129. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 6. október 2011, kl 15:15

í Aratungu

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Kristín I. Haraldsdóttir sem varamaður Smára Stefánssonar,  Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 3.4.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð 118. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
    Staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.              12. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

2.2.              6. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

2.3.              45. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Staðfest samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.              Óveruleg breyting á staðfestu aðalskipulagi Laugardalshrepps; Eyvindartunga.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 vegna námu í landi Eyvindartungu. Stofnunin fellst á að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu þegar sett hafa verið skýr ákvæði um umgengni og frágang á vinnslutíma til þess að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif framkvæmdar við efnistöku á ferðamenn og nærliggjandi frístundabyggð. Þá þarf einnig að koma fram í skipulagsgögnum hvaða efnistökusvæði eru frágengin og/eða hefur verið lokað til þess að undirbyggja betur þörfina fyrir að skilgreina nýtt efnistökusvæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna tillögur að skilyrðum fyrir efnistöku í námunni og jafnframt að taka saman þær námur sem hafa verið aflagðar og lokið frágangi á.

3.2.              Tillaga um aðalskipulagsbreytingu Biskupstungnahrepps;  Skálpanes.

Nýlega staðfesti umhverfisráðuneytið breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 vegna skálasvæðis í Skálpanesi við Langjökul. Til að samræmi verði milli skipulagsstiga þarf að gera samsvarandi breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 og er sveitarstjórn sammála um að fara í þá vinnu við fyrsta tækifæri. Umfang ferðaþjónustu sem stunduð er í tengslum við svæðið kallar einnig á að hugað verði að því að unnið verði deiliskipulag fyrir skálasvæðið og nærliggjandi áhrifasvæði.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu aðalskipulags er varðar skálasvæði við Skálpanes, með það að markmiði að skipulagið komi til móts þær þarfir sem ferðaþjónustan á svæðinu hefur.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fara í vinnu deiliskipulags þegar forsendur aðalskipulagsbreytingarinnar liggur fyrir.

 

3.3.              Tillaga að deiliskipulagi Hvítárnesskála við Hvítárvatn.
Lögð fram deiliskipulags- og matslýsing fyrir Hvítárnesskála við Hvítárvatn.  Deiliskipulagið er unnið á vegum Ferðafélags Íslands í samvinnu við sveitarstjórn Bláskógabyggðar og skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Landform ehf. hefur verið falin skipulagsráðgjöf málsins og var heimild um gerð deiliskipulagsins samþykkt í skipulagsnefnd Uppsveita Árnessýslu þann 28. júlí 2011.

Sveitarstjórn fagnar því að deiliskipulag sé unnið af skálasvæðinu, enda svæðið og umhverfi þess viðkvæmt sem fara verður varlega um.  Sveitarstjórn ákvað fyrir 20 árum að setja á skipulag hálendismiðstöð í Árbúðum með það að markmiði að stemma stigu við ágangi í Hvítárnesi og til náttúruverndar.  Sveitarstjórn leggur áherslu á að ekki verði ráðist í frekari skálabyggingar í Hvítárnesi til verndunar ásýndar og umhverfis.  Litið verði til uppbyggingar hálendismiðstöðvarinnar Árbúða í því tilliti.

3.4.        Ósk um breytingu deiliskipulags þéttbýlisins í Reykholti.
Lagt fram bréf Steinars Á. Jensen og Hólmfríðar Geirsdóttur, dagsett 5. október 2011.  Í bréfinu kemur fram ósk um að deiliskipulagi Reykholts verði breytt á þann veg að Lyngbraut haldi tengingu við Biskupstungnabraut og að hliðgrind verði sem verið hefur og höfð opnanleg. Bréfritarar hafa verið í sambandi við Vegagerðina vegna þessa máls, og liggur fyrir jákvæð umsögn vegamálastjóra fyrir umræddri breytingu.
Þar sem breyting á afstöðu Vegagerðarinnar vegna þessarar vegtengingar liggur fyrir þá samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar samhljóða að setja umrædda beiðni í vinnuferil og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.  Í því felst vinna að tillögu um málsmeðferð og úrvinnsla.  Að fengnu áliti skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um afgreiðslu erindisins.

 

  1. Uppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011.

Lagt fram uppgjör Bláskógabyggðar fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011.  Uppgjörið hefur unnið KPMG Endurskoðun.

