121. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. janúar 2012 kl. 15:15.
Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Smári Stefánsson sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Sameiginlegur fundur með fulltrúum eigenda Aratungu, þ.e. Kvenfélagi Biskupstungna og Ungmennafélagi Biskupstungna þar sem rekstur og viðhaldsverkefni Aratungu er til umfjöllunar.
Kristinn J. Gíslason, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs og Margrét Baldursdóttir, fulltrúi Kvenfélags Biskupstungna mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi Ungmennafélags Biskupstungna boðaði forföll.
Umræða varð um rekstur Aratungu og þau viðhaldsverkefni sem ráðist hefur verið í á síðast liðnu ári. Einnig var farið yfir þau viðhaldsverkefni sem liggja fyrir á þessu ári ásamt gjaldskrá Aratungu.
Lagðir voru fram til umræðu og afgreiðslu, leigusamningar vegna Aratungu milli Bláskógabyggðar sem rekstraraðila hússins og félaganna hins vegar.
- Fundargerðir til staðfestingar:
2.1. 43. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 75. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.
2.2. Oddvitafundur Uppsveita Árnessýslu, dags. 23. janúar 2012.
Staðfest samhljóða.
- Fundargerðir til kynningar:
3.1. 136. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.
3.2. 305. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði. Einnig eru meðfylgjandi skýrsla um stefnumótun AÞS sem var til umræðu á síðasta aðalfundi félagsins ásamt starfsáætlun 2012.
3.3. 211. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
3.4. Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 17. janúar 2012.
- Málefni slökkvistöðva í Bláskógabyggð.
Á síðustu mánuðum hefur verið umræða í stjórn BÁ um kaup á aðstöðuhúsnæði slökkviliðsins á starfsvæði sínu. Lögmenn Suðurlands voru fengnir til að gera verðmat á slökkvistöðvunum í Reykholti og Laugarvatni.
Lagðar voru fram matsgjörðir fyrir umrædd húsnæði. Byggðaráð er sammála um að forsendur þessara matsgjörða gefi tilefni til að grundvöllur sé til staðar að hefja viðræður við Brunavarnir Árnessýslu um kaup á umræddum húseignum.
- Samningur um umsjón jarðarinnar Laugarás, sem ekki hefur verið úthlutað undir lóðir, götur eða göngustíga samkvæmt skipulagi.
Helgi Kjartansson víkur af fund undir þessum lið vegna vanhæfis. Drífa Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn.
Samningur milli Benedikts Skúlasonar annarsvegar og Bláskógabyggðar og Laugaráshéraðs hins vegar um umsjón jarðarinnar Laugarás, sem ekki hefur verið úthlutað undir lóðir, götur og göngustíga samkvæmt skipulagi, er útrunninn við síðustu áramót. Fyrir liggur vilji Benedikts Skúlasonar að framlengja umræddan samning.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að umræddur samningur verði framlengdur og felur oddvita Bláskógabyggðar að leita heimildar hjá oddvitanefnd að framlengja samninginn um 6 ár á sömu samningsforsendum og eldri samningur var byggður á.
Helgi Kjartansson kemur aftur inn á fund og tekur við fundarstjórn.
- Innsend bréf og erindi:
6.1. Bréf Jafnréttisstofu, dags. 4. janúar 2012; jafnréttisáætlun.
Lagt fram bréf Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir sameiginlegri jafnréttisáætlun þeirra sveitarfélaga sem standa að Félagsþjónustu Árnesþings.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að áframsenda þetta erindi til Velferðarnefndar Árnesþings og óska eftir því að ljúka við fyrstu hentugleika sameiginlegri jafnréttisáætlun sveitarfélaganna.
6.2. Bréf Skólahreysti, dagsett í janúar 2012; umsókn um styrk.
Lagt fram bréf Skólahreysti þar sem óskað er eftir fjárstyrk til verkefnisins.
Byggðaráð hafnar erindinu.
6.3. Bréf Bræðratungusóknar, dags. 16. janúar 2012; umsókn um styrk á móti húsaleigu.
Lagt fram bréf Bræðratungusóknar þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu, ásamt tilheyrandi gjöldum, í tengslum við þorrablót sem haldið var 20. janúar 2012.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu Aratungu í samræmi við forsendur gjaldskrár Aratungu.
6.4. Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 11. janúar 2012; bændur græða landið.
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 35.000 við verkefnið „Bændur græða landið“ fyrir árið 2012.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið líkt og undanfarin ár, enda er gert ráð fyrir þessum stuðningi í fjárhagsáætlun 2012.
6.5. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 6. janúar 2012; umsókn um rekstrarleyfi.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir Lindina veitingahús ehf, kt. 601211-0410. Sótt er um veitingaleyfi í flokki III.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda er gert ráð fyrir veitingastað að Lindarbraut 2, í húsnæði Lindarinnar veitingahúss ehf. á Laugarvatni samkvæmt skipulagi. Jafnframt hefur staðurinn haft leyfi fyrir afgreiðslutíma til kl. 01:00 virka daga og til kl. 03:00 aðfararnótt laugardags og sunnudags eða almenns frídags, og samþykkir byggðaráð að sami afgreiðslutími verði á nýju rekstrarleyfi.
6.6. Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 10. janúar 2012; afskriftir opinberra gjalda.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð veiti Sýslumanninum samþykki til að afskrifa opinber gjöld, sem sveitarfélagið leggur á aðila, í samræmi við „Verklagsreglur fyrir innheimtumenn ríkissjóðs um afskriftir opinberra gjalda og sekta í ríkissjóð“.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Sýslumanninum á Selfossi heimild að haga afskriftum í samræmi við fyrrgreindar verklagsreglur fyrir innheimtumenn ríkissjóðs.
6.7. Bréf RARIK, dags. 20. janúar 2012; Viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald.
Lagt fram bréf RARIK þar sem kynntar eru verðhækkanir á viðhaldsgjaldi götulýsingar, sem tóku gildi um síðustu ármót, ásamt rökstuðningi með hækkununum.
Jafnframt óskar RARIK eftir viðræðum við sveitarfélagið um yfirtöku á götulýsingarkerfi sem er á vegumráðasvæði Bláskógabyggðar.
Byggðaráð tekur vel í erindið og lýsir sig reiðubúið að ræða við RARIK um þessi mál, en endanleg afstaða sveitarstjórnar verði síðan tekin að viðræðum loknum.
6.8. Tölvuskeyti frá SASS, dags. 5. janúar 2012; sala farmiða með Strætó.
Lagt fram tölvuskeyti frá SASS þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar á að hafa farmiða Strætó til sölu á skrifstofu sveitarfélagsins. Framkvæmd þessa væri með þeim hætti að sveitarfélagið myndi kaupa tiltekinn fjölda farmiða sem síðan yrðu settir í endursölu til notenda þjónustunnar.
Byggðaráð Bláskógabyggðar telur mikilvægt að notendur geti nálgast farmiða í verslunum í grennd við stoppistöðvar. Það er ekki raunhæft að sölustaður sé skrifstofa sveitarfélagsins í ljósi þess hversu stórt og dreifbýlt sveitarfélagið er.
- Efni til kynningar:
7.1. Bréf Rosmarie Þorleifsdóttur, dags. janúar 2012; þakkarbréf.
7.2. Fjárstreymisyfirlit janúar til nóvember 2011 fyrir sveitarsjóð.
7.3. Samanburður útsvarstekna Bláskógabyggðar milli áranna 2007 – 2011.
7.4. Bréf Félags tónlistarskólakennara, dags. 6. desember 2011; ályktun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.