126. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. júní 2012 kl. 9:00.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Smári Stefánsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       48. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 81. afgreiðslufundi byggingafulltrúa.

Varðandi fyrsta lið fundargerðar skipulagsnefndar, þá fellst byggðaráð Bláskógabyggðar á sjónarmið skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram á þessum nótum, að um óverulega breytingu aðalskipulags sé að ræða.
Fundargerð staðfest samhljóða að öðru leyti.

1.2.       50. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.

1.3.       Fundargerð umhverfisnefndar, dags. 21. júní 2012, ásamt áskorun til sveitarstjórnar.
Lögð fram áskorun umhverfisnefndar til sveitarstjórnar vegna aðgerða við upprætingu skógarkerfils í sveitarfélaginu.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela formanni byggðaráðs ásamt sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs og sveitarstjóra að bregðast við áskoruninni og setja í gang aðgerðir við að uppræta og hefta vöxt skógarkerfils á lendum sveitarfélagsins.

Staðfest samhljóða.

1.4.       19. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       3. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

2.2.       4. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

2.3.       89. fundur fulltrúaráðs BÁ.

2.4.       106. fundur stjórnar BÁ, dags. 21. maí 2012.

2.5.       106. fundur stjórnar BÁ (framhaldsfundur), dags. 4. júní 2012.

2.6.       142. fundur HES.

2.7.       215. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.8.       216. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.9.       797. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     7. fundur ráðgjafarnefndar um gerð landsskipulagsstefnu.

 

 1. Kjörskrá vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012.

Kjörskrá vegna forsetakosninga, sem fram fara þann 30. júní 2012, lögð fram.  Sveitarstjóri hefur yfirfarið kjörskrá og áritað hana fyrir framlagningu.  Framlagning kjörskrár og kjörfundir hefa verið auglýstir.  Engar athugasemdir hafa komið fram við framlagða kjörskrá.

 

 1. Skipulagsmál:

4.1.      Tillaga að breytingu Aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; þéttbýli Laugarvatni.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Laugarvatn. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnin tillaga að fyrsta heildardeiliskipulagi fyrir Laugarvatn og liggur nú fyrir tillaga sem ráðgert er að auglýsa á næstunni. Um er að ræða nokkrar breytingar víðsvegar um þéttbýlið, flestar þeirra minniháttar. Lýsing skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga var kynnt með auglýsingu sem birtist 21. júní  með fresti til athugasemda/ábendinga til 27. júní. Að auki var lýsingin send Skipulagsstofnun til umsagnar. Helstu breytingar eru eftirfarandi:

 • Svæði í miðju þéttbýlisins sem nær yfir Héraðsskólann og stærstan hluta háskólasvæðisins auk lóða við Dalbraut verður skilgreint sem miðsvæði þar sem gert er ráð fyrir verslun og þjónustu, stjórnsýslu, menningarstofnunum og ferðaþjónustu.
 • Lóðir meðfram Torfholti, sem í dag er íbúðarbyggð, verði blönduð landnotkun íbúðar og verslunar- og þjónustu.
 • Stofnanasvæði við Gljúfurholt verði að hluta blönduð notkun íbúðar-, verslunar- og þjónustusvæði og að hluta íbúðarsvæði.
 • Reitur blandaðrar notkunar opinberrar þjónustu og verslunar sunnan við hesthúsasvæði, stækki og verði blönduð landnotkun verslunar- , þjónustu- og opið svæði til sérstakra nota fyrir ferðaþjónustu.
 • Þéttbýlismörk breytast við ströndina.
 • Ýmsar götur og stígar breytast innan þéttbýlisins.

Byggðaráð samþykkir, í umboði sveitarstjórnar, að kynna aðalskipulags-breytinguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.2.      Tillaga að breytingu Aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; þéttbýli Reykholti.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins Reykholti. Í breytingunni fellst að núverandi athafnasvæði utan um Reykholtshver stækkar til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa dælustöðu sem þjóna á starfsemi Bláskógaveitu. Athafnasvæðið fer inn á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem svæði fyrir þjónustustofnanir. Tillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. með auglýsingu sem birtist 21. júní með fresti til athugasemda/ábendingar til 28. júní.

