122. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 3. mars 2011, kl 15:15

í Aratungu

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson sem varamaður Helga Kjartanssonar, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Sigurlínu Kristinsdóttur og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð 111. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
    Staðfest samhljóða.

 

Bókun Þ-listans

Þ-listinn gerir athugasemd við að önnur  fundargerð Umhverfisnefndar skuli ekki lögð fram til staðfestingar fyrir en 5 mánuðum eftir að fundur er haldinn. Einnig er gerð alvarleg athugasemd við það að bætt hefur verið við fundargerðina eftir að fundi er lokið, án sjáanlegs samþykkis þeirra sem fundinn sátu. Þetta eru vinnubrögð sem eru með öllu óheimil og geta ekki flokkast undir eðlilega stjórnsýslu.

 

  1. Fundargerð 7. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.    Tillaga að breytingu aðalskipulags Laugardalshrepps; Efra-Apavatn.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. febrúar 2011 varðandi breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 fyrir spildu úr landi Efra-Apavatns 2. Þar kemur fram að Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við auglýsingu breytingarinnar með ákveðnum fyrirvörum. Mælir stofnunin með því að í stað þess að skilgreina svæðið sem blandaða landnotkun landbúnaðarsvæðis og svæðis fyrir frístundabyggð, verði svæðin aðskilin, þ.e. í annars vegar landbúnaðarsvæði og hinsvegar í svæði fyrir frístundabyggð. Þá er einnig gerð athugasemd við að ekki er sett fram stefna um fjarsvæði vatnsverndar í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br., með ofangreindum breytingum á gögnum og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

3.2.    Bréf Ivon Stefáns Cilia, dags. 14. febrúar 2011; hugmyndir um breytingu aðalskipulags Þingvallasveitar í landi Skálabrekku.

Lagt fram bréf Ivon Stefáns Cilia þar sem fram kemur ósk um breytingu á landnotkun á hluta Skálabrekkulandsins og þar með breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar í landi Skálabrekku. Erindinu var vísað til umræðu hjá sveitarstjórn af byggðaráði Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir fundi til að fara yfir þessar hugmyndir um breytingu aðalskipulags ásamt hugmyndum um framkvæmdir og rekstur á svæðinu.  Á þennan fund verði boðaðir fulltrúar Fasteignafélagsins Skálabrekku ehf, skipulagsfulltrúi Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

 

  1. Framtíðarskipan félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Lagt fram minnisblað vinnuhóps sem skipaður var til að fjalla um framtíðarskipan félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss.  Í framlögðu minnisblaði koma fram tillögur vinnuhópsins um sameiningu yfirstjórnar félagsþjónustu á fyrrgreindum félagsþjónustusvæðum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögur vinnuhópsins að nýju skipulagi félagsþjónustunnar.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilnefna Drífu Kristjánsdóttur sem fulltrúa Bláskógabyggðar í vinnuhóp sem vinni að nánari útfærslu og samningi um þjónustuna sem lagður verður síðan fyrir sveitarstjórnir til endanlegrar samþykktar.

 

  1. Skólaþing Bláskógabyggðar.

Umræða varð um fyrirhugað skólaþing sem haldið verður í Bláskógabyggð.  Vísað er til 7. dagskrárliðar í fundargerð 120. fundar sveitarstjórnar ásamt fundargerð 7. fundar fræðslunefndar. Stefnt er að því að skólaþing verði haldið 30. mars n.k.  Sveitarstjórn fagnar þeirri vinnu sem farið hefur fram og hvetur undirbúningsnefnd til áframhaldandi undirbúningsvinnu og mótunar á fyrirkomulagi við skólaþingið.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.      Bréf Arndísar Jónsdóttur dags. 25. febrúar 2011; skólastjóri segir starfi sínu lausu.
Lagt fram bréf Arndísar Jónsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar, þar

sem hún segir starfi sínu lausu frá 1. mars 2011 og með starfslokum 31. júlí 2011.
Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að ráðningu nýs skólastjóra í samvinnu við

fræðslunefnd og skólastjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn þakkar Arndísi Jónsdóttur  fyrir vel unnin störf og óskar henni

velfarnaðar í framtíðinni.

6.2.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 4. febrúar 2011; umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II (dagskrárliður 7.1 á 111. fundi byggðaráðs).
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II, en erindinu var vísað til sveitarstjórnar af byggðaráði.  Einnig hafði byggðaráð óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa.  Umsögn skipulagsfulltrúa liggur fyrir.  Engir skipulagslegir annmarkar eru á því að veita jákvæða umsögn um þessa umsókn.  Sveitarstjórn gerir því engar athugasemdir við veitingu leyfis til reksturs gististaðar í flokki II að Sólvöllum í landi Klettaborgar í Laugarási.

6.3.    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. febrúar 2011; XXV Landsþing.
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem upplýst er að næsta Landsþing verði haldið í Reykjavík þann 25. mars n.k.  Drífa Kristjánsdóttir er fulltrúi Bláskógabyggðar á Landsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sbr. fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.

6.4.    Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 23. febrúar 2011; auglýsing eftir framboðum í stjórn.

Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn sjóðsins.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.