127. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. júlí 2012 kl. 9:00.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Smári Stefánsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður byggðaráðs gerði tillögu að dagskrárbreytingu, að inn bætist nýr dagskrárliður 1.2.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       49. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 82. og 83. afgreiðslufundir byggingafulltrúa.
Varðandi 24. dagskrárlið fundargerðar skipulagsnefndar samþykkir byggðaráð Bláskógabyggðar samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.  Varðandi 32. dagskrárlið fundargerðar skipulagsnefndar samþykkir byggðaráð Bláskógabyggðar samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerð staðfest samhljóða að öðru leyti.

1.2.       10. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       5. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

2.2.       6. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

2.3.       Opnun tilboða í verkið „Ofanvatnslögn við Fontana 2012; dags 28. júní 2012.

2.4.       1. verkfundur vegna ofanlagna við Fontana.

2.5.       217. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       4. aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ásamt skýrslu stjórnar.

2.7.       Stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 16. desember 2011.

2.8.       Stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 17. febrúar 2012.

2.9.       Stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 20. apríl 2012.

2.10.     798. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs, sbr. dagskrárlið 5.3 á 126. fundi byggðaráðs.

Vísað er til dagskrárliðar 5.3 á 126. fundi byggðaráðs, en þá frestaði byggðaráð afgreiðslu og vísaði til næsta fundar byggðaráðs.

Lagt var fram minnisblað frá Guðjóni Bragasyni og Lúðvík Gústafssyni hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem er umsögn um fyrirliggjandi drög að landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Byggðaráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og sérstaklega andmælum sem koma fram um 5. og 6. kafla er varða þá miðstýringarhugsun sem kemur fram í þessum drögum að landsáætlun og frumvarpi um breytingar á úrgangslögum, er varða skipulag úrgangsmála.  Í því sambandi vísast til fyrri athugasemda Bláskógabyggðar við frumvarp um breytingu á úrgangslögum, dags. 16. mars 2012.

 

  1. Fjarskiptaþjónusta og gæði nettenginga í Bláskógabyggð.
    Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur þungar áhyggjur af því sinnuleysi hins opinbera og þjónustuaðila, sem dreifbýli í Bláskógabyggð er sýnt gagnvart gæða og öryggi talsímaþjónustu og tenginga við veraldarvefinn. Í Bláskógabyggð er mikill þungi ferðamannastraums, en þar er að finna mjög stóra ferðaþjónustuaðila ásamt þéttbýlisstöðunum Laugarvatn, Laugarás og Reykholt.  Víða á þessu svæði eru ferðaþjónustuaðilar í miklum vandræðum vegna lélegra fjarskiptatenginga og tenginga á veraldarvefinn.  Það hefur sýnt sig í sumar að bilanir hafa verið tíðar á símalínum og flutningshraði fyrir tölvutengingar algerlega óviðunandi í nútíma samfélagi með vaxandi kröfur viðskiptavina.
    Byggðaráð Bláskógabyggðar vill því beina kröfu sinni til ríkisvaldsins og viðkomandi þjónustuaðila að ráðin verði bót á þessari óviðunandi stöðu.  Brýn þörf er á að lagður verði ljósleiðari, eða aðrir sambærilegir kostir af gæðum og öryggi, að þessum þungu þjónustustöðum ferðamanna sem jafnframt gæfi íbúum svæðisins kost á nútíma síma- og netþjónustu.

 

  1. Umræða um stofnun félagsmiðstöðvar í Bláskógabyggð, sbr. dagskrárlið 1.2 á 124. fundi byggðaráðs.

Vísað er til afgreiðslu byggðaráðs á 124. fundi, dagskrárlið 1.2 þar sem Helga Kjartanssyni, Hrund Harðardóttur og Valtý Valtýssyni var falið að vinna greinargerð um stofnun félagsmiðstöðvar í Bláskógabyggð.

Lagt var fram minnisblað frá vinnuhópnum þar sem gerðar eru ákveðnar tillögur um stofnun félagsmiðstöðvar og starfsemi hennar verði samofin félagsstarfi Grunnskóla Bláskógabyggðar. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi greinargerð.

 

  1. Frágangur vegna kvikmyndatöku við Jarlhettur.
    Lokið hefur verið tökum vegna kvikmyndar við og á Jarlhettum. Starfsmenn á vegum kvikmyndaframleiðandans hafa unnið að frágangi svæðisins eftir kvikmyndatökurnar.  Oddviti Bláskógabyggðar hefur farið inn á afrétt og hitt hlutaðeigandi aðila.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir við frágang svæðisins fyrir sitt leyti.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.      Tölvuskeyti Kristins Baldurssonar, dags. 10. júlí 2012; skil á byggingarlóð.
Lagt fram tölvuskeyti Kristins Baldurssonar þar sem hann óskar eftir að skila byggingarlóð sem hann hefur fengið úthlutað á Laugarvatni, Traustatún 5.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að taka umrædda lóð til baka og endurgreiða Kristni Baldurssyni áður greidd gatnagerðargjöld í samræmi við samþykkt Bláskógabyggðar um gatnagerðargjöld.

7.2.      Tölvuskeyti Styrktarsjóðs Sólheima, dags. 3. júlí 2012; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Styrktarsjóðs Sólheima þar sem óskað var eftir fjárstuðningi við byggingu nýs gróðurhúss.  Erindinu hafnað.

7.3.      Bréf Hestamannafélagsins Trausta, sbr. bókun dagskrárliðar 7.4 á 125. fundi byggðaráðs.
Lagt fram minnisblað varðandi aðkomu sveitarfélagsins Bláskógabyggðar við uppbyggingu á aðstöðu á hesthúsa og keppnissvæði á Laugarvatni.  Einnig lagt fram samkomulag milli Hestamannafélagsins Trausta og Bláskógabyggðar um uppbyggingu á aðstöðu fyrir hestamenn á Laugarvatni, dagsett 1. maí 2006. Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Helga Kjartanssyni, Valtý Valtýssyni og Kristni J. Gíslasyni að ræða við forsvarsmenn Hestamannafélagsins Trausta um stöðu mála, áður en endanleg afgreiðsla styrkbeiðninnar verður tekin fyrir.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.      Bréf Þjóðskrár dags. 5. júlí 2012; umsögn um beiðni um endurmat fasteignamats.

8.2.      Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 9. júlí 2012; Samband orkusveitarfélaga, – breytingar á stjórn.

8.3.      Tölvuskeyti velferðarráðuneytis, dags. 4. júlí 2012; framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014.

8.4.      Afrit af bréfi HES, dags. 25. júní 2012; malarnáma í landi Syðri-Reykja.

8.5.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júlí 2012; nýsköpunarráðstefna, 30. október 2012.

8.6.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags 20. júní 2012; úthlutun úr námsgagnasjóði.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.