129. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 26. september 2012 kl. 13:30.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Valgerður Sævarsdóttir sem varamaður Drífu Kristjánsdóttur, Margeir Ingólfsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       51. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps ásamt 85. og 86. afgreiðslufundum byggingafulltrúa.

Afgreiðsla einstaka dagskrárliða sem varða Bláskógabyggð:

Nr. 2     Umsókn um stöðuleyfi fyrir 70 fm skála og 200 fm bogaskemmu við Skálpanesveg við Geldingafell.  Gögn málsins lögð fram.  Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.

Nr. 3     Lagðar fram fundargerðir 85. afgreiðslufundar dags. 29. ágúst 2012 og 86. afgreiðslufundar dags. 19. september 2012.  Byggðaráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 7     Ósk um að fá leyfi til byggingar 42 fm sumarhúss á 5,8 ha spildu úr landi Holtakots, lnr. 176853.  Gögn málsins lögð fram.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að senda nýtt erindi til skipulagsstofnunar í samræmi við 1. tl. bráðabirgðaákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 18   Deiliskipulagtillaga fyrir fjallaselið í Þjófadölum ásamt umhverfisskýrslu.  Gögn málsins lögð fram.
Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst.

Nr. 19   Deiliskipulagtillaga fyrir fjallaselið í Þverbrekknamúla. Gögn málsins lögð fram.
Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst.

Nr. 20   Tillaga að breytingu deiliskipulags orlofs- og frístundasvæðis Félags bókagerðarmanna í landi Miðdals.  Gögn málsins lögð fram.
Byggðráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 21   Tillaga að breytingu deiliskipulags fyrir 5 sumarhúsalóðir í landi Úthlíðar 2.  Gögn málsins lögð fram.
Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.  Byggðaráð lítur svo á að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum og/eða leigjendum þeirra lóða sem breytast.

Að öðru leyti er fundargerðir samþykktar samhljóða.

Byggðaráð leggur til að fundargerðir skipulagsnefndar verði teknar fyrir og afgreiddar hjá sveitarstjórn nema þegar sveitarstjórn veitir byggðaráði umboð til fullnaðarafgreiðslu skipulags- og byggingarmála s.s. í sumarleyfi sveitarstjórnar.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       9. verkfundur vegna hringtorga við Reykholt.

2.2.       9. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

2.3.       10. fundur velferðarnefndar Árnesþings ásamt ársskýrslu 2011 og stöðuskýrslu fyrir tímabilið janúar til ágúst 2012.

2.4.       Fundargerð NOS, dags. 18. september 2012.

2.5.       141. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.6.       458. fundur stjórnar SASS.

2.7.       459. fundur stjórnar SASS.

2.8.       799. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  1. Styrkveitingar vegna vegahalds í frístundahúsahverfum.

Lagðar voru fram umsóknir frá frístundahúsafélögum um styrki vegna vegahalds.  Alls sóttu fimm frístundahúsafélög um styrk, en umsóknarfrestur rann út þann 15. september s.l.
Samkvæmt úthlutunarreglum Bláskógabyggðar þá verða veittir styrkir til þessara fimm aðila, en heildar styrkfjárhæð þessa árs mun þá nema kr. 724.573.   Styrkfjárhæð til einstaka aðila verður:

Heiðarbyggð (Útey)                                          kr.               49.573

Holtahverfi (Reykjavöllum)                                kr.              200.000

Vörðuhlíð  (endurnýjuð umsókn)                         kr.              120.000

Miðdalsfélagið                                                 kr.              155.000

Efstadalsfélagið                                               kr.              200.000

Byggðaráð samþykkir samhljóða að gera þá tillögu að veita umrædda styrki með fyrirvara um að öll gögn berist sveitarfélaginu fyrir lok árs 2012, þ.e. sundurliðun kostnaðar ásamt afritum af greiddum reikningum fyrir umræddum framkvæmdum.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.      Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 3. september 2012; frumvarp til náttúruverndarlaga.
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra, þar sem bent er á nokkra þætti frumvarpsins sem þyrfti að skoða betur.  Málinu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar 4. október n.k.  Unnið verði að umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir þann tíma og sveitarstjóra falið að sækja um frest til að senda inn athugasemd til 5. október n.k.

4.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 20. september 2012; frumvarp til laga um málefni innflytjenda (64. mál).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við frumvarpið.

