130. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. október 2012 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, Ólafs Arnar Haraldssonar (Þjóðgarðurinn á Þingvöllum) og Svans Bjarnasonar (Vegagerðin).

Mættir voru til fundar við byggðaráð Bláskógabyggðar Ólafur Örn Haraldsson frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Svanur Bjarnason frá Vegagerðinni.  Umræðuefnið er umferðatakmarkanir innan Þjóðgarðsins á Þingvöllum.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.       7. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.

Í fundargerðinni eru settar fram tvær tillögur til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.  Annars vegar tillaga að menningarviðurkenningu Bláskógabyggðar og hins vegar tillaga að menningarsjóði Bláskógabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessum tillögum til næsta fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Fundargerð staðfest að öðru leyti.

2.2.       51. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Samþykkt samhljóða.

2.3.       Oddvitafundur, haldinn 10. október 2012, ásamt minnisblaði.
Umræða varð um hugmyndir um stofnun tæknisviðs sem myndi þjónusta sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.  Meðfylgjandi fundargerð er minnisblað þar sem gert er grein fyrir hugmyndum um stofnun byggðasamlags um þjónustuna.  Byggðaráð vísar þessum dagskrárlið til sveitarstjórnar en staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.       90. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.

3.2.       11. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

3.3.       142. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

3.4.       144. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

3.5.       460. fundur stjórnar SASS.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 19. október 2012; frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (55. mál).

Lagt fram frumvarp til laga um kosningar til Alþingis.  Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

4.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 21. september 2012; frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (155. mál).

Lagt fram frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.  Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 

  1. Árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar; janúar – ágúst 2012.

          Lagt fram árshlutauppgjör sveitarsjóðs Bláskógabyggðar fyrir tímabilið 1. janúar – 31. ágúst 2012. Uppgjörið hefur unnið KPMG Endurskoðun.

Helstu niðurstöðutölur samstæðureiknings eru:

Rekstrartekjur                                                        kr.       565.254.000

Rekstrargjöld                                                          kr.       489.546.000

Fjármagnsgjöld                                                      kr.        -36.527.000

Rekstrarniðurstaða                                               kr.         39.181.000

 

Í þessu uppgjöri er búið að hlutfalla fasteignagjöld við 8 mánuði, s.s. fasteignaskatt, sorpgjald, holræsagjald og vatnsskatt.  Þriðjungur af þessum álögðu gjöldum eru ekki teknar inn í þetta uppgjör en þeim er ætlað að mæta rekstrarútgjöldum á síðasta þriðjungi ársins.

 

  1. Fyrstu drög að fjárlögum sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 2013.

          Sveitarstjóri kynnti stöðu mála við vinnu fjárlaga sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 2013 – 2016.  Hann kynnti tölvukerfi sem nýtt er við þessa vinnu og hvaða vinnuferlar verða við hafðir.  Fyrri umræða um fjárlög sveitarsjóðs Bláskógabyggðar mun eiga sér stað á næsta fundi sveitarstjórnar þann 1.nóvember n.k.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.      Beiðni um skólavist í Sæmundarskóla skólaárið 2012 – 2013.
Lögð fram beiðni um skólavist fyrir nemanda úr Bláskógabyggð, óskað er eftir samþykki Bláskógabyggðar um skólavist í Sæmundarskóla, Reykjavík, skólaárið 2012 – 2013.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fram lagða beiðni með þeim fyrirvara að greitt verði samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

7.2.      Tölvuskeyti Gríms Hákonarsonar, dags. 23. október 2012; lokun Sambíóanna á Selfossi.

Lagt fram tölvuskeyti Gríms Hákonarsonar þar sem fram kemur áskorun vegna lokunar Sambíóanna á Selfossi.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir þau sjónarmið, sem fram koma í skeytinu, að nauðsynlegt er að halda áfram að starfrækja kvikmyndahúsið á Selfossi.  Lokun þess er stórt bakslag í menningarstarfi á Suðurlandi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hvetur til þess að fundin verði lausn með það að markmiði að kvikmyndahúsið á Selfossi verði starfrækt áfram.

