125. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. maí 2012 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       47. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 79. og 80. afgreiðslufundum byggingafulltrúa.
Dagskrárliðum 19 og 24 í fundargerð skipulagsnefndar vísað til næsta fundar sveitarstjórnar þann 7. júní n.k.  Að öðru leyti var fundargerð samþykkt samhljóða.

1.2.       17. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.
Byggðaráð vill þakka fræðslunefnd fyrir mjög góða vinnu á undanförnum misserum við mótun skólastefnu Bláskógabyggðar og aðkomu nefndarinnar við að hrinda henni í framkvæmd. Jafnframt vill byggðaráð þakka fyrir aðkomu fulltrúa nefndarinnar að undirbúningi að sameiningu leikskólans Gullkistunnar og Grunnskóla Bláskógabyggðar.

1.3.       18. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.4.       Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 6. mars 2012.
Staðfest samhljóða.

1.5.       49. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       138. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.2.       139. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.3.       308. fundur stjórnar AÞS.

2.4.       140. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.5.       141. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       796. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.7.       Verk- og rýnifundur vegna framkvæmdanna; Biskupstungnabraut (35-06), Hringtorg við Reykholt, dags. 14. maí 2012.

2.8.       Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns 2011, dags. 10. maí 2012.
Ársreikningur 2011 ásamt skýrslu stjórnar lögð fram til kynningar.

2.9.       106. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.10.     56. fundur Héraðsnefndar Árnesinga, dags. 11. maí 2012.

 

 1. Málefni Aratungu; endurskoðun verklagsreglna.

Byggðaráð fór  yfir drög að endurskoðuðum verklagsreglum  fyrir félagsheimilið Aratungu ásamt tékklista vegna skila húsnæði Aratungu eftir útleigu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela formanni byggðaráðs, sveitarstjóra og Kristni J. Gíslasyni að vinna áfram að endanlegri útfærslu verklagsreglna sem lagðar verði fyrir byggðaráð til samþykktar fyrir haustið.

 

 1. Skipulagsmál:

4.1.      Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011 – 2030; tillaga til kynningar.
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 22. maí 2012 ásamt tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 – 2030.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að yfirfara tillöguna og gefur honum jafnframt umboð til að gefa umsögn um tillöguna fyrir hönd Bláskógabyggðar.

4.2.      Umsögn Skipulagsstofnunar um athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu.
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um athugasemdir við lýsingu landsskipulagsstefnu. Umræða varð um umsögn Skipulagsstofnunar.

4.3.      Skráning á skipulagi og framkvæmdaleyfi í námukerfi Vegagerðarinnar; bréf Vegagerðarinnar dags. 14. maí 2012.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir svörum við fimm spurningum er varða námur í námukerfi Vegagerðarinnar innan Bláskógabyggðar.  Byggðaráð Bláskógabyggðar felur skipulagsfulltrúa og Kristni J. Gíslasyni að yfirfara innsend gögn og svara erindi Vegagerðarinnar. Að gefnu tilefni vill byggðaráð benda Vegagerðinni á að Þingvallasveit er hluti Bláskógabyggðar.

 

 1. Beiðni um umsögn um rannsóknarleyfi vegna hugmynda um Búðartunguvirkjun; bréf Orkustofnunar, dags. 7. maí 2012.
  Lagt fram bréf Orkustofnunar þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni Íslenskrar Vatnsorku ehf um rannsóknarleyfi vegna hugmynda um Búðartunguvirkjun. Umræða varð um hugmyndir Íslenskrar vatnsorku ehf.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða að gera engar athugasemdir við að Íslenskri Vatnsorku ehf verði veitt rannsóknarleyfi vegna hugmynda um Búðartunguvirkjun.

 

 1. Trúnaðarmál.
  Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

7.1.      Bréf Jóhanns Þórs Sigurðssonar, dags. 15. maí 2012; akvegur framan við Hverabrekku 1, Laugarási.
Lagt fram bréf Jóhanns Þórs Sigurðssonar þar sem óskað er eftir færslu á akvegi framan við íbúðarhús að Hverabrekku 1, Laugarási.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Kristni J. Gíslasyni og Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa, að skoða möguleika á færslu þessa akvegar.  Kristni falið að gera kostnaðaráætlun fyrir hugsanlegum valkostum við færslu vegarins.

7.2.      Tölvuskeyti Stórsögu ehf, dags. 11. maí 2012; aðgengi að lóð á Laugarvatni.
Lagt fram tölvuskeyti Stórsögu þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins við að bæta aðgengi að lóð þeirri sem hugsuð hefur verið sem athafnalóð félagsins á Laugarvatni ásamt fleiri atriðum.
Byggðaráð bendir á að þegar gengið hefur verið frá afhendingu lóðar og gatnagerðargjöld hafa verið greidd, þá mun sveitarfélagið sjá til þess að lagður verði aðkomuvegur að lóðinni og þá aðgengi að henni tryggt.  Samkvæmt samþykkt um gatnagerðargjald í Bláskógabyggð, þá skal gatnagerðargjaldi varið í uppbyggingu og viðhalds gatna og gatnamannvirkja innan þéttbýla í Bláskógabyggð.  Hvað varðar útjöfnun lands á lóð, þá er það ekki verkefni sem sveitarfélagið hefur sinnt almennt gagnvart lóðum sveitarfélagsins, enda getur slíkt ekki fallið undir götur eða gatnamannvirki.

