128. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. ágúst 2012 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Smári Stefánsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       50. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 84. afgreiðslufundi byggingafulltrúa.

Vegna dagskrárliðar  nr. 23 þá samþykkir byggðaráð Bláskógabyggðar fyrirliggjandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012, Heiði.
Að öðru leyti er fundargerð samþykkt samhljóða.

1.2.       Fundargerð fjallskilanefndar Laugardals, dags. 23. ágúst 2011,  ásamt yfirliti yfir útjöfnun fjallskila fyrir árið 2011.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.3.       Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 13. ágúst 2012, ásamt fjallskilaseðlum fyrir árin 2011 og 2012 og reikningsskilum fyrir fjallskilasjóð Biskupstungna árið 2011.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       7. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

2.2.       8. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

Byggðaráð Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdir við hringtorgin í Reykholti og er verkið í heild sinni framkvæmdaraðilum og sveitarfélagi til sóma.  Jafnframt treystir byggðaráð því að gerðar verði úrbætur á ofanálögn á Skólabraut í Reykholti í takt við þær viðræður sem fram hafa farið milli fulltrúa sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.

2.3.       Fundur vegna tæmingar rotþróa, dags. 14. ágúst 2012.

2.4.       11. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

2.5.       218. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       Fundargerð 10. fundar skipulagsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.7.       456. fundur stjórnar SASS.

2.8.       457. fundur stjórnar SASS.

2.9.       2. verkfundur vegna ofanlagnar við Fontana, lokaúttekt.

 

 1. Skipulagsmál:

3.1.      Tillaga að deiliskipulagi 33 ha svæðis úr landi Kjóastaða.

Lögð fram tillaga að deiliskipulag yfir um 33 ha svæði (lnr. 212210) sem liggur upp að Biskupstungnabraut og Skeiða- og Hrunamannavegi og sem fyrirhugað er að nýta til hrossaræktar og uppgræðslu/garðyrkju. Innan svæðisins eru tveir byggingarreitir fyrir íbúðarhús og útihús og annar byggingarreitur fyrir sameiginlegt útihús. Tillagan hefur verið kynnt skv 2. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.2.      Tölvuskeyti Kristins J. Gíslasonar, sviðsstjóra, dags. 21. ágúst 2012; akvegur Hverabrekku. (Tilvísun: 125. fundur byggðaráðs, dagskrárliður 7.1)

Lagt fram tölvuskeyti frá Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.  Þar kemur fram að sviðsstjóri ásamt Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa, fóru á vettvang og skoðuðu aðstæður og möguleika á breyttri staðsetningu akvegar við Hverabrekku.  Niðurstaða þeirra er að ekki sé unnt að koma því við að flytja umræddan veg utar í brekkuna.  Byggðaráð samþykkir samhljóða niðurstöðu Kristins og Péturs Inga.

3.3.      Greinargerð um samráðsfund 17. ágúst 2012 um drög að landsskipulagsstefnu.

Lögð fram greinargerð um samráðsfund um drög að landsskipulagsstefnu, sem haldinn var þann 17. ágúst s.l.  Umræður urðu um samráðsfundinn og efni greinargerðarinnar.  Jafnframt varð umræða um drög að umhverfisskýrslu frá 20. ágúst 2012.

Drífa, Helgi og Margeir voru fulltrúar Bláskógabyggðar á samráðsfundinum.  Drífa og Helgi gerðu grein fyrir þeim umræðum sem urðu í vinnuhópum sem þau tóku þátt í.

3.4.      Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhús í landi Vatnsleysu.

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir nýtt fjárhús í landi Vatnsleysu í Bláskógabygg og verður það staðsett um 150 m suðvestur af núverandi vélageymslu/hesthúsi.  Samþykkt skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að leita eftir meðmælum Skipulagsstofnunar vegna umsóknarinnar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

 

 1. Undirskriftarlistar frá íbúum í Laugardal vegna læknisþjónustu á Laugarvatni.
  Lagt fram bréf frá íbúum á Laugarvatni ásamt undirskriftum 140 einstaklinga, þar sem skorað er á sveitarstjórn Bláskógabyggðar að tryggja óbreytta læknisþjónustu á Laugarvatni.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til sveitarstjórnar.