Byggðaráð samþykkir, í umboði sveitarstjórnar,  að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4.3.      Tillaga að lýsingu fyrir deiliskipulag nýs lögbýlis úr landi Kjóastaða, Biskupstungum.

Lögð fram tillaga að lýsingu fyrir deiliskipulag skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna deiliskipulags fyrir nýtt lögbýli úr landi Kjóastaða. Um er að ræða deiliskipulag yfir um 35 ha svæði (lnr. 212210) sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Skeiða- og Hrunamannavegi og sem fyrirhugað er að nýta til hrossaræktar og uppgræðslu/garðyrkju. Innan svæðisins eru tveir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og útihús og annar byggingarreitur fyrir sameiginlegt útihús.

Byggðaráð, í umboði sveitarstjórnar, felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess að leita eftir umsögn Skipulagsstofnunar.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

5.1.      Bréf Orkustofnunar dags. 8. júní 2012; beiðni um umsögn vegna framlengingar  rannsóknarleyfis vegna Hagavatnsvirkjunar.
Lagt fram bréf Orkustofnunar þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vega umsóknar um framlengingu rannsóknarleyfis vegna hugmynda um Hagavatnsvirkjun.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að umrædd framlenging á rannsóknarleyfi verði veitt til handa Íslenskrar Vatnsorku ehf.

5.2.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 15. júní 2012; umsögn vegna umsóknar um rekstur veitingastaðar í flokki II að Friðheimum.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Knúts Rafns Ármanns kt. 140970-5229 um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II að Friðheimum.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að umrætt leyfi verði veitt, enda samræmist það gildandi skipulagi þéttbýlisins í Reykholti.

5.3.      Bréf umhverfisráðuneytis, dags. 15. júní 2012; landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins þar sem kynnt eru drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-2024.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar byggðaráðs þann 26. júlí 2012.

5.4.      Tölvuskeyti Vegagerðarinnar dags. 12. júní 2012; viðhald girðinga.
Lagt fram tölvuskeyti Vegagerðarinnar þar sem bent er á skyldur sveitarfélaga um viðhald girðinga meðfram vegum skv. vegalögum nr. 80/2007 og reglugerð nr. 325/1995.
Byggðaráð lítur þannig á túlkun laga og reglugerðar að sveitarfélagið hafi eftirlit með viðhaldi girðinga með vegum, en framkvæmd viðhalds og kostun sé á hendi landeigenda og Vegagerðarinnar.  Byggðaráð beinir því til Vegagerðarinnar að finna lausn á viðhaldi girðinga með vegum Vegagerðarinnar í samvinnu við landeigendur.  Bláskógabyggð er ekki reiðubúin að takast á hendur framkvæmd og kostun á viðhaldi girðinga með vegum enda eru það skyldur landeigenda og Vegagerðar skv. lögum.

5.5.      Bréf Fræðslunetsins dags. 11. júní 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Fræðslunetsins þar sem óskað er eftir fjárstyrk til Vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands.  Byggðaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum styrk á þessu ári.

5.6.      Tölvuskeyti Öglu Þyriar Kristjánsdóttur dags. 19. júní 2012; fyrirspurn um námsmannaafslátt vegna leikskólagjalda.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu og gera grein fyrir afsláttarkjörum skv. gjaldskrá.

 

 1. Efni til kynningar:

6.1.      Bréf Umhverfisstofnunar dags. 31. maí 2012; efnistaka, framkvæmdaleyfi m.m.

6.2.      Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 29. maí 2012; Efsti-Dalur, Setbergslóðir.

6.3.      Bréf Alþingis dags, 18. júní 2012; fundir fjárlaganefndar með sveitarstjórnum.

6.4.      Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. júní 2012; fjárlagaráðstefna.

6.5.      Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 18. júní 2012; málþing.

6.6.      Ársskýrsla Björgunarsveitar Biskupstungna 2011.

6.7.      Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2011.

6.8.      Bréf oddvita Bláskógabyggðar til ráðherra vegna hverasvæðisins við Geysi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.