131. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 8. desember 2011, kl 15:15
í Aratungu
Mætt voru:
Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerð 120. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
- Fundargerðir til staðfestingar:
2.1. 14. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
2.2. 4. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
Umræða var um öryggi við skólann á Laugarvatni og gangbrautir á Laugarvatni, oddvita falið að koma sjónarmiðum á framfæri við nefndina.
Samþykkt samhljóða.
2.3. Stofnfundur sambands orkusveitarfélaga, dags. 25. nóvember 2011 ásamt samþykktum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gerast félagi í sambandi orkusveitarfélaga í samræmi við fundargerð og samþykktir.
- Skipulagsmál:
3.1. Tillaga að lýsingu á breytingu aðalskipulags er varðar skálasvæðið í Skálpanesi.
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 er varðar Skálpanes við Langjökul. Markmið breytingarinnar er að samræma Aðalskipulag Biskupstungnahrepps við Svæðisskipulag Miðhálendisins. Í lýsingunni kemur fram forsenda og stefna sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðs skipulagsferlis. Hugmyndin er að heimila ákveðna uppbyggingu í nágrenni við núverandi hús í Skálpanesi en einnig að heimilt verði að vera með aðstöðu tengda ferðamennsku á einum stað við aðkomuveg sem liggur frá Kjalvegi að Skálpanesi.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að lýsingu á breytingu aðalskipulags Biskupstungna og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
3.2. 22. dagskrárliður 41. fundar skipulagsnefndar (vísað til sveitarstjórnar 120. fundi byggðaráðs)
Umræða varð um 22. dagskrárlið 41. fundar skipulagsnefndar, sem lýtur að tveimur lóðarblöðum sem sýna tvær 10.000 fm lóðir úr landi Efsta-Dals, lnr. 167630. Skipulagsnefnd vísaði þessu máli til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Í aðalskipulögum, þ.e. Laugardalshrepps og Biskupstungnahrepps, er sérstaklega getið um verndun Kóngsvegar. Þar er sérstaklega tekið fram að óheimilt er að granda eða breyta veginum og/eða vegstæðinu með t.d. túnrækt, skógrækt, framræslu eða á annan hátt. Í aðalskipulagi Biskupstungna er ennfremur tekið fram að öll almenn umferð gangandi fólks verði heimil allt árið um kring og verði að gera ráðstafanir þar sem girðingar eða hlið loki veginum að almennri umferð verði ekki raskað.
Sveitarstjórn vill því árétta þessi grundvallaratriði er varðar stefnumörkun um verndun Kóngsvegar og beinir því til málsaðila að skipulag eða lóðarmörk komi ekki til með að skerða verndun vegarins eða hindra aðgengi almennings sem um Kóngsveg vilja fara.
- Ákvörðun um álagningu gjalda 2012, sem taki gildi 1. janúar 2012.
4.1. Ákvörðun um álagningu fasteignagjalda.
A 0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.
B 1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara að reglugerð verði ekki breytt).
C 1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.
Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007 og samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.
Samþykkt samhljóða.
4.2. Ákvörðun um álagningu vatnsgjalds.
Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.
Hámarksálagning verði kr. 23.990.- á sumarhús og íbúðarhús. Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti. Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 10.570, og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.
Samþykkt samhljóða.
4.3. Ákvörðun um gjaldskráa vegna sorphirðu og sorpeyðingu.
Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár 40/2011, dags. 8. desember 2011.
Samþykkt samhljóða.
4.4. Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa.
Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár nr. 39/2011, dags. 8. desember 2011.
Afsláttur af fráveitugjaldi til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.
Samþykkt samhljóða.
4.5. Ákvörðun um lóðarleigu.
Lóðarleiga verði 0,7% af fasteignamati lóðar.
Samþykkt samhljóða.
4.6. Ákvörðun um gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu og útleigu á Aratungu og Bergholts.
Lögð fram gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu, að grunngjald verði kr. 1.272 og hlutdeild stofnana 59%. Samþykkt samhljóða.
Varðandi útleigu Aratungu og Bergholts er framlögð gjaldskrá samþykkt samhljóða.
