127. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

miðvikudaginn 8. júní 2011, kl 15:15

í Aratungu

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð 114. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.          35. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 63. og 64. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.

Með tilvísun til 9. dagsskrárliðar, þá er samþykkt um skipulags- og byggingarnefnd Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps lögð fram til staðfestingar hjá sveitarstjórn. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir framlagðar samþykktir samhljóða.

Með tilvísun til 6. dagskrárliðar,  þá er beiðni um stöðuleyfi hafnað á grundvelli þess að ekki er til skipulag af svæðinu.

Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi fundargerð.

2.2.          44. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Vegna 2. liðar fundargerðar, þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar samhljóða tillögu stjórnar Bláskógaveitu um tengigjald kaldavatnsveitu fyrir Fontana ehf. Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.  Meðfylgjandi skipurit fyrir Bláskógaveitu samþykkt samhljóða og stefnt að því að samræming skipurits fyrir Bláskógabyggð verði unnið í sumar og lagt fyrir sveitarstjórn að loknu sumarleyfi sveitarstjórnar.

2.3.          11. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Kynning á störfum starfshóps um gerð skólastefnu Bláskógabyggðar.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem lokið er og hlakkar til að sjá endanlega tillögu.

Vegna 2. liðar fundargerðar, sveitarstjórn Bláskógabyggðar viðurkennir þá þörf

sem er til staðar  og óskar eftir greinargerð um útfærslu og

kostnaðarauka við ráðningu viðbótarstarfsmanns , og að hvaða leyti

stjórnandi geti látið þetta falla undir  fjárhagsramma skólans.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.          443. fundur stjórnar SASS.

3.2.          133. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 

  1. Kosningar:

4.1.         Kosning oddvita og varaoddvita.

Oddviti:                 Drífa Kristjánsdóttir

Varaoddviti:        Helgi Kjartansson

Samþykkt með 4 atkvæðum (DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá (MI,SK og  SS).

 

4.2.         Byggðaráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Helgi Kjartansson, formaður, Dalbraut 2.

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:          Valgerður Sævarsdóttir, Garði .

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Samþykkt samhljóða.

 

4.3.         Yfirkjörstjórn, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:          Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ 2.

Samþykkt samhljóða.

 

4.4.         Undirkjörstjórn Biskupstungur, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson Torfastöðum.

Varamenn:          Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12.

Samþykkt samhljóða.

 

4.5.         Undirkjörstjórn Laugardal og Þingvallasveit, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Elsa Pétursdóttir, formaður, Útey I.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Pétur Ingi Haraldsson, Torfholti 2.

Varamenn:          Karl Eiríksson, Miðdalskoti.

Hallbera Gunnarsdóttir, Háholti 2c.

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1.

Samþykkt samhljóða.

 

4.6.         Aðalfundur SASS, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:          Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Samþykkt samhljóða.

 

4.7.         Aðalfundur HES, 3 aðalmenn og 3 til vara

Aðalmenn:          Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Varamenn:          Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

4.8.         Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands, 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður:         Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:         Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Samþykkt með 4 atkvæðum (DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá (MI,SK og  SS).

 

4.9.         Aðalfundur AÞS, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Varamenn:          Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

4.10.      Aðalfundur EFS, 1 aðalmaður og 1 til vara.

Aðalmaður:         Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:         Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Samþykkt með 4 atkvæðum (DK,HK,VS og JS) og 3 sátu hjá (MI,SK og  SS).

 

4.11.      Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:          Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:          Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

Bókun Þ-lista.

Á síðasta kjörtímabili lagði T-listinn mikla áherslu á að minnihluti sveitarstjórnar fengi aukið vægi í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. T-listinn gagnrýndi  meirihluta Þ-listans mjög fyrir það að veita ekki minnihlutanum aukin völd og áhrif við stjórnun sveitarfélagsins  og lagði áherslu á að  þessu yrði breytt kæmist T-listinn til valda.  Ætla mætti að það hefði verið eitt að fyrstu verkefnum  T-listans þegar hann komst  til valda í  sveitarstjórn Bláskógabyggðar að auka vægi  minnihlutans. En svo var nú ekki og hefur ekkert breytst í þessum málum.  Þ-listinn beinir því þeirri spurningu til T-listans hvort stefnubreyting hafi orðið hjá listanum og hvort ekki sé lengur ástæða til að minnihlutinn fái aukið vægi í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. 

 

  1. Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar;

tillaga um breytingu á 17. lið í 34. grein samþykkta Bláskógabyggðar.

