125. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 5. maí 2011, kl 15:15
í Aratungu
Mætt voru:
Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir,Kristín Ingunn Haraldsdóttir sem varamaður Smára Stefánssonar, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð 113. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
2.1. Fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Lagning vatnsveitu við Stóragil“.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
2.2. 1. fundur vinnuhóps um endurskoðun og samræmingu aðalskipulaga.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
2.3. 9. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela fræðslunefnd að leiða áfram vinnu við gerð skólastefnu Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
- Ársreikningur Bláskógabyggðar 2010 (fyrri umræða).
Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn undir þessum lið. Drög að ársreikningi Bláskógabyggðar 2010 voru lögð fram og kynnt. Einar og Valtýr svöruðu framkomnum fyrirspurnum.
Ársreikningi vísað til annarrar umræðu. Samþykkt er að því að halda aukafund til að afgreiða ársreikninginn fimmtudaginn 12. maí n.k.
- Drög að samstarfssamningi um sameignlegt starfssvæði félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Lögð fram drög að samstarfssamningi um sameiginlegt starfssvæði félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Umræður urðu um fyrirliggjandi drög.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að samningi og felur Drífu Kristjánsdóttur, oddvita, að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.
- Samgöngumál:
5.1. Tillaga að útfærslu hringtorga í Reykholti.
Lögð var fram tillaga að útfærslu hringtorga í Reykholti, sem Vegagerðin hefur unnið. Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við þá útfærslu hringtorga sem kynntar eru. Sveitarstjórn vill þó leggja áherslu á að útfærsla vegtengingar við Brautarhól verði unni í samvinnu og sátt við landeiganda og lóðarhafa.
5.2. Lokun Lyngbrautar við Biskupstungnabraut; vísað til dagskrárliða 6.1 og 6.2 á 113. fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar, en þessum liðum var vísað til sveitarstjórnar.
Lögð voru fram bréf, annars vegar frá Bændasamtökum Íslands fyrir hönd eigenda Garðyrkjustöðvarinnar Kvista, og hins vegar frá P.J. Kooij á Íslandi ehf. sem lögð höfðu verið fram á síðasta fundi byggðaráðs.
Eftirfarandi tillaga um afgreiðslu var lögð fram:
Varðandi efni ofangreindra dagskrárliða, 6.1 og 6.2 á 113. fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar, vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítreka að þegar deiliskipulag Reykholts var í vinnslu var haft samráð við alla hagsmunaaðila. Haldinn var íbúafundur þar sem skipulagsdrög voru kynnt og tekið við athugasemdum. Endanleg skipulagstillaga var auglýst árið 2008 eins og lög kveða á um. Tekið var tillit til athugasemda eftir því sem kostur var og öllum athugasemdum svarað. Gerðar voru smávægilegar breytingar á endanlegri útgáfu skipulagsins í kjölfar afgreiðslu athugsemda. Vegagerðin lagði mikla áherslu á fækkun vegtenginga inn á Biskupstungnabraut og var sú krafa forsenda þess að tvö hringtorg fengust inn á vegaáætlun. Engin athugasemd kom fram á auglýsingartíma vegna þeirra ákvörðunar um að rjúfa vegtengingu Lyngbrautar við Biskupstungnabraut.
Í ljósi þess vinnuferils sem skipulagsmál Reykholts hafa farið í gegnum, og öllum aðilum var gefinn kostur á að koma fram með athugasemdir, þá sér sveitarstjórn ekki möguleika á að verða við fram komnum beiðnum. Ef breyta ætti núgildandi skipulagi að beiðni tveggja aðila, yrði að fara í nýjan skipulagsferil samkvæmt lögum sem bæði er tímafrekur og kostnaðarsamur. Ætla má að aðrir íbúar í Reykholti myndu gera athugasemdir við tillögu um slíka breytingu á deiliskipulaginu og Vegagerðin myndi endurskoða ákvörðun sína um uppbyggingu hringtorga í Reykholti. Lagt er til að unnið verði eftir gildandi skipulagi.
Tillagan samþykkt með sex (6) atkvæðum (DK, KL, VS, MI, SK, KIH) en einn (1) sat hjá (HK).
5.3. Erindi Umhverfisráðuneytisins, dags. 18. apríl 2011; kortlagning vega innan miðhálendislínu.
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að lokið verði við yfirferð og skoðun kortlagðra hálendisvega innan miðhálendislínunnar sem fellur innan stjórnsýslumarka Bláskógabyggðar. Ráðuneytið óskar eftir því að þessari vinnu verði lokið sem allra fyrst.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa vinnuhóp til að ljúka þessari vinnu. Í vinnuhópinn eru skipuð:
Drífa Kristjánsdóttir
Margeir Ingólfsson
Jóhannes Sveinbjörnsson
Sveitarstjórn óskar eftir því við vinnuhópinn að hann skili af sér fyrir næsta reglubundna sveitarstjórnarfund, sem haldinn verður í júní 2011.
- Umsögn um þingmál 726; frumvarp til sveitarstjórnarlaga.
Vísað til sveitarstjórnar á 113. fundi byggðaráðs.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar til fyrri bókunar sveitarstjórnar.
- Erindi skólabílstjóra dags. 1. maí 2011; endurskoðun á gjaldi vegna skólakeyrslu.
Margeir Ingólfsson vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram bréf skólabílstjóra Grunnskóla Bláskógabyggðar, þar sem óskað er eftir endurskoðun á gjaldi vegna skólakeyrslu í ljósi mikilla hækkana á eldsneytisverði. Óskað er eftir því að samningum við skólabílstjóra verði breytt á þann veg að verðbreyting vegna vísitölubreytinga verði uppfærð tvisvar á ári í stað einu sinni, eins og samningar kveða á um.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir þessa breytingu frá 1. september 2011.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:17.