13. fundur

13. fundur Fræðslunefndar Bláskógabyggðar
þriðjudagur 25. október 2011
Grunnskólinn Reykholti

Sameiginlegur vinnufundur v. skólastefnu

Mætt: Bryndís Böðvarsdóttir formaður (BB), Smári Stefánsson ritari (SS), Valgerður
Sævarsdóttir varaformaður (VS), Hrund Harðardóttir skólastjóri (HH), Sigurlaug
Jónsdóttir fulltrúi kennara (SJ). Agnes Heiður Magnúsdóttir fulltrúi starfsmanna (AHM),
Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri Gullkistunnar (SBA), Júlíana Tyrfingsdóttir
leikskólastjóri Álfaborg (JT), Ragnhildur Sævarsdóttir fulltrúi foreldra á Gullkistu (RS).
Guðný Tómasdóttir áheyrnarfulltúri frá Grímsnes- og Grafningshreppi (GT).

Forfallaðir: Heiða Björg Hreinsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum, Henrietta Ósk
Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra í Álfaborg (HB),

1.  Áframhaldandi vinna við gerð skólastefnu Bláskógabyggðar. Unnið var út frá
drögum sem sveitarstjórn fékk til umsagnar í júní og gekk þessi vinna vel.
Stefnum á að ljúka gerð skólastefnunnar á næstu vikum.
2.  Önnur mál:
a)  Hrund skólastjóri vísaði í greinargerð sem hún og Sigmar aðstoðarskólastjóri
höfðu skrifað fræðslunefnd þar sem þau leggja til að elstu bekkir grunnskólans
á Laugarvatni stundi alfarið sitt nám í Reykholti. Með þessu fyrirkomulagi fá
nemendur tækifæri til að stunda nám með jafnöldrum, í stærri hópum (þó ekki
fjölmennum) og styrkjast félagslega. Telja þau að faglegum og félagslegum
þörfum nemenda sem nú stunda nám á Laugarvatni verði betur sinnt með
sameiningu.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var tilnefndur vinnuhópur sem gerir tillögur að
eflingu skólastigaanna, framtíðarfyrirkomulagi og hagræðingu í innra starfi.
Vinnuhópurinn leggur tillögur sínar fyrir desemberfund sveitarstjórnar og
hefur fengið greinargerð skólastjórnenda í hendurnar.
b)  Guðný kom með fyrirspurn/beiðni til grunnskólans varðandi skráningu á
heimanám. Hrund ætlar að taka málið til athugunar.

Fundi slitið kl 17.00