Lögð fram tillaga, til síðari umræðu, um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar.  Um er að ræða breytingu á 17. lið í 34. grein samþykktanna.  Ný 17. grein muni verða:

 

Sameiginleg félagsþjónusta með sex öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar kýs einn fulltrúa til setu í yfirstjórn sameiginlegrar félagsþjónustu sjö sveitarfélaga í Árnessýslu, samkvæmt samningi þar að lútandi. Sá sem kjörinn er í yfirstjórn hefur umboð til þess að skipa fulltrúa í eina sameiginlega velferðarnefnd á starfssvæði félagsþjónustu sveitarfélaganna í samræmi við ákvæði samstarfssamnings og á grundvelli 2. mgr. 7. gr. laga nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fulltrúar í sameiginlegri velferðarnefnd eru fimm auk jafnmargra varamanna og koma þrír af starfssvæði Sveitarfélagsins Ölfuss og Hveragerðisbæjar og tveir af starfssvæði sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu og Flóa. Fulltrúi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í sjö manna yfirstjórn hefur einnig umboð til þess að taka þátt í skipan formanns og varaformanns sameiginlegrar velferðarnefndar. Yfirstjórn útbýr einnig erindisbréf sameiginlegrar fimm manna velferðarnefndar og leggur það fyrir sveitarstjórn til staðfestingar af hennar hálfu.

 

Sameiginleg velferðarnefnd fer með stjórn félagsþjónustu sveitarfélagsins skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, málefni aldraðra skv. lögum nr. 125/1999 og málefni fatlaðra skv. lögum nr. 59/1992.  Nefndin fer með jafnréttismál skv. lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna nr. 10/2008, áfengisvarnir skv. lögum nr. 75/1998 og barnaverndarmála skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002.  Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu samþykkta Bláskógabyggðar og felur sveitarstjóra að senda tillöguna til samþykktar hjá innanríkisráðuneytinu og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Jafnframt vekur sveitarstjórn athygli á því að nauðsynlegt sé að endurskoða 14. lið 34. greinar samþykktanna, og felur sveitarstjóra að vinna að tillögu um breytingu í samráði við önnur sveitarfélög í heilsugæsluumdæmi Laugaráslæknishéraðs.

 

  1. Fyrirkomulag sumarleyfa m.m.

6.1.         Ákvörðun um sumarleyfi sveitarstjórnar.

Oddviti lagði fram tillögu um að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða.

6.2.         Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar.

Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar, en lagt er til að hún verði lokuð frá 4. júlí til og með 29. júlí n.k.  Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti.

6.3.         Heimild byggðaráðs Bláskógabyggðar til fullnaðarafgreiðslu skipulags- og byggingarmála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila byggðaráði Bláskógabyggðar fullnaðarafgreiðslu á byggingar– og skipulagstillögum í Bláskógabyggð í sumarleyfi sveitarstjórnar 2011.

 

  1. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi:

7.1.         Bréf dags. 26. maí 2011, beiðni um umsögn, vegna umsóknar Fontana ehf. um leyfi til rekstur veitingastaðar í flokki II.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar Fontana ehf um leyfi til rekstur veitingastaðar í flokki II.  Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, þar sem afgreiðslutími og staðsetning falla að skipulagi sveitarfélagsins.

7.2.         Bréf dags. 30. maí 2011, beiðni um umsögn, vegna umsóknar Helludals slf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar Helludals slf. um leyfi til rekstur gististaðar í flokki II.  Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, þar sem starfsemin fellur að skipulagi sveitarfélagsins.

 

  1. Girðingar meðfram nýja veginum um Lyngdalsheiði.

Umræða varð um girðingar meðfram nýja veginum um Lyngdalsheiði.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir samþykkt sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 1. júní 2011, um öryggi á nýja Lyngdalsheiðarveginum.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggur áherslu á að girt verði með nýja Lyngdalsheiðarveginum eins og lög gera ráð fyrir.

 

  1. Niðurstaða opnunar tilboða í verkið „Holtsgata, gatnagerð, Laugarás 2011“.

Lögð fram fundargerð vegna opnunar tilboða í verkið „Holtsgata, gatnagerð, Laugarás 2011“ ásamt samanburði á tilboðum og kostnaðaráætlun.  Um var að ræða lokað útboð þar sem fjórum verktökum var boðin þátttaka.  Aðeins tveir verktakar skiluðu inn tilboðum og voru bæði tilboð umtalsvert hærri en kostnaðaráætlun.  Lægra tilboðið var 41% hærra en kostnaðaráætlun.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að nýta sér heimild í útboðslýsingu, grein 0.4.6. og hafna öllum tilboðum.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bjóða verkið aftur út ásamt fyrirhuguðum framkvæmdum við Bjarkarbraut í Reykholti.  Verkin verði boðin út í heilu lagi með opnu útboði.  Halldóri Karli Hermannssyni, sviðstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs falið að vinna að undirbúningi slíks útboðs eins fljótt og nokkur kostur er.