7.3.      Bréf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, dags. 1. október 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þar sem óskað er eftir fjárstyrk  til reksturs sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal.  Í Reykjadal kom einn einstaklingur í eina viku frá Bláskógabyggð.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að leggja til framlag vegna sumarsins 2012 kr. 43.800.

7.4.      Bréf Landssambands hestamannafélaga, dags. 3. október 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Landssambands hestamanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að standa undir kostnaði við skráningu reiðleiða og að setja þær á loftmyndagrunn.  Þessi grunnur myndi síðan verða nýttur í kortasjá sem er öllum opin og aðgengileg á netinu.
Byggðaráð tekur vel í erindið og samþykkir að skoða fjárveitingu til verkefnisins með fyrirvara um að önnur sveitarfélög muni styrkja verkefnið einnig.  Byggðaráð væntir þess að fá upplýsingar um afstöðu annarra sveitarfélaga frá Landssambandi hestamanna þegar hún liggur fyrir.  Þá mun byggðaráð taka endanlega ákvörðun um styrkveitingu til verkefnisins.

7.5.      Tölvuskeyti Skúla Sæland, dags. 14. október 2012;  beiðni um endurgjaldslaus afnot af Aratungu vegna hæfileikakeppni Uppsveita Árnessýslu.

Lagt fram tölvuskeyti stjórnar Upplits, menningarklasa Uppsveita Árnessýslu, þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu í tengslum við hæfileikakeppni Uppsveita Árnessýslu. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk á móti því sem nemur húsaleigu Aratungu vegna keppninnar.

7.6.      Bréf Vina Tungnarétta, dags. 15. október 2012; beiðni um styrk á móti húsaleigu í Aratungu.

Lagt fram bréf Vina Tungnarétta þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu vegna sveitaballsins Tvær úr Tungunum sem haldið var þann 25. ágúst s.l.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk á móti því sem nemur húsaleigu í Aratungu.

7.7.      Tölvuskeyti Sigurðar Á. Martinssonar, dags. 17. október 2012; Ironman keppni á Íslandi.

Lagt fram tölvuskeyti Sigurðar Á. Martinssonar þar sem kynntur er möguleiki á að halda Ironman keppni á Íslandi.   Fram kemur í skeytinu að Laugarvatn væri tilvalinn staður til að halda slíka keppni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur vel í erindið og telur verkefnið spennandi.  Byggðaráð lýsir sig reiðubúið til viðræna við skipuleggjendur keppninnar.

7.8.      Bréf SÁÁ, dags. 4. október 2012; átakið „Betra líf!“.

Lagt fram bréf SÁÁ þar sem kynnt er átakið Betra líf! – mannúð og réttlæti.  Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur ekki afstöðu til erindisins og mun ekki gerast bindandi aðili að verkefninu.

7.9.      Tölvuskeyti Friðriks Erlingssonar, dags. 22. október 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Friðriks Erlingssonar þar sem óskað er eftir stuðningi við uppfærslu óperu sem byggir á örlaga- og ástarsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur  í Skálholti.

Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur vel í erindið og lýsir því yfir að sveitarfélagið sé tilbúið að styðja verkefnið s.s. með aðstöðusköpun fyrir æfingar ef húseignir sveitarfélagsins eru nýttar. Byggðaráð er reiðubúið að hitta forsvarsmenn verkefnisins og ræða betur með hvaða hætti stuðningur sveitarfélagsins verði nýttur.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.      Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 3. október 2012; fyrirhugaðar framkvæmdir við fossinn Faxa í landi Heiðar.

8.2.      Afrit af bréfi Landgræðslunnar til mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 8. október 2012; girðing við Laugarvatnshelli.

8.3.      Tölvuskeyti Skipulagsstofnunar, dags. 15. október 2012; kynningarfundir um Landsskipulagsstefnu 2013-2024.

8.4.      Bréf Línudans ehf.  dags. 9. október 2012; Raforkuflutningskerfi – Þróun og uppbygging.

8.5.      Bréf Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, dags. 16. október 2012; boð á vinnustofuna „Hönnun sem drifkraftur samfélagsþróunar“.

8.6.      Tölvuskeyti Umhverfisstofnunar, dags. 19. október 2012; ársfundur náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar 2012.

8.7.      Bréf Gullkistunnar til mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 10. október 2012; Héraðsskólahúsið.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.