128. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 1. september 2011, kl 15:15

í Aratungu

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Smára Stefánssonar, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 8.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir byggðaráðs til staðfestingar:

1.1.          115. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.2.          116. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.3.          117. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.          Fundargerð umhverfisnefndar Bláskógabyggðar, dags. 28. apríl 2011.

 

Bókun Þ-lista

Þ-listinn getur ekki staðfest fundargerð umhverfisnefndar frá 28. apríl 2011 og situr hjá við afgreiðslu hennar. Fundargerðin sem nú er lögð fram til staðfestingar 4 mánuðum eftir að fundurinn var haldinn, sem og dreifibréf sem kom frá nefndinni í júní, ber með sér mikla vanþekkingu á sveitarfélaginu auk þess sem alvarlegar rangfærslur koma þar fram. Þ-listinn skorar á oddvita að sjá til þess að vandað verði betur til fundargerða undirnefnda sveitarstjórnar, sem öllum er stýrt af fulltrúum T-listans, auk þess sem bent er á að ákvarðanir nefnda ber að leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar áður en þær koma til framkvæmda.

 

Bókun Þ-lista

Að gefnu tilefni vill Þ-listinn ítreka að á fundum undirnefnda sveitarstjórnar eiga eingöngu seturétt kjörnir aðalmenn ásamt sveitarstjóra. Varamenn mæta einungis á nefndarfundi ef aðalmenn forfallast, sbr. 43. gr. Sveitarstjórnarlaga nr.45/1998 og 41. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Fulltrúar T-listans verða að fara að lögum og reglum eins og aðrir. 

 

Oddviti lagði til að afgreiðslu  fundargerðar verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

 

2.2.          3. verkfundur „Gatnagerð í Bláskógabyggð 2011“.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál – lýsing vegna endurskoðunar deiliskipulags þéttbýlisins á Laugarvatni.

Lögð fram tillaga Landforms ehf. dags. 31. ágúst 2011 að lýsingu fyrir deiliskipulag þéttbýlisins á Laugarvatni í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi lýsingu og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins.  Þá er skipulagsfulltrúa falið að standa fyrir kynningu fyrir íbúa sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjórn og skipulagsráðgjafa. Samþykkt samhljóða.

 

  1. Greinargerð sveitarstjóra Bláskógabyggðar vegna útjöfnunar á fjallskilakostnaði.

Vísað er til fyrri bókunar byggðaráðs Bláskógabyggðar þar sem óskað var eftir greinargerð sveitarstjóra um álagningu fjallskila á fjárlausar jarðir.

Lögð fram greinargerð sveitarstjóra er varðar ákvörðun um útjöfnun fjallskilakostnaðar.  Í greinargerðinni kemur fram það álit sveitarstjóra, að samkvæmt fjallskilasamþykkt Árnessýslu austan vatna, beri að greiða fjallskil skv. landverði að minnsta kosti 1/3 hluta og allt að 2/3 hluta skal jafnað niður á fjallskilaskyldan búpening.

Almennar umræður urðu um framlagða greinargerð.  Í ljósi þess að Héraðsnefnd Árnesinga er að endurskoða fjallskilareglugerð Árnesinga austan vatna, þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bíða eftir niðurstöðu endurskoðunar áður en almenn fyrirmæli um útjöfnun fjallskila verði send til fjallskilanefnda.

 

  1. Tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Bláskógabyggð.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Bláskógabyggð, til fyrri umræðu.  Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir árlegu eftirlitsgjaldi kr. 6.800 á hvert eftirlitsskylt býli.  Einnig er gert ráð fyrir sérstöku gjaldi, kr. 6.800, ef komi til haustskoðunar hjá einstaka býlum sem ekki hafa skilað inn skýrslu fyrir skilafrest.  Gert er ráð fyrir að umrædd gjaldtaka  uppfærist  til samræmis við breytingu á vísitölu neysluverðs án húsnæðis.

Umræða varð um framlagða tillögu að gjaldskrá.  Tillögunni vísað til síðari umræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

  1. Landskiptagjörð fyrir Kjarnholt 2.

Lagt fram bréf Lögmanna Suðurlandi, dags. 25. ágúst 2011, ásamt landskiptagjörð fyrir jörðina Kjarnholt 2, land 6, landnúmer 205291, ásamt uppdrætti og hnitasetningu.  Umrædd jörð er 15,5 ha að stærð og er tveimur landspildum skipt út úr jörðinni.  Annars vegar er um 2 ha spildu að ræða þar sem á standa íbúðarhús og bílskúr.  Hins vegar er um 1,2 ha spildu að ræða sem á standa fjárhús og hlaða.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við umrædd landskipti og samþykkir landskiptagjörðina fyrir sitt leyti.

 

  1. Refaveiðar.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 19. ágúst 2011, þar sem fram kemur að við afgreiðslu fjárlaga var ákveðið að ekki yrði fé varið í endurgreiðslu til sveitarfélaga vegna refaveiði.

Umræða varð um fyrirkomulag refaveiða í sveitarfélaginu í ljósi þessara breyttu forsendna. Ljóst er að um talsverðan kostnaðarauka er að ræða hjá sveitarfélaginu þegar ríkið hættir endurgreiðslum vegna refaveiða.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umræðu um stöðu refaveiða á næsta fundi Héraðsnefndar Árnessýslu.

 

 

 

  1. Gjöf Skálholtssóknar til Grunnskóla Bláskógabyggðar.

Við setningu Grunnskóla Bláskógabyggðar afhenti Signý Guðmundsdóttir fyrir hönd Þorrablótsnefndar Skálholtssóknar skólanum myndbandstökuvél, minniskort, tösku og þrífót til kennslu í upplýsingatækni.  Einnig gaf Skálholtssókn skólanum skanna sem getur myndað filmur og „slides“-myndir.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar innilega fyrir góðar gjafir til skólans.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.