13. fundur

13. fundur menningarmálanefndar
16. október, Miðholti 21, 801 Selfoss
Mætt: Skúli Sæland form., Kristinn Bjarnason ritari, Sigurlína Kristinsdóttir.

1.  Átthagafræðinámskeið.
Frestað vegna ónægrar þátttöku fram yfir áramót. Samþykkt að koma betri kynningu
til sveitunga eða/og sveitir.is þegar námskeiðið verður haldið.

2.  Samstarf Bláskógaskóla og Þjóðgarðsins á Þingvöllum.
S.S kannar stöðu mála hjá skólastjóra og Einari Sæm. upplýsingafulltrúa.

3.  Bókasafnið í Bláskógaskóla
Menningarnefnd hvetur skólastjórn að hlúa að þörfum yngstu notendum safnsins.

4.  Skálholtsfélagið
Menningar nefnd lofar framtak við stofnun þessa félags og vonast að sveitungar taki
þessu jákvætt.

5.  Menningarviðurkenningar
Stefnt er að veitingu menningarviðurkenningar á aðventunni 2013.

6.  Annað
1.  Menningargöngur. Menningarnefnd Bláskógabyggðar stóð fyrir 4
menningargöngum í sumar. Göngurnar voru í Haukadal, Laugarási,
Laugarvatni og Bergstöðum.
Þátttaka var allmennt góð og jákvæð viðbrögð fengust frá gestum.
Menningarnefndin stefnir á að endurtaka leikinn næsta sumar.
2.  Stefna að listagjörningi/kynningu með listamanni á vinnustofu, til handa
fjölskyldufólki sem áhuga hafa á vinnubrögðum viðkomandi næsta sumar.
3.  Menningarnefnd lýsir ánægju yfir atburði Upplits föstudagskvöldið 18. okt. í
gamla Héraðsskólahúsnæðinu í tilefni af afmæli ML, þar sem sýndar verða
upptökur af gömlum sjónvarpsþáttum tengdum mennta-og menningarsetrinu á
Laugarvatni.
4.  Félag skapandi greina á Suðurlandi er í undirbúningi og S.S er í
undirbúningsnefnd.
5.  Menningarnefnd þakkar vinum Aratungu fyrir velheppnaðan dag þegar hátíðin
2 úr Tungunum var haldin þann 17 ágúst síðastliðin. Vonum við að þetta sé
hátíð sem komin er til að vera.


Ritari
Kristinn Bjarnason