 

  1. Innsend erindi:

10.1.      Bréf stjórnar Uxahryggja ehf. dags. 24. maí 2011; kaup hlutafjár í félaginu.

Lagt fram bréf stjórnar Uxahryggja ehf. þar sem boðið er kaup á hlutafé í félaginu. Sveitarstjórn vísar til fyrri samþykkta þar að lútandi, 8. dagskrárliður á 121. fundi sveitarstjórnar,  þar sem samþykkt var að auka hlutafé í félaginu um 375 þús. kr. þannig að hlutafjáreign Bláskógabyggðar verði kr. 500 þús.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirrita þau skjöl er varða kaup á auknu hlutafé í fyrirtækinu.

10.2.      Tölvuskeyti Ungmennafélags Laugdæla dags. 26. maí 2011; beiðni um styrk til hátíðarhalda þann 17. júní n.k. á Laugarvatni.
Lagt fram tölvuskeyti Ungmennafélags Laugdæla þar sem óskað er eftir 150 þús. kr. styrk vegna 17. júní hátíðarhalda á Laugarvatni.  Gert er ráð fyrir þessum styrk í fjárhagsáætlun ársins og því samþykkt samhljóða að veita umbeðinn styrk.

10.3.      Bréf umboðsmanns Alþingis, dags. 24. maí 2011; beiðni um upplýsingar um viðbrögð við úrskurði úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir, mál 8/2009.

Lagt fram bréf umboðsmanns Alþingis, þar sem óskað er eftir upplýsingum um viðbrögð vegna úrskurðar  í máli 8/2009.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu að svarbréfi og kynnti innihald þess.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að senda umboðsmanni Alþingis fram lagða tillögu að svarbréfi.

10.4.      Bréf frá fulltrúum starfsmanna, foreldrafélags og fræðslunefndar vegna skólalóðar Leikskólans Álfaborgar, dags. 5. júní 2011; stækkun lóðar.
Lagt fram bréf frá fulltrúum starfsmanna Leikskólans Álfaborgar, foreldrafélags og fræðslunefndar, þar sem óskað er eftir því að leikskólalóðin verði stækkuð upp í brekkuna til austurs, um helming.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur jákvætt í erindið og þær hugmyndir sem fram koma svo framarlega sem kostnaður fari ekki umfram fjárhagsramma fjárhagsáætlunar og felur Halldóri Karli Hermannssyni, sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að útfæra framkvæmdina í samstarfi við bréfritara.

10.5.      Bréf Umhverfisráðuneytis, dags. 31. maí 2011; umsögn um drög að nýrri byggingarreglugerð.

Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins ásamt drögum að nýrri byggingarreglugerð, þar sem umhverfisráðuneytið óskar eftir umsögn um reglugerðina.  Frestur til að veita umsögn er til 15. ágúst 2011.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn skipulags – og byggingafulltrúaembættisins um fyrirliggjandi drög að byggingarreglugerð áður en umsögn verður gefin.  Sveitarstjórn óskar eftir því að embættið skili umsögn við fyrstu hentugleika að teknu tilliti til þess frests sem gefinn er.

10.6.      Bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 30. maí 2011; styrkbeiðni.

Helgi Kjartansson vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 60.000 til að koma til móts við kostnað félagsins við íþróttastarf. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

10.7.      Tölvuskeyti Fræðslunets Suðurlands, dags. 26. maí 2011; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Fræðslunets Suðurlands þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 15.000 vegna útgáfu Námsvísis Fræðslunets Suðurlands 2011.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

10.8.      Tölvuskeyti Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. 31. maí 2011; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu blaðsins „Margt Smátt“ eða boð um birtingu auglýsingar í blaðinu.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

10.9.      Tölvuskeyti BÍKR, dags. 20. maí 2011; aflagðir vegir um Lyngdalsheiði og Tröllháls.

Lagt fram tölvuskeyti BÍKR, en byggðaráð vísaði þessu erindi til sveitarstjórnar á 114. fundi sínum, liður 7.2.  Einnig lagt fram bréf frá BÍKR og ÍSÍ/LÍA þar sem gerð er frekari grein fyrir erindinu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar staðfestir bókun byggðaráðs Bláskógabyggðar.

 

  1. Efni til kynningar:

11.1.      Afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til Alþingis, dags. 25. maí 2011; umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál.

11.2.      Afrit af bréfi Sveinbjörns Dagfinnssonar til Þjóðgarðsvarðar; ástand vegar niður í Rauðkusunes.

11.3.      Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. maí 2011; uppsögn samnings um innheimtu vatnsgjalds.

11.4.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 20. maí 2011; ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10.