Einnig var óskað eftir fundi með sveitarstjóra og oddvita til að fara betur yfir málin, og er það auðsótt.  Bréfriturum er bent á að hafa samband og panta fundartíma við fyrstu hentugleika.

7.3.      Tölvuskeyti Halldórs Þrastarsonar, dags. 4. maí 2012; grenjavinnsla.
Lagt fram tölvuskeyti Halldórs Þrastarsonar þar sem óskað er eftir endurskoðun á samningi vegna grenjavinnslu í Þingvallasveit. Sveitarstjóra falið að ræða við Halldór í samræmi við umræður um erindið.

7.4.      Bréf Hestamannafélagsins Trausta, dags. 15. nóvember 2011; keppnisvöllur á Laugarvatni.
Lagt fram að nýju bréf Hestamannafélagsins Trausta, en umrætt bréf var tekið fyrir á 120. fundi byggðaráðs, dagskrárliður 8.2.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Kristni J. Gíslasyni að fara yfir stöðu mála, hver staða framkvæmda sé samkvæmt samkomulagi sveitarfélagsins og Trausta.  Kristinn og sveitarstjóri munu síðan leggja fram úttekt fyrir næsta fund byggðaráðs ásamt hugmyndum um fjárhagslega aðkomu að verkefninu á þessu ári.  Í því sambandi verði tekið mið af fjárheimildum innan fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2012.

7.5.      Bréf Lindu M. Guðjónsdóttur, dags. 20. apríl 2012; húsnæðismál.
Bréf Lindu M. Guðjónsdóttur lagt fram, en í bréfinu óskar bréfritari eftir leiguhúsnæði í Bláskógabyggð og þá helst á Laugarvatni.
Byggðaráð bendir á að Bláskógabyggð hefur ekkert húsnæði laust til útleigu  í dag.  Ekki liggur fyrir að svo komnu máli að sveitarfélagið hafi laust leiguhúsnæði í bráð, en ef svo fer mun slíkt leiguhúsnæði verða auglýst á almennum markaði til að tryggja að jafnræðisreglu sé gætt.

7.6.      Tölvuskeyti Óskar Eiríksdóttur, dags. 24. maí 2012; húsnæðismál.
Tölvuskeyti Óskar Eiríksdóttur lagt fram, en í skeytinu óskar bréfritari eftir  leiguhúsnæði á Laugarvatni.
Byggðaráð bendir á að Bláskógabyggð hefur ekkert húsnæði laust til útleigu  í dag.  Ekki liggur fyrir að svo komnu máli að sveitarfélagið hafi laust leiguhúsnæði í bráð, en ef svo fer mun slíkt leiguhúsnæði verða auglýst á almennum markaði til að tryggja að jafnræðisreglu sé gætt.

7.7.      Bréf HSK, dags. 29. maí 2012; héraðsþing HSK 2013.
Lagt fram bréf HSK þar sem óskað er eftir því að 91. héraðsþing HSK verði haldið í Bláskógabyggð 9. mars 2013.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og fellst á að koma að þeim tveimur þáttum þinghaldsins sem tekið er sérstaklega fram í bréfinu.

 

 1. Styrkbeiðnir:

8.1.      Tölvuskeyti Félags heyrnalausra, dags. 7. maí 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Félags heyrnalausra þar sem óskað er eftir fjárstyrk til félagsins.
Erindinu hafnað.

8.2.      Bréf UMF Biskupstungna, dags. 7. maí 2012; styrkur á móti húsaleigu.
Lagt fram bréf UMF Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu á síðasta ári að upphæð kr. 22.200.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita UMF Biskupstungna styrk á móti húsaleigu.

8.3.      Tölvuskeyti UMF Laugdæla, dags. 22. maí 2012; 17. júní hátíð.
Lagt fram tölvuskeyti UMF Laugdæla þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna 17. júní hátíðarhalda á Laugarvatni.
Byggðaráð samþykkir að veita umbeðinn styrk í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012.

8.4.      Tölvuskeyti Sjálfsbjargar, dags. 22. maí 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Sjálfsbjargar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til starfsemi félagsins.

Erindinu hafnað.

8.5.      Tölvuskeyti Lögreglumannsins, dags. 24. maí 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Lögreglumannsins þar sem óskað er eftir fjárstyrk til útgáfu blaðsins „Lögreglumannsins“.
Erindinu hafnað.

8.6.      Tölvuskeyti Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. 10. maí 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem óskað er eftir styrktarlínu í blaðið „Margt smátt“.
Erindinu hafnað.

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.      Yfirlit yfir útsvarstekjur Bláskógabyggðar.

9.2.      Fjárstreymisyfirlit sveitarsjóðs Bláskógabyggðar; janúar – apríl 2012.

9.3.      Ársskýrsla 2011, Héraðsskjalasafn Árnesinga.

9.4.      Bréf Ingvars Nielssonar, dags. apríl 2012; Sorporkuver.

9.5.      Bréf HSK, dags. 30. apríl 2012; ályktanir 90. héraðsþings ásamt ársskýrslu 2011.

9.6.      Bréf Ómars G. Jónssonar, dags. 27. apríl 2012; Þingvallavatnssiglingar ehf.

9.7.      Bréf Saman-hópsins, dags. 23. maí 2012; hvatning til samveru fjölskyldunnar.

9.8.      Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 15. maí 2012; skipun byggingarnefndar vegna stækkun verknámsaðstöðu FSu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.