124. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. apríl 2012 kl. 16:30.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Valgerður Sævarsdóttir sem varamaður Drífu Kristjánsdóttur, Margeir Ingólfsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður byggðaráðs lagði fram tillögu til dagskrárbreytingar, að inn komi nýr 7. liður.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       46. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt yfirliti yfir afgreiðslur byggingafulltrúa.

Dagskrárliðum 14 og 15  í fundargerð skipulagsnefndar er vísað til næsta fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða að öðru leyti.

1.2.       10. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar.
Byggðaráð telur nauðsynlegt að umræða um stofnun félagsmiðstöðvar í Bláskógabyggð verði tekin upp hjá sveitarstjórn.  Til að undirbúa þá umræðu er skipuð vinnunefnd sem í skulu starfa Helgi Kjartansson, formaður byggðaráðs, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Hrund Harðardóttir, skólastjóri.  Vinnunefnd skili greinargerð um málið til sveitarstjórnar fyrir júnífund.

Fundargerð staðfest samhljóða.

1.3.       Fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti, Bláskógabyggð“, dags. 23. apríl 2012.
Fundargerð staðfest samhljóða og Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra, falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem uppfyllir öll skilyrði samkvæmt innkaupareglum Bláskógabyggðar.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       455. fundur stjórnar SASS.

2.2.       Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn var 22. mars 2012, ásamt ársreikningi 2011.

2.3.       214. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.       Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. Einnig er meðfylgjandi ársskýrsla 2011, gjaldskrá og ársreikningur 2011.

 

  1. Umsóknir um félagslega leiguíbúð í Kistuholti, Reykholti.

Sveitarstjóri lagði fram umsóknir um félagslegar leiguíbúðir í Kistuholti, Reykholti.  Borist hafa þrjár umsóknir um íbúðina Kistuholt 5a sem auglýst var til útleigu nýlega.  Umsækjendur eru:

1)       Valbjörg Jónsdóttir, kt. 271042-3029

2)       Hörður Gilsberg kt. 220545-4235 og Stefanía Hávarðsdóttir kt. 220446-4779.

3)       Karol Jan Fabrycky ásamt sambýliskonu, 26 ára gamall.

Umsækjendur 1) og 2) falla innan hæfnisskilgreiningar til félagslegrar leigu hjá sveitarfélaginu fyrir eldri borgara og öryrkja.  Umsækjandi 3) fellur ekki innan skilgreiningar um útleigu á félagslegum forsendum og er umsókninni því hafnað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að bjóða Herði og Stefaníu umrædda íbúð til leigu, þar sem útleiga til þeirra leysir búsetustöðu tveggja einstaklinga sem uppfylla skilyrði sveitarfélagsins.  Jafnframt eru þau búsett í Bláskógabyggð og óska eftir að fá íbúðina leigða frá 1. maí n.k.

Byggðaráð felur  Kristni J. Gíslasyni, í samstarfi við skrifstofu sveitarfélagsins, að ganga frá leigusamningi milli aðila og að leigutími hefjist 1. maí n.k.

 

Einnig var lagt fram umsókn Stígs Sæland og Kristínar Jóhannesdóttur, sem leigja íbúð í Kistuholti, þar sem óskað er eftir stærri íbúð ef slík myndi losna.  Byggðaráð samþykkir að hafa umsókn þeirra á skrá ef stærri íbúð losnar og verður auglýst til útleigu.

 

  1. Drög að áfanga- og verkáætlun fyrir gerð vatnaáætlunar 2011 – 2015.

Lögð fram drög að áfanga- og verkáætlun fyrir gerð vatnaáætlunar 2011 – 2015.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir undrun sinni á fyrirkomulagi og skipulagi þessarar vinnu.  Ljóst er að með þessu verkefni er verið að gera mun ítarlegri kröfur og greiningu en gert er ráð fyrir með tilskipun Evrópubandalagsins.  Byggðaráð gagnrýnir þetta vinnulag íslenskra stjórnvalda og telur eðlilegra að miða þessa vinnu við þær aðstæður sem við búum við á Íslandi en ekki gera meiri kröfur en tilskipun EU gerir ráð fyrir, enda er hún sett vegna aðstæðna hjá þéttbýlum löndum á meginlandi Evrópu.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.      Bréf Vegagerðarinnar, dags. 12. apríl 2012; beiðni um heimild til efnistöku.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr opinni námu við Böðmóðsstaði 2.  Áætluð magntaka er 9.000 m3.
Byggðaráð vísar erindinu til skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og er honum falið að tryggja að öllum lagalegum formsatriðum sé fullnægt og framkvæmdaleyfi verði forsenda þess að til efnistöku komi.

5.2.      Bréf Kvenfélags Biskupstungna, dags. 17. apríl 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna jóladansleiks sem haldinn var í desember s.l.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti leigugjaldi.

5.3.      Tölvuskeyti Innanríkisráðuneytis, dags. 18. apríl 2012; ósk um umsögn um aðgengiskafla vefhandbókar.
Lagt fram tölvuskeyti Innanríkisráðuneytis þar sem óskað er eftir umsögn um aðgengiskafla vefhandbókar og viðmið WCAG 2.0 AA um aðgengi að opinberum vefjum.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir við endurskoðun aðgengiskaflans.

5.4.      Bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, dags. 3. apríl 2012; náma við Reykjaveg.
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Bláskógabyggð um námu við Reykjaveg í landi Syðri-Reykja.  Bent er á að náman er ekki með starfsleyfi eða á skrá hjá Heilbrigðiseftirlitinu.  Óskað er eftir upplýsingum varðandi meðhöndlun og geymslu úrgangs á svæðinu, en jafnframt upplýsingar um skipulagsþætti námusvæðisins og framkvæmdaleyfi vegna rekstrar námunnar.

Byggðaráð Bláskógabyggðar staðfestir að sveitarfélagið hefur ekki gefið út framkvæmdaleyfi vegna námunnar og ekki hefur verið leitað til sveitarstjórnar um leyfi til geymslu eða meðhöndlun á úrgangi innan þessa námusvæðis.

5.5.      Aðalfundarboð Límtrés Vírnets, dags. 11. apríl 2012.
Lagt fram aðalfundarboð Límtrés Vírnets ehf, en fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl n.k.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.      Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. dags. 11. apríl 2012; arðgreiðsla 2011.

6.2.      Bréf Þjóðskrár Íslands, dags. 3. apríl 2012; kjörskrárstofnar vegna forsetakosningar.

6.3.      Ársreikningur Gufu ehf. fyrir rekstrarárið 2011.

 

  1. Skipurit Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Lögð fram tillaga að nýju skipuriti Grunnskóla Bláskógabyggðar eftir ákvörðun sveitarstjórnar um að Leikskólinn Gullkistan verði sameinaður Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu.  Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að skipuriti.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.