130. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 3. nóvember 2011, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson,  Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

 

Oddviti lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr liður 4.4.  Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerð 119. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.              13. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.         158. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

3.2.         55. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.

3.3.         Fundargerð NOS, dags. 24. október 2011.

 

 1. Skipulagsmál:

4.1.              Óveruleg breyting á staðfestu aðalskipulagi Laugardalshrepps; Eyvindartunga.
Vísað til dagskrárliðar 3.1 í fundargerð 129. fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Lögð var fram tillaga að endurskoðaðri greinargerð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, vegna námu í landi Eyvindartungu til að koma til móts við bréf Skipulagsstofnunar, dags. 9. ágúst 2011.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða framlagða endurskoðaða greinargerð með breytingunni og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.  Ef Skipulagsstofnun fellst á endurskoðaða greinargerð og telur hana fullnægjandi, þá er skipulagsfulltrúa falið að ljúka vinnslu þessa máls sem óverulega breytingu á aðalskipulaginu.

4.2.              Umsögn um frumvarp til breytingar á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Vísað til dagskrárliðar  3.1 í fundargerð 119. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags. 28. október 2011, þar sem gefin er umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Í umsögninni koma fram athugasemdir við 9. grein frumvarpsins, en hún fjallar um framkvæmdir sem falla undir ákvæði laganna sbr. viðauka 1.

Sveitarstjórn tekur undir fram lagðar athugasemdir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að skila inn athugasemdum sem tekur mið af umræðum sem fram fóru á fundinum ásamt athugasemdum skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

4.3.              Hugmyndir um göngustíg á Vörðufell ásamt aðstöðu fyrir ökutæki.
Oddviti greindi frá hugmyndum um aðkomu fyrir göngufólk að Vörðufelli.  Jafnframt hugmyndir um aðstöðu fyrir bifreiðar, sem nýtast myndi þeim sem ganga vilja á Vörðufell og nýta umrædda aðkomuleið.  Lagður var fram uppdráttur sem sýnir afstöðu göngustígs, girðinga og bílaplans.

Sveitarstjórn samþykkir hugmyndina fyrir sitt leyti, en felur skipulagsfulltrúa að fara með málið í grenndarkynningu.  Nauðsynlegt er að framkvæmdin hafi verið kynnt hlutaðeigandi aðilum áður en leyfi er gefið fyrir framkvæmdunum.

4.4.        Ósk Umhverfisstofnunar sem kom fram í tölvuskeyti til byggingafulltrúa þann 2. nóvember 2011 um framkvæmdaleyfi til að setja niður undirstöður fyrir stiga á Gullfosssvæðinu, við hlið núverandi stiga.

Sveitarstjórn getur ekki samþykkt framkomna beiðni um framkvæmdaleyfi enda er nauðsynlegt að leggja fram gögn skv. mannvirkjalögum.  Nauðsynlegt er líka að huga vel að öllu er varðar Gullfosssvæðið í ljósi verndunarsjónarmiða og ekki liggur fyrir hvernig lagfæringar þarf að fara í á landi undir væntanlegum stiga.

 

 1. Uppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011.
  Lagt fram leiðrétt uppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2011. Umrætt uppgjör hefur verið í skoðun hjá skrifstofu sveitarfélagsins og nauðsynlegt er að færa ákveðnar leiðréttingar.  Umræddar lagfæringar munu gera rekstrarniðurstöðu reikningsins jákvæða, en munu ekki hafa nein áhrif á sjóðstreymi.

 

 1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2011.
  Sveitarstjóri lagði fram og skýrði tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011. Gerð er tillaga um eftirfarandi breytingar á rekstri sjóða Bláskógabyggðar:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2011, þar sem rekstrarniðurstaða samstæðureiknings verði jákvæð að upphæð kr. 13.454.000.

 

 1. Forsendur fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2012 ásamt frumdrögum.
  Lögð fram drög að bréfi sveitarstjóra til stjórnenda stofnana Bláskógabyggðar. Í bréfinu eru lagður fram grunnur að vinnu við gerð fjárhagsáætlana, sem fyrir liggur á næstu vikum.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þær grunnforsendur sem fram koma í bréfinu m.t.t. verðlagsbreytinga og breytinga á fjárheimildum rekstrarliða.

