122. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 23. febrúar 2012 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 1.4 og var hún samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       44. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 76. og 77. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Varðandi 22. dagskrárlið fundargerðar skipulagsnefndar þá samþykkir byggðaráð samhljóða að fela Drífu Kristjánsdóttur, oddvita, að ræða við hagsmunaaðila við Lyngbraut í Reykholti áður en endanleg ákvörðun verður tekin hjá sveitarstjórn.

Að öðru leyti var fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.2.       47. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Samþykkt samhljóða.

1.3.       7. fundur velferðarnefndar Árnesþings.
Samþykkt samhljóða.

1.4.       Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, haldinn 7. febrúar 2012.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       137. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.2.       138. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.       212. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.       453. fundur stjórnar SASS.

2.5.       793. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

3.1.      50. mál frá velferðarnefnd Alþingis; frumvarp til laga um félagslega aðstoð.
Frumvarp til laga um félagslega aðstoð lagt fram.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp til laga.

3.2.      202. mál; frumvarp til laga um stjórn fiskveiða ásamt fylgigögnum.
Frumvarp um stjórn fiskveiða ásamt fylgigögnum lagt fram.  Byggðaráð telur að ekki sé ástæða til að veita umsögn um fyrirliggjandi frumvarp.

3.3.      319. mál frá velferðarnefnd Alþingis; þingsályktun um faglega úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi.
Lögð fram tillaga til þingsályktunar um faglega úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fram lagða tillögu til þingsályktunar.

3.4.      342. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; þingsályktun um tólf ára fjarskiptaáætlun 2011-2022.
Lögð fram tillaga til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun 2011-2022.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fram lagaða tillögu til þingsályktunar.  Byggðaráð Bláskógabyggðar vill þó árétta mikilvægi þess að hugað verði að stöðu fjarskiptamála í dreifbýli landsins.  Öflug fjarskipti og góðar tengingar eru ekki síður mikilvæg fyrir íbúa og fyrirtæki í dreifbýlinu en þéttbýlinu og oft forsenda þess að búseta, nám og rekstur fyrirtækja geti gengið í dreifbýlinu.

3.5.      343. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; þingsályktun um fjögurra ára fjarskiptaáætlun 2011-2014.

Lögð fram tillaga til þingályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun 2011-2014.

Byggðaráð gerir engar athugsemdir við fram lagða tillögu til þingsályktunar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar vill þó árétta mikilvægi þess að hugað verði að stöðu fjarskiptamála í dreifbýli landsins.  Öflug fjarskipti og góðar tengingar eru ekki síður mikilvæg fyrir íbúa og fyrirtæki í dreifbýlinu en þéttbýlinu og oft forsenda þess að búseta, nám og rekstur fyrirtækja geti gengið í dreifbýlinu.

3.6.      393. mál frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis; Þingsályktun um samgönguáætlun 2011- 2022.
Lögð fram tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022.

Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að Reykjavegur  (355) komist sem fyrst á framkvæmdaáætlun.  Þessi vegur var komin á framkvæmdaáætlun  fyrir efnahagshrunið en frestað vegna niðurskurðar á framkvæmdafé þá.  Gert er ráð fyrir þessari framkvæmd á árabilinu 2015-2018 og fagnar byggðaráð því og leggur þunga áherslu á að þessari framkvæmd verði tryggður sess í afgreiðslu þingsályktunarinnar.

Að öðru leyti gerir byggðaráð Bláskógabyggðar engar athugasemdir við framlagða tillögu að þingsályktun.

3.7.      440. mál frá velferðarnefnd Alþingis; þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum faltaðs fólks til ársins 2014.
Lögð fram tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014.
Byggðaráð vísar til umsagnar velferðarnefndar Árnesþings, sem lögð var fram með fundargerð velferðarnefndar í dagskrárlið 1.3, og tekur undir umsögn nefndarinnar.

 

  1. Samþykktir fyrir „Vini Tungnarétta“.

Lagðar voru fram samþykktir fyrir „Vini Tungnarétta“, en það er nýstofnað félag sem hefur sett sér þann tilgang að afla fjár og sjá um enduruppbyggingu, viðhald og verndun Tungnarétta, svo og að bæta ásýnd og aðkomu að réttunum.  Stofnfundur félagsins var haldinn þann 3. febrúar s.l. og eru stofnfélagar 101.

Einnig var lagt fram bréf félagsins til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, dagsett 20. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarstjórn um framgang verkefnisins.

Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar þessu framtaki og lýsir sig reiðubúið til að vinna að þessu verkefni í samstarfi við „Vini Tungnarétta“.  Fjármagn hefur verið eyrnamerkt þessari framkvæmd á fjárhagsárinu 2012 og hefur sviðstjóri þegar unnið að ákveðnum verkþáttum við undirbúning verksins.  Byggðaráð Bláskógabyggðar felur Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar, að vinna með félaginu að þessu verkefni og nýta þær fjárheimildir sem hann hefur til verkefnisins með sem bestum hætti.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.      Bréf Vinnumálastofnunar dags. 8. febrúar 2012; aðgangur atvinnuleitenda að sundstöðum á Suðurlandi.
Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög sem reka sundstaði, að veita atvinnuleitendum frían aðgang að sundstöðum.

Byggðaráð Bláskógabyggðar sér ekki að forsenda sé til að koma til móts við þá beiðni Vinnumálastofnunar, eins og hún er fram sett í bréfinu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir sig reiðubúið til viðræðna um málið að því gefnu að ríkisvaldið koma að fjármögnun þess.

5.2.      Tölvuskeyti Landssambands lögreglumanna dags 6.febrúar 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Landsambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til útgáfu blaðsins „Lögreglumaðurinn“.

Erindinu hafnað.

5.3.      Tölvuskeyti Kristjáns Einarssonar (AÁ) dags. 2. febrúar 2012; tillaga að launum vegna AÁ námskeiðs.
Lagt fram tölvuskeyti Kristjáns Einarssonar, fyrir hönd Almannavarna Árnessýslu, þar sem gerð er tillaga um launagreiðslu fyrir vettvangsstjóra vegna námskeiðs, til að mæta hugsanlegum launamissi vegna þátttöku í námskeiðinu.  Byggðaráð samþykkir að bæta þátttakendum frá Bláskógabyggð launamissi í samræmi við tillögu Kristjáns, þ.e. að greitt verði kr. 1.864 fyrir hverja klukkustund sem varið verði í þátttöku á námskeiðinu.  Greiddur verði akstursstyrkur skv. kílómetragjaldi RSK eða kr. 111 á hvern ekinn kílómeter. Þátttakendur eru þó hvattir til að sameinast í bíla eins og kostur er.

5.4.      Tölvuskeyti SEEDS dags. 7. febrúar 2012; ósk um samstarf 2012.
Lagt fram tölvuskeyti SEEDS þar sem óskað er eftir samstarfi með verkefni fyrir sjálfboðaliða árið 2012.
Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur ekki á framkvæmdaáætlun nein þau verkefni árið 2012 sem fallið gætu að óskum SEEDS.  Byggðráð þakkar fyrir gott boð og óskar samtökunum góðs gengis í verkefnum sínum.

5.5.      Tölvuskeyti Birgis Arnars Arnarsonar dags. 17. febrúar 2012; refaveiðar.
Lagt fram tölvuskeyti Birgis Arnars Arnarssonar þar sem óskað er eftir því að fá að halda eftir skottum af unnum dýrum svo hægt verði að súta skinnin eða nýta til uppstoppunar.
Byggðaráð Bláskógabyggðar sér ekki að þær leiðir sem nefndar eru geti gengið í framkvæmd, sem tryggja myndi að ekki væri forsenda hjá öðrum sveitarfélögum að gera athugasemdir.
Einnig vill byggðaráð benda á að vinnsla á skinnum dýranna myndi geta skapað þann virðisauka að ekki verði nauðsynlegt fyrir sveitarfélögin að bera kostnað af vinnslu dýranna.  Ef slík staða er komin upp, þá fagnar byggðaráð þeim möguleika.

5.6.      Tölvuskeyti SASS dags. 7. febrúar 2012; Sala farmiða – ítrekun.

Lagt fram tölvuskeyti frá SASS þar sem ítrekuð er ósk samtakanna og Strætó að sala farmiða fari fram á skrifstofum sveitarfélaganna.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að farmiðar verði seldir á skrifstofu Bláskógabyggðar næstu mánuði til reynslu. Þessi ákvörðun verði síðan endurskoðuð næsta haust í ljósi reynslunnar. Byggðaráð Bláskógabyggðar ítrekar þá skoðun sína að sala farmiða eigi mun betur heima í vögnunum sjálfum eða nær áfangastöðum  fólksflutningabílanna en inn á skrifstofu sveitarfélaga sem í mörgum tilfellum er staðsett alllangt frá áfangastöðunum.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.      Tölvuskeyti RARIK dags. 13. febrúar 2012; viðræður um götulýsingu.

6.2.      Bréf Kirkjuráðs, dags. 10 febrúar 2012; ályktun kirkjuþings 2011.

6.3.      Tölvuskeyti búfjáreftirlitsmanns dags. 9. febrúar 2012; heimsóknir í tengslum við forðagæslu.

6.4.      Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga móttekið 6. febrúar 2012; breytilegir útlánavextir

6.5.      Kynning á hönnunargögnum fyrir hringtorg í Reykholti.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.