Helstu niðurstöður samstæðureiknings eru:

Rekstrartekjur                                                   kr.            538.970.599

Rekstrargjöld                                                     kr.            499.103.116

Fjármagnsgjöld                                                 kr.             -42.712.215

Rekstrarniðurstöður                                          kr.              -2.844.732

 

Í þessu uppgjöri er búið að hlutfalla fasteignagjöld við 8 mánuði, s.s. fasteignaskatt, sorpgjald, holræsagjald og vatnsskatt.  Alls eru því um 90 milljónir króna af tekjum sveitarfélagsins ekki teknar inn í þetta uppgjör en þeim er ætlað að mæta rekstrarútgjöldum á síðasta þriðjungi ársins.

 

  1. Tillaga að undirbúningi að byggingu leikskóla í Reykholti.

Fulltrúar Þ-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að stofna vinnuhóp til að hefja undirbúning að nýrri leikskólabyggingu í Reykholti. Hlutverk vinnuhópsins verður að vinna þarfagreiningu fyrir nýjan leikskóla og er lagt til að hann skili tillögum sínum til sveitarstjórnar eigi síðar en í maí 2012. Lagt er til að vinnuhópinn skipi, leikskólastjóri Álfaborgar, formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri en hann verði jafnframt formaður vinnuhópsins.

 

Umræða varð um framlagða tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir að tillögu Þ-lista verði frestað um sinn, en að hafin verði vinna við að marka stefnu í skólastarfi grunnskólans og leikskólans. Slík stefnumörkun er ein af  frumforsendum þeirrar vinnu sem tillaga Þ-lista gengur út á.  Skólaþingið sem haldið var  30. mars 2011 og skólastefnuvinnan sem unnin hefur verið í kjölfarið, hefur gefið nýja sýn á möguleika til breytinga í skólastarfinu og er mikilvægt að setja fram ferskar hugmyndir til eflingar og hagræðingar í skólahaldi.  Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna vinnuhóp sem geri tillögur að eflingu skólastiganna, framtíðarfyrirkomulagi og hagræðingu í innra starfi þeirra. Vinnuhópurinn leggi tillögur sínar fyrir desemberfund sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa eftirtalda aðila í umræddan vinnuhóp:

Drífa Kristjánsdóttir, oddviti

Margeir Ingólfsson

Bryndís Böðvarsdóttir, formaður fræðslunefndar

Sveitarstjóri vinni með vinnuhópnum.

 

  1. Innsend erindi:

6.1.            Bréf Efnamóttökunnar hf. dagsett 30. september 2011; uppsögn á samningi um söfnun raftækjaúrgangs.
Lagt fram bréf Efnamóttökunnar hf. þar sem samningi um söfnun raftækjaúrgangs er sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara.  Uppsögn taki gildi eftir 31. desember 2011.  Jafnframt býður Efnamóttakan hf. upp á framlengingu samningsins frá 1. janúar 2012 með þeim fyrirvara að fyrir þann tíma hafi stjórnvöld eytt allri óvissu um kostun á söfnun og förgun raftækja og að sveitarfélög verði ekki fyrir auknum kostnaði af þessum málaflokki.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Efnamóttökuna frá 1. janúar 2012 með þeim fyrirvara sem fram kemur í erindinu.

6.2.            Bréf Gallerís Laugarvatni ehf. dags. 22. september 2011; Vegur og plan Háholti 1, Laugarvatni.

Lagt fram bréf frá Gallerí Laugarvatn ehf, þar sem óskað er eftir því að sett verði upp vindmön norðan við Galleríið til skjóls fyrir norðanáttinni sem nær sér vel upp við þetta efsta hús götunnar.  Jafnframt er bent á nauðsyn þess að bæta efni í veg og plan við húsið, en það hefur sigið um 40 – 50 cm frá því að húseigendur settu síðast perlumöl í það.

Brugðist verður við með aðgerðum vegna efnissigs götu og plans.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa beiðni bréfritara um vindmön til vinnuhóps sem er að endurskoða deiliskipulag þéttbýlisins á Laugarvatni.  Þar verði þeirri spurningu svarað hvort slíkar aðgerðir samræmist skipulagsskilmálum.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.            Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. september 2011; Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga á stjórnsýslu sveitarfélaga.

7.2.            Bréf umhverfisráðuneytisins til Landsambands sumarhúsaeigenda, dags. 21. september 2011; kæra Landsambands sumarhúsaeigenda.

7.3.            Bréf umhverfisráðuneytisins til umhverfisstofnunar, dags. 30. september 2011; kæra Landssambands sumarhúsaeigenda.

7.4.            Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 28. september 2011; Ungt fólk 2011 í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla.

 

 

 

Fundi slitið kl. 17.10.