurfi aukafjárveitingu til leikskólans vegna þess.
Að öðru leyti er fundargerðin staðfest samhljóða.

2.2.   Fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

Bókun Þ-lista.

Að gefnu tilefni vilja fulltrúar Þ-listans benda fulltrúum T-listans á að rétt til setu á fundum nefnda og ráða Bláskógabyggðar eiga eingöngu kjörnir fulltrúar viðkomandi nefnda ásamt sveitarstjóra.

2.3.   Fundur atvinnumálanefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi spurningar atvinnumálanefndar  var oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við nefndarmenn.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

 1. Framkvæmdaáætlun Bláskógabyggðar 2011.

Halldór Karl Hermannsson, sviðsstjóri Framkvæmda- og þjónustusviðs, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Halldór Karl gerði grein fyrir tillögu að framkvæmdaáætlun árisins 2011 og einnig framkvæmdaáætlun fyrir árin 2012 – 2014.  Umræða var um framlagða tillögu og svöruðu Halldór Karl og Valtýr framkomnum fyrirspurnum.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaáætlun eins og hún liggur fyrir.

Halldór Karl vék af fundi.

 

 1. 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar 2012 – 2014 (síðari umræða).

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlagðri þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar og þeim breytingum sem orðið hafa við lokavinnslu hennar frá fyrri umræðu.  Valtýr svaraði fram komnum spurningum og umræða varð um fram lagða áætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árin 2012 – 2014.

 

 

 

 1. Málefni Héraðsskólahússins á Laugarvatni og sameiginleg hagsmunamál ríkisins og sveitarfélagsins á Laugarvatni.

Drífa Kristjánsdóttir, oddviti, gerði grein fyrir stöðu mála í viðræðum sveitarfélagsins við ríkið um málefni Héraðsskólans á Laugarvatni og annarra sameiginlegra hagsmunamála aðila á Laugarvatni.  Umræða varð í sveitarstjórn og svaraði oddviti og sveitarstjóri framkomnum fyrirspurnum.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna þeirri hugmyndafræði sem síðasta tillaga að húsaleigusamningi vegna Héraðsskólahússins byggir á.  Sveitarstjórn ítrekar vilja sinn til þess að ganga til samninga um leigu Héraðsskólahússins á þeirri hugmyndafræði sem fyrri samningur byggði á og hafði verið samþykktur samhljóða af sveitarstjórn 21. apríl 2010.

 

 1. Skipulagsmál:

6.1.   Aðalskipulag Bláskógabyggðar; erindi Landforms ehf. dags. 28. janúar 2011.

Lagt fram tölvuskeyti Landforms ehf, þar sem boðin er  þjónusta við endurskoðun aðalskipulaga í Bláskógabyggð ásamt endurskoðun skilgreinds þéttbýlis á Laugarvatni.

Erindinu vísað til vinnuhóps um aðalskipulag Bláskógabyggðar.

6.2.   Deiliskipulag þéttbýlisins á Laugarvatni.

Vísað er til erindis Landforms ehf. sem bókað er inn undir lið 6.1.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara í vinnu við að gera heildstætt deiliskipulag af þéttbýlinu á Laugarvatni, líkt og gert hefur verið í Reykholti og Laugarási.  Vinnan verði unnin í samvinnu við hagsmunaaðila s.s. ráðuneyti, fasteignir ríkissjóðs, menntastofnanir ríkisins og skipulagsembætti sveitarfélagsins.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að semja við Landform um aðkomu að þessari vinnu í samvinnu við sveitarstjórn og skipulagsembætti sveitarfélagsins.

6.3.   Deiliskipulag þéttbýlisins í Laugarási.

Umræða varð um fyrirliggjandi heildstætt deiliskipulag fyrir Laugarás, sem verið hefur til meðferðar hjá embætti skipulagsfulltrúa, sbr. bókun sveitarstjórnar undir lið 6.1 á 117. fundi sveitarstjórnar.

Nokkur atriði voru rædd varðandi útfærslu á deiliskipulaginu sem nauðsynlegt er að ljúka áður en fyrirhugaður íbúafundur verður haldinn.

6.4.   Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.

Lagt fram bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 27. janúar 2011, þar sem Bláskógabyggð er boðið að koma fram með athugasemdir við tillögu um breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og/eða umhverfisskýrslu sem fylgir tillögunni.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara fyrirliggjandi tillögu og svara erindi Hvalfjarðarsveitar fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Íbúafundur um málefni Laugaráss.

Rædd var tillaga um almennan íbúafund um heildstætt deiliskipulag fyrir þéttbýlissvæðið í Laugarási, ásamt öðrum málum sem snertir það þéttbýlissvæði s.s. gatnagerð m.m.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að stefna að því að fundur verði haldinn í Aratungu þann17. febrúar n.k.

 1. Hlutafjáraukning í Límtré-Vírneti.

Á þeim tíma sem kaup á Límtré Vírneti átti sér stað var samþykkt að gerð yrði hlutfjáraukning í fyrirtækinu, þar sem Sunnlendingum gæfist kostur á að kaupa hlutafé í fyrirtækinu.  Fram hefur komið fyrirspurn um hvort Bláskógabyggð vilji auka við hlutafé sitt í fyrirtækinu, en nú þegar á sveitarfélagið hlutafé að upphæð 125 þúsund krónur.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auka hlutafé sitt um 375 þúsund krónur þannig að heildarhlutafjáreign Bláskógabyggðar verði 500 þúsund krónur í Límtré Vírneti.

 1. Þingmál til umsagnar:

9.1.   Umhverfisnefnd Alþingis,  113. þingmál.

Sveitarstjórn tekur undir með flutningsmönnum frumvarpsins og telur það mjög til bóta.

9.2.   Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis, 214. þingmál.

Sveitarstjóra falið að semja umsögn í samræmi við umræður sem urðu á fundinum.

9.3.   Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis, 377. þingmál.

Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

9.4.   Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis, 334. þingmál.

Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

9.5.   Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis, 114. þingmál.

Frumvarp lagt fram og engar athugasemdir gerðar.

 

 1. Beiðni Grímsnes- og Grafningshrepps um framlengingu á samningi við Bláskógabyggð um nemendur í Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Lagt fram bréf Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 1. febrúar 2011, þar sem óskað er eftir því að samningur um nemendur í Grunnskóla Bláskógabyggðar verði framlengdur, þ.e. að nemendur úr Grímsnes- og Grafningshreppi í 9. og 10. bekk verði næstu tvö skólaár í Grunnskóla Bláskógabyggðar, þ.e. skólaárin 2011-2012 og 2012-2013.  Síðasta ár samningsins, skólaárið 2013-2014, verði einungis nemendur 10. bekkjar í Grunnskóla Bláskógabyggðar og í lok þess skólaárs renni samningurinn úr gildi án uppsagnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða og er sveitarstjóra falið að undirrita samning fyrir hönd sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 1. Þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða ; sbr. dagskrárlið 8.1 á 119. fundi sveitarstjórnar.

Lagður fram þjónustusamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands um þjónustu við fatlaða.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samninginn með fyrirvara um að hann gildi til eins árs, þ.e. til loka ársins 2011.   Jafnframt gerir sveitarstjórn Bláskógabyggðar þá kröfu að  forsendur samningsins verði endurskoðaðar á miðju ári, þannig að hægt sé að gera sér betur grein fyrir þeim rekstri sem þessi samningur tekur til.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita að undirrita þjónustusamninginn milli fyrrgreindra aðila þegar búið er að breyta þeim ákvæðum samningsins sem lýtur að fyrrgreindum fyrirvörum sveitarstjórnar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.