123. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. mars 2012 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       45. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 78. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og yfirliti yfir afgreiðslur byggingafulltrúa milli funda.

Dagskrárlið 34 vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.  Fundargerð samþykkt að öðru leyti samhljóða.

1.2.       48. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.3.       16. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Varðandi 2. dagskrárlið, grunnskólahluta fundargerðar, þá tekur sveitarstjórn undir sjónarmið fræðslunefndar.  Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda Námsmatsstofnun þessar ábendingar fræðslunefndar.
Varðandi dagskrárlið 5.b, grunnskólahluta fundargerðar, þá vill byggðaráð þakka fræðslunefnd ásamt öllum þeim aðilum sem komu að vinnu skólastefnu Bláskógabyggðar, fyrir gott og árangursríkt starf.  Nú hefur skólastefnan verið prentuð og henni dreift til allra heimila í Bláskógabyggð.
Varðandi dagskrárlið 3.a, leikskólahluta fundargerðar, þá tekur byggðaráð undir hvatningarorð fræðslunefndar.  Byggðaráð beinir því til allra stjórnenda hjá stofnunum Bláskógabyggðar, sem hafa á sínum höndum starf með börnum og ungmennum, að óskað verði eftir sakavottorði við ráðningu starfsmanna.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.4.       9. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.5.       6. fundur velferðarnefndar Árnesþings.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       306. fundur stjórnar AÞS ásamt minnisblaði.

2.2.       139. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.       213. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.       454. fundur stjórnar SASS.

2.5.       794. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

3.1.      Tillaga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, ásamt umsögn Bláskógabyggðar.
Lögð fram tillaga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs auk umsagnar Bláskógabyggðar.  Byggðaráð hafði samþykkt umsögnina með tölvuskeyti fyrr vegna þröngs tímaramma sem gefin var til að skila inn umsögnum.

3.2.      112. mál frá velferðanefnd Alþingis.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir .

3.3.      555. mál frá velferðanefnd Alþingis.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir.

3.4.      120. mál frá velferðanefnd Alþingis.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir.

 

  1. Drög að ársreikningi Bláskógabyggðar 2011.

Sveitarstjóri lagði fram drög að ársreikningi Bláskógabyggðar 2011 og skýrði frá helstu niðurstöðum. Ársreikningurinn verður tilbúinn til formlegrar framlagningar á næsta fundi sveitarstjórnar þann 12. apríl n.k.

 

  1. Samningar:

5.1.         Héraðsskólahúsnæðið.
Lögð fram drög að leigusamningi frá Fasteignum ríkisins um Héraðsskólann á Laugarvatni. Einnig lagt fram reiknilíkan sem ber saman þessa útfærslu við fyrri tillögur að leigusamningi. Byggðaráð samþykkir samhljóða að ekki sér grundvöllur fyrir frekari viðræðum við ríkið um leigu á Héraðskólahúsnæðinu í ljósi síðasta leigutilboðs ríkisins.

5.2.         Samkomulag við Vegagerðina um kostnaðarþátttöku við gerð hringtorga í Reykholti.
Lagt fram endanlegt samkomulag við Vegagerðina sem sveitarstjóri hefur undirritað fyrir hönd sveitarfélagsins.  Byggðaráð staðfestir samhljóða fram lagt samkomulag um kostnaðarskiptingu vegna framkvæmda við hringtorg í Reykholti.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.      Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 5. mars 2012; tilnefning fulltrúa í stýrihóp.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Bláskógabyggðar í stýrihóp vegna vinnu við deiliskipulag og hugmynda- eða hönnunarsamkeppni við Gullfoss. Byggðaráð leggur til að Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi, verði tilnefndur sem fulltrúi Bláskógabyggðar í stýrihópinn.

6.2.      Tölvuskeyti Kirkjukórs Miðdalskirkju, dags. 22. mars 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Kirkjukórs Miðdalskirkju þar sem óskað er eftir fjárstyrk í tilefni 60 ára afmælis kórsins og fyrirhugaðs ferðalags til Vesturlands.   Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 50.000

6.3.      Bréf Reiðveganefndar Loga, dags. 11. mars 2012; reiðvegagerð um Tunguheiði.
Lagt fram bréf Reiðveganefndar Loga þar sem óskað er eftir umsögn, ábendingum og stuðningi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar við verkefnið.
Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar hugmyndum um uppbyggingu reiðvega innan sveitarfélagsins og jafnframt þeirri stefnumörkun að færa reiðvegi frá akstursleiðum. Ekki er gert ráð fyrir útgjöldum til þessa verkefnis á fjárlögum ársins.

6.4.      Bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 6. mars 2012; póstafgreiðsla Laugarvatni.
Lagt fram bréf Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna fyrirhugaðrar lokunar Íslandspóst á póstafgreiðslu á Laugarvatni.  Þess í stað verði boðið upp á þjónustu landpósts fyrir allt svæðið.
Byggðaráð Bláskógabyggðar mótmælir harðlega þeirri þjónustuskerðingu sem felst í fyrirhugaðri breytingu.  Ljóst er að ef af henni verður mun það leiða af sér að íbúar svæðisins þurfi að sækja ábyrgðarbréf og böggla í auknu mæli til afgreiðslunnar á Selfossi, en þangað er yfir 40 kílómetra akstur aðra leiðina.  Þetta fyrirkomulag mun því auka akstur með póst fyrir svæðið til muna, bæði fyrir íbúa og Íslandspóst, sem er óskiljanleg stefna á þessum tímum þegar reynt er eftir mætti að fækka kolefnissporum í umhverfinu og gæta hagræðingar.

6.5.      Lýsing Landskipulagsstefnu.
Lögð fram lýsing Landskipulagsstefnu, en frestur til að koma fram með athugasemdir rennur út þann 29. mars n.k.
Drög að umsögn lögð fram og sveitarstjóra falið að koma henni á framfæri við Skipulagsstofnun fyrir lok tímafrests.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.      Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags.

7.2.      Bréf Centra Fyrirtækjaráðgjafar hf., dags. 29. febrúar 2012; boð um þjónustu.

7.3.      Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 26. janúar 2012; lýsing vegna tillögu að breytingu Aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; Skálpanes.

7.4.      Bréf Innanríkisráðuneytisins, dags. 2. mars 2012; skýrsla um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

7.5.      Ársskýrsla UMF Biskupstungna 2011.

7.6.      Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2011 ásamt ársreikningi 2011.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.