 

 1. Tillaga um stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra.
  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til sveitarstjórnar.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

6.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 13. júlí 2012; umsögn um leyfi til rekstur gististaðar í flokki III; Geysirgreenguesthouse, Árgili í Haukadal.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til rekstur gististaðar í flokki III í Geysirgreenguesthose í Árgili, Haukadal.  Umsækjandi er Kristmundur Árnason, kt. 300960-2439.

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist sú starfsemi sem sótt er um leyfi til því skipulagi sem í gildi er á staðnum.  Ekki eru gerðar athugasemdir við afgreiðslutíma staðarins.

6.2.      Tölvuskeyti Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 30. júlí 2012; beiðni um leyfi til að nýta gamla veginn um Tröllháls í rallkeppni.

Lagt fram tölvuskeyti Bifreiðaklúbbs Reykjavíkur þar sem óskað er eftir heimild til að nota gamla veginn um Tröllháls fyrir rallkeppni þann 8. september n.k.

Vegurinn yrði lokaður milli klukkan 10:15 og 11:30.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að vegurinn verði nýttur fyrir rallkeppni umræddan dag.

6.3.      Bréf frá Sorpu, Sorpurðun Vesturlands, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Sorpstöð Suðurlands, dags. 18. júlí 2012; staðarval fyrir nýjan urðunarstað.

Lagt fram bréf frá sorpsamlögum á Suður- og Vesturlandi þar sem kynnt er fyrirhuguð leit og staðarval á nýjum urðunarstað.  Gert er ráð fyrir að hvert og eitt sveitarfélag hafi tök á því að koma fram með tillögu um staðarval, að því gefnu að viðkomandi staður uppfylli þær kröfur sem gerðar eru fyrir slíka starfsemi.  Formlegt erindi til sveitarfélaga verður sent út í september 2012.

Oddvita sveitarstjórnar ásamt sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa falið að undirbúa þessa vinnu og þá helst í samstarfi við aðildarsveitarfélög að byggðasamlagi um skipulags- og byggingarmál í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.

6.4.      Tölvuskeyti frá skrifstofu menningarmála, dags. 23. ágúst 2012; boð um þátttöku á næsta fundi norrænna heimsminjastaða.

Lagt fram tölvuskeyti Ragnheiðar H. Þórarinsdóttur, skrifstofu menningarmála, þar sem boðin er þátttaka fulltrúa Bláskógabyggðar á næsta fundi norrænna heimsminjastaða.

Byggðaráð þakkar gott boð, en fyrirvarinn er of stuttur og ekki gert ráð fyrir slíkum kostnaði á fjárhagsáætlun ársins.  Því mun fulltrúi Bláskógabyggðar ekki taka þátt á umræddum fundi.

6.5.      Tölvuskeyti Þorvaldar Jónssonar, dags. 24. ágúst 2012; beiðni um leyfi til að planta trjám- og runnagróðri í opið svæði utan lóðarmarka við Bæjarholt, Laugarási.

Lagt fram tölvuskeyti Þorvaldar Jónssonar þar sem óskað er eftir leyfi til plöntunar trjáa í opið svæði utan við lóðarmörk sín.  Byggðaráð tekur vel í erindið og felur Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs og Ingólfi Guðnasyni að eiga viðræður við Þorvald og vinna að útfærslu og framkvæmd útplöntunar.

6.6.      Beiðni um leyfi til að halda Íslandsmeistaramót hundasleða á gamla Gjábakkaveginum milli Þingvalla og Laugarvatns þann 22. september 2012, sbr. tölvuskeyti dags. 23. ágúst 2012.

Fyrir liggur beiðni frá Sleðahundaklúbbi Íslands um að halda Íslandsmeistaramót í annað sinn á gamla Gjábakkaveginum þann 22. september n.k.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að vegurinn verði nýttur til þessarar keppni umræddan dag.