Fyrstu frumdrög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012 voru lögð fram og rædd.  Sveitarstjóra falið að útbúa fjárhagsramma fyrir stofnanir og deildir Bláskógabyggðar, á grundvelli framlagðra forsendna, þannig að stjórnendur geti hafið vinnu við fjárhagsáætlanagerð sem allra fyrst.

 1. Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 20. október 2011; Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd.

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd frá Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tilnefna Margeir Ingólfsson sem fulltrúa Bláskógabyggðar í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 3.

 1. Trúnaðarmál.
  Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Húsvarsla eigna sveitarfélagsins í Reykholti.
  Lögð fram tillaga að starfslýsingu fyrir umsjónarmann fasteigna í Reykholti. Um er að ræða nýtt starf sem er metið í starfsmatsflokki sem Húsvörður 1.

Umræða varð um fyrirliggjandi drög að starfslýsingu.  Skerpa þarf á ákvæðum um daglegan vinnutíma og vinnufyrirkomulag almennt þannig að sem minnst verði af túlkunaratriðum í takt við umræður sem voru á fundinum.  Sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs falið ásamt sveitarstjóra að fullklára starfslýsinguna.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs heimild til þess að auglýsa umrætt starf með það að markmiði að ráðið verði í stöðuna frá 1. janúar 2012.

 

 1. Innsend erindi:

11.1.        Bréf Margrétar Elínar Egilsdóttur, dags. 28. október 2011; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Margrétar Elínar Egilsdóttur þar sem hún óskar eftir fjárstyrk vegna leigu á íþróttasal fyrir kvennaleikfimi frá september 2011 til maí 2012.  Leiga fyrir umrætt tímabil er kr. 150.000.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk sem nemur helming leigukostnaðar gegn framvísun greidds reiknings fyrir leigu, þó að hámarki 75.000 fyrir leigu fram í maí 2012.

11.2.        Bréf Stórsögu ehf, dags. 31. október 2011; umsókn um aðstöðu fyrir víkingaveröld.

Lagt fram bréf Stórsögu ehf þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir víkingaveröld.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa Stórsögu um mögulegt landsvæði fyrir starfsemina og uppbygginguna. Tillögum verði skilað til sveitarstjórnar við fyrstu hentugleika til endanlegrar afgreiðslu.

11.3.        Tölvuskeyti Sagaz ehf, dags. 28. október 2011; Ísland 2010 – atvinnuhættir og menning.

Lagt fram tölvuskeyti Sagaz ehf. þar sem óskað er eftir þátttöku Bláskógabyggðar í ritinu Ísland 2010 – atvinnuhættir og menning.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vera í samstarfi við Hrunamannahrepp, Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Grímsnes- og Grafningshrepp um að kynna sveitarfélögin saman í einni opnu, ef um slíkt næst eining milli sveitarfélaganna.

11.4.        Bréf Gufu ehf,  dags. 31. október 2011; Hlutafjáraukning Gufu ehf.

Lagt fram bréf Gufu ehf. þar sem óskað er eftir hlutafjáraukningu í félaginu.  Farið er fram á að Bláskógabyggð auki hlut sinn um kr. 6,5 milljón.  Hluta af þeirri upphæð, eða kr. 3.598.698, sem nemur skuld Gufu ehf við Bláskógaveitu, verði skuldajafnað.  Síðan verði þeim tæpu 3 milljónum króna sem upp á vantar jafnað á móti fasteignagjöldum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auka hlut sinn í félaginu um  4,5 milljón króna til viðbótar því hlutafé sem sveitarfélagið hefur áður skráð sig fyrir og jafna það á móti fasteignagjöldum.

11.5.        Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 25. október 2011;  Landsskipulagsstefna 2012 – 2024.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem gerð er grein fyrir vinnslu tillögu að landsskipulagsstefnu 2012 – 2024.  Jafnframt er þeim sveitarfélögum, sem áhuga hafa á, að eiga fulltrúa á samráðsvettvangi.  Tilnefning einstaklinga til þátttöku á samráðsvettvangi skal vera lokið fyrir 15. nóvember n.k.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tilnefna eftirtalda aðila:

Drífa Kristjánsdóttir, oddviti

Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri

Margeir Ingólfsson, sveitarstjórnarmaður

 

 

Fundi slitið kl. 19:00.