4.7. Ákvörðun um gjaldskrá íþróttahússins í Reykholti.
Lögð fram gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti. Hvað varðar gjaldskrá vegna reiknaðra afnota milli stofnana þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldið hækki samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Hvað varðar aðra almenna notkun íþróttamiðstöðvarinnar þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breyttri gjaldskrá.
4.8. Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hækka alla gjaldaliði gjaldskrárinnar um 3,5%. Afslættir verði óbreyttir.
4.9. Ákvörðun um gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.
Lögð fram gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit til síðari umræðu. Í gjaldskránni kemur fram að eftirlitsgjald skal vera kr. 6.800 fyrir hverja heimsókn vegna búfjáreftirlits. Innifalin er vinna og akstur vegna eftirlitsins.
Komi til handsömunar, fóðrunar og hýsingar búfjár skal búfjáreigandi greiða gjald sem nemur útlögðum kostnaði sveitarfélagsins í hvert sinn.
Sveitarstjórn samþykkir fram lagða gjaldskrá samhljóða og felur sveitarstjóra að sjá til þess að hún verði auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
Gjöld liða 4.1, 4.2, 4,3, 4.4 og 4.5 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2012. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga. Greiðsluseðlar verða sendir út fyrir fyrsta gjalddaga ásamt álagningaseðli. Ekki verða sendir greiðsluseðlar fyrir aðra gjalddaga nema gjaldendur óski sérstaklega eftir því.
- Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012 (fyrri umræða).
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012 til fyrri umræðu. Valtýr gerði grein fyrir áætluninni og forsendum hennar. Almennar umræður urðu um fram lagða áætlun. Áætluninni vísað til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar sem verður haldinn milli jóla og nýárs.
- Lántaka Bláskógabyggðar til skuldbreytinga og framkvæmda á árinu 2012.
Sveitarstjóri lagði fram lánasamning fyrir 90 milljóna króna láni sem tekið verður í byrjun árs 2012.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 90.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán sveitarfélagsins hjá LÍ á gjalddaga í janúar 2012 sem tekið var vegna lánshæfra verkefna ásamt því að fjármagna gatnaframkvæmdir 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Bláskógabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
- Tilboð Maritech um nýtt tölvukerfi fyrir Bláskógabyggð.
Lagt fram tilboð Maritech, þar sem boðið er Microsoft Dynamics NAV í áskrift, með hýsingu hjá Símanum. Einnig kemur fram í tilboðinu kostnaður við grunnuppsetningu á kerfinu. Kerfið er heildstæður fjárhags- og viðskiptapakki.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila sveitarstjóra að skipta um tölvukerfi hjá Bláskógabyggð og gerast áskrifandi að kerfi Maritech „Sveitarstjóri í áskrift“. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að segja upp samningum við Tölvumiðlun vegna SFS og HLauna ef samningar takast við Maritech og undirrita þau samningsskjöl sem því fylgja fyrir hönd Bláskógabyggðar. Forsenda þess að gengið verði til samninga við Maritech er að skipti á kerfum eigi sér stað um áramót og að yfirfærsla vinnist hratt og vel þannig að sem minnst röskun verði á starfi skrifstofunnar. Einnig er mikilvægt að kennsla eigi sér stað sem allra fyrst fyrir notendur kerfisins.
- Greinargerð vinnuhóps um breytingar og hagræðingar í skólastarfi í Bláskógabyggð.
Lögð var fram greinargerð vinnuhóps um breytingar og hagræðingar í skólastarfi Bláskógabyggðar.