4.3.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. september 2012; frumvarp til laga um barnaverndarlög (65. mál).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við frumvarpið.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

5.1.      Bréf SASS, dags. 17. september 2012;  rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi.
Lagt fram bréf SASS er varðar rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi ásamt tillögu að akstursáætlun fyrir næsta ár.   Fram kom í bréfinu að Strætó hefur gögn um nýtingu vagna og fjölda farþega, en ekki eru slíkar upplýsingar um nýtingu vagna í uppsveitum Árnessýslu. Byggðaráð óskar eftir því við SASS að þessar upplýsingar berist sveitarfélaginu þegar / ef þær liggja fyrir, svo hægt verði að glöggva sig betur á nýtingu þjónustunnar.

5.2.      Bréf stjórnar sumarhúsaeigendafélagsins Vörðuhlíðar, dags. 16. september 2012; Krafa um að ákvæðum samþykktar Bláskógabyggðar um hundahald sé framfylgt.

Lagt fram bréf frá stjórn sumarhúsaeigendafélagsins Vörðuhlíðar þar sem kvartað er yfir lausagöngu hunda á svæðinu.  Byggðaráð þakkar bréfritara ábendinguna og felur Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs, að ræða við eigendur viðkomandi hunda og gæta þess að samþykkt Bláskógabyggðar um hundahald verði ekki brotnar. Mikilvægt er að eigendum umræddra hunda verði gerð grein fyrir stöðu sinni skv. samþykkt sveitarfélagsins og afleiðingum vegna brota á umræddri samþykkt.

5.3.      Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 18. september 2012; beiðni um að fá að halda réttaball í Aratungu í september 2013.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir því að fá að halda réttaball í Aratungu í september  2013.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela Björgunarsveit Biskupstungna að sjá um réttaballið í Aratungu haustið 2013.

5.4.      Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 18. september 2012; ósk um styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna réttaballs 2012.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna réttaballs sem haldið var í september 2012.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna réttaballsins 2012.

5.5.      Tölvuskeyti skólastjóra leikskólans Álfaborgar og Grunnskóla Bláskógabyggðar dags. 12. september 2012;  beiðni um lokun skólanna vegna málþings menntamálaráðuneytis 31. október 2012.

Lagt fram tölvuskeyti frá skólastjórum Álfaborgar og Grunnskóla Bláskógabyggðar þess efnis að óskað er eftir afstöðu byggðaráðs Bláskógabyggðar um að skólum sveitarfélagsins verði lokað eftir hádegi þann 31. október n.k. til þess að allir starfsmenn skólanna geti tekið þátt í málþingi um námsskrár sem haldin verður á Selfossi.

Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti að starfsfólki skólanna verði gefinn kostur á sækja umrætt málþing.  Ef skólum verður lokað eftir hádegi þann 31. október n.k. er nauðsynlegt að kynning fari fram tímalega innan skólasamfélagsins.

5.6.      Bréf  Svavars K. Lútherssonar, dags 6. september 2012; málefni OpenStreetMap.

Lagt fram bréf Svavars K. Lútherssonar varðandi gagnasöfnun fyrir verkefnið OpenStreetMap. Óskað er eftir gögnum frá sveitarfélögum sem felast í deiliskipulögum og aðalskipulögum sveitarfélaga.

Erindinu vísað til embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.      Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. september 2012; endurskoðun viðmiðunarreglna vegna grunnskólanemenda.

6.2.      Gjaldskrá fyrir leyfisveitingar og þjónustu skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps (birt 22. ágúst 2012).

6.3.      Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 13. september 2012; fornleifar við Hvítárvatn.

6.4.      Afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Skálholtsstaðar, dags. 10. september 2012; fyrirhuguð niðurfelling Rektorsvegar af vegakrá.

6.5.      Afrit af bréfi sveitarfélagsins Skagafjarðar til fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 13. september 2012; fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar.

6.6.      Bréf Alþingis, dags. 3. september 2012; fundir með fjárlaganefnd Alþingis.

6.7.      Bréf Loftmynda ehf, ódagsett; þjónusta Loftmynda við sveitarfélög.

6.8.      Fundarboð hluthafafundar Gufu ehf, sem haldinn verður 24. september 2012.

6.9.      Fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012, sem haldinn verður 26. september 2012.

6.10.     Fundarboð ársfundar Vinnumálastofnunar 2012, sem haldinn verður 28. september 2012.

6.11.     Drög að Landsskipulagsstefnu 2013-2024.

6.12.     Ungt fólk 2012.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.