6.7.      Tölvuskeyti Margrétar Guttormsdóttur, dags. 20. ágúst 2012; beiðni um strætóstyrkur.

Lagt fram tölvuskeyti Margrétar Guttormsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk  til kaupa strætókorts, en hún er nemandi í Kvennaskóla Reykjavíkur.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita nemendum sem eiga lögheimili í Bláskógabyggð, en stunda fullt nám á framhaldsskóla- eða háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu, 15% afslátt af 3 og 9 mánaða persónubundnum íbúakortum gegn framvísun gilds skólaskírteinis og kvittunar fyrir kaupum á umræddu korti.

6.8.      Tölvuskeyti Maríu Sól Ingólfsdóttur, dags. 18. ágúst 2012; beiðni um námsvist í tónlistarskóla.

Lagt fram tölvuskeyti Maríu Sól Ingólfsdóttur þar sem fram kemur beiðni um námsvist í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið, en bendir á að kanna þarf hvort umrætt nám falli undir gildissvið reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnáms.  Ef nám fellur ekki innan gildissviðs þeirra reglna, þá má vísa til úthlutunarreglna Bláskógabyggðar vegna styrkveitinga til listnáms og listtengdra viðburða, að því gefnu að umrætt tónlistarnám falli að þeim skilyrðum sem þar eru sett.

6.9.      Bréf Félags eldri borgara Biskupstungna, dags. 31. júlí 2012; styrkbeiðni vegna íþróttastarfs.

Helgi Kjartansson víkur af fundi undir þessum dagskrárlið og Drífa Kristjánsdóttir tekur við stjórn fundarins.
Lagt fram bréf Félags eldri borgara Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk til að koma til móts við kostnað vegna íþróttastarfs félagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að styrkja félagið um kr. 60.000, enda er gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2012.

Helgi tekur aftur sæti á fundinum og tekur við fundarstjórn.

6.10.     Bréf Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 27. ágúst 2012; styrkbeiðni vegna útgáfu á „Í umferðinni“.

Lagt fram bréf Íþróttasambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk við verkefnið „Í umferðinni“.  Verkefnið felur í sér útsendingu á bæklingi til allra 6 ára barna í landinu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið að upphæð kr. 5.000.

 

 1. Efni til kynningar:

7.1.      Bréf Vegagerðarinnar, dags. 25. júlí 2012; úthlutun úr styrkvegasjóði 2012.

7.2.      Afrit af bréfi JP lögmanna til Umhverfisráðherra, dags. 8. ágúst 2012; athugasemdir Bláskógabyggðar við erindi umhverfisráðherra frá 11. júlí 2012.

7.3.      Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Ferðafélags Íslands, dags. 21. ágúst 2012; fjallasel í Þjófadölum.

7.4.      Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Ferðafélags Íslands, dags. 21. ágúst 2012; Fjallasel í Þverbrekknamúla.

7.5.      Bréf Fjármálaráðuneytis, dags. 16. ágúst 2012; ósk eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna.

7.6.      Skýrsla um 11kV dreifingu raforku fyrir garðyrkjubændur við Flúðir, Laugarás og Reykholt.

7.7.      Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. ágúst 2012; fundarröðin „Samstarf er lykill að árangri“.

7.8.      Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 23. ágúst 2012; notkun vélknúinna ökutækja við leitir.

Bréf verður áframsent til fjallskilanefnda í Bláskógabyggð.

7.9.      Bréf Velferðarvaktar, dags. 22. ágúst 2012; kveðjur og hvatning.

7.10.     Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 31. júlí 2012; DSKL –  Kjóastaðir.

7.11.     Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 31. júlí 2012; DSKL – Haukadalur 3, golfvöllur.

7.12.     Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 18. júlí 2012; málþingið „Lærum hvert af öðru – virkjun grunnþáttanna“.  Einnig meðfylgjandi tölvuskeyti framkvæmdastjóra Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 22. ágúst 2012.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15.