T-listinn leggur til með tilvísun í framkomna tillögu vinnuhóps um breytingar og hagræðingu í skólastarfi í Bláskógabyggð, að leikskólinn á Laugarvatni verði sameinaður Grunnskóla Bláskógabyggðar frá og með næsta skólaári. Jafnframt, samanber tillögu vinnuhópsins, að eftirfarandi aðilar verði skipaðir til að undirbúa breytingarnar: Oddviti Bláskógabyggðar, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, formaður fræðslunefndar Bláskógabyggðar, skólastjóri Grunnskóla Bláskógabyggðar og leikskólastjóri Gullkistunnar. Eins og fram kemur í greinargerð vinnuhópsins voru ýmsir kostir skoðaðir varðandi kennslu unglinga í Bláskógabyggð en engar beinar tillögur eru settar fram í því efni. T-listinn leggur áherslu á að heildstætt skólastarf verði áfram bæði í Reykholti og á Laugarvatni. Hins vegar verði samvinna skólastaðanna áfram efld innan þess ramma sem ásættanlegur getur talist með tilliti þess að sem best jafnvægi sé milli svæða innan sveitarfélagsins hvað varðar aðstöðu nemenda til náms.
Samþykkt með 4 atkvæðum (DK, HK,VS og JS) og 3 sátu hjá (MI, SK og SS).
Bókun Þ-lista: Með því að sitja hjá erum við ekki ósatt við framkomna tillögu um breytingu í skólamálum í Bláskógabyggð. Ef gera á breytingu sem þessa viljum við ganga enn lengra og sameina leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins í eina öfluga skólastofnun.
- Drög að reglugerð um val á íþróttamanni ársins í Bláskógabyggð.
Lögð fram drög að reglugerð um val á íþróttamanni ársins í Bláskógabyggð. Byggðaráð hafði á 120. fundi sínum vísað þeim til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að reglugerð og leggur áherslu á að hún verði kynnt vel og fyrsta val fari fram fyrir árið 2011.
- Umsögn skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps um drög að nýrri skipulagsreglugerð.
Á 120. fundi byggðaráðs, dagskrárlið 3.2, var lagt fram bréf Umhverfisráðuneytisins þar sem óskað var eftir umsögn um drög að skipulagsreglugerð. Byggðaráð óskaði eftir umsögn skipulagsfulltrúa, sem lögð yrði fram á fundi sveitarstjórnar. Umsögn skipulagsfulltrúa er lögð fram og rædd.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka undir umsögn skipulagsfulltrúa.
- Innsend erindi:
11.1. Tölvuskeyti SÁÁ dags. 5. desember 2011; rammi að viðræðum við sveitarfélög.
Lagt fram tölvuskeyti SÁÁ ásamt ramma að viðræðum við sveitarfélög.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sér ekki forsendur að koma að þessum viðræðum.
11.2. Bréf Rosmarie Þorleifsdóttur, dags. 5. desember 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Rosmarie Þorleifsdóttur, sem ritar fyrir hönd hóps einstaklinga, sem vill standa fyrir heiðurssamsæti vegna starfsloka Gunnlaugs Skúlasonar dýralæknis. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð kr. 50.000.
11.3. Bréf Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna, dags. 5. desember 2011; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til kostunar á auglýsingu í Morgunblaðinu. Erindinu hafnað.
11.4. Bréf HSK, dags. 30. nóvember 2011; beiðni um fjárstuðning.
Lagt fram bréf HSK þar sem þakkað er fyrir fjárstuðning til héraðssambandsins frá Héraðsnefnd Árnesinga. Jafnframt er óskað eftir aukaframlagi til héraðssambandsins. Sveitarstjórn bendir á að fjárframlög Bláskógabyggðar hafa undanfarin ár farið í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. Það er skoðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar að annað hvort fari fjárstuðningur í gegnum Héraðsnefnd eða beint frá sveitarfélagi, en ekki hvoru tveggja. Af þeirri ástæðu hafnar sveitarstjórn Bláskógabyggðar að veita viðbótarframlag.
- Efni til kynningar:
12.1. Bréf oddvita Bláskógabyggðar til menntamálaráðherra, dags. 30. nóvember 2011; Héraðsskólahúsnæðið á Laugarvatni.
12.2. Tölvuskeyti Vegagerðarinnar, dags. 24. nóvember 2011; hringtorg á Biskupstungnabraut við Reykholt.
12.3. Bréf Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, dags. 24. nóvember 2011; endurskipulagning heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.
12.4. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfisráðuneytis, dags. 1. desember 2011; tilnefning í ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu.
12.5. Bréf Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 2. desember 2011; ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra.
Fundi slitið kl. 19:40.