131. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 29. nóvember 2012 kl. 14:00.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Sigurlína Kristinsdóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Kristinn J. Gíslason sviðsstjóri þjónustu- og framkvæmdasviðs kom inn á fundin undir liðum 6, 7, 9 og 10.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       Fundur atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 14. nóvember 2012.
Samþykkt samhljóða.

1.2.       52. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Samþykkt samhljóða.

1.3.       Oddvitafundur, haldinn 2. nóvember 2012.
Samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Stjórnarfundur í Minningarsjóði Biskupstungna, dags. 20. nóvember 2012, ásamt ársreikningi 2011.

2.2.       12. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

2.3.       57. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.

2.4.       221. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.5.       222. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.6.       461. fundur stjórnar SASS.

2.7.       800. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.8.       145. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.9.       146. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

 1. Þingmál til umsagnar:

3.1.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 8. nóvember 2012; frumvarp til laga um innanlandsflug (120. mál).

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

3.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 8. nóvember 2012; frumvarp til laga um sjúkratryggingar (303. mál).

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

3.3.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 26. nóvember 2012; frumvarp til laga um húsaleigubætur (49. mál).

Byggðaráð mótmælir fyrirliggjandi frumvarpi.

 

 1. Samningar:

4.1.      Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa stofnsamningi Héraðsnefndar Árnesinga bs. til sveitarstjórnar.

4.2.      Samstarfssamningur um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa samtarfssamningi um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps til sveitarstjórnar.

4.3       Samstarfssamningur vegna umsóknar Uppsveita Árnessýslu um IPA-styrk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samstarfssamning. Byggðaráð felur oddvita að skrifa undir samstarfssamninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

 1. Ákvörðun um álagningu útsvars 2013.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að útsvarshlutfall árið 2013 verði 14,48%.

 

 1. Umræða um gjaldskrá þjónustugjalda og fasteignaskatts.

 

Sveitarstjóri lagði fram drög að gjaldskrám þjónustugjalda og fasteignaskatts sem lögð verða fyrir sveitarstjórn á næsta fundi þann 6. desember 2012.  Umræða varð um forsendur nýrra gjaldskráa.

 

 1. Umræða um fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 2013 -2016.

Umræða varð um stöðu fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2013 – 2016.  Vinna er komin á lokastig og verður hún tekin fyrir til síðari umræðu og samþykktar hjá sveitarstjórn fimmtudaginn 6. desember n.k.

 

 1. Umsóknir um námsvist hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar:

8.1.      Bréf fræðslusviðs Árborgar dags. 2. nóvember 2012.

Lagt fram bréf fræðslusviðs Árborgar þar sem óskað er eftir skólavist hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir Atla Snæ Bergsson skólaárið 2012-2013.  Greiðslur fari eftir viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga og komi til annar kostnaður verði samið um það sérstaklega.  Byggðaráð samþykkir samhljóða viðtöku nemandans og felur sveitarstjóra að ganga frá afgreiðslunni formlega.

8.2.      Bréf fræðslusviðs Árborgar dags. 7. nóvember 2012.

Lagt fram bréf fræðslusviðs Árborgar þar sem óskað er eftir skólavist hjá Grunnskóla Bláskógabyggðar fyrir Patrek Antonsson skólaárið 2012-2013.  Greiðslur fari eftir viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga og komi til annar kostnaður verði samið um það sérstaklega.  Byggðaráð samþykkir samhljóða viðtöku nemandans og felur sveitarstjóra að ganga frá afgreiðslunni formlega.

 

 1. Málefni Aratungu – verklagsreglur.

Lögð fram tillaga að verklagsreglum fyrir félagsheimilið Aratungu.  Umræða varð um fyrirliggjandi tillögu. Byggðaráð samþykkir samhljóða verklagsreglurnar og taka þær þegar gildi.  Gildistími er ótilgreindur, en hægt er að taka þær til endurskoðunar á hvaða tíma sem er.

 

 1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 1. Reykjavegur; niðurstöður könnunar og skoðunar Vegagerðarinnar er varða breytt vegstæði.

Lagt fram tölvuskeyti Vegagerðarinnar, dags. 13. nóvember s.l., ásamt uppdrætti að hugsanlegri nýrri veglínu Reykjavegar með tengingu á Biskupstungnabraut í Reykholti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa afgreiðslu til sveitarstjórnar.

 

 1. Þjóðlendur innan Bláskógabyggðar; lóðarsamningar.

Forsætisráðuneytið hefur óskað eftir gerð stofnskjala vegna þjóðlendna innan stjórnsýslumarka Bláskógabyggðar.  Fulltrúar Bláskógabyggðar hafa ítrekað þá ósk sína að samhliða verði samþykkt stofnskjöl fyrir lóðir undir húseignir innan þjóðlendnanna s.s. undir fjallaskála, hesthús m.m. Þjóðlendunefnd, sem starfar á vegum Forsætisráðuneytisins, hefur ítrekað óskað eftir því að stofnskjöl verði gerð um þjóðlendur, en síðan þurfi að gera stofnskjöl fyrir lóðum undir þau hús sem eru staðsett innan þjóðlendna.  Sveitarstjórnir fái síðan það hlutverk að gera lóðarleigusamninga um umræddar lóðir eftir stofnun þeirra í landskrá fasteigna.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti að stofnskjöl verði samþykkt um þjóðlendur innan Bláskógabyggðar, jafnhliða því að Forsætisráðuneytið stofni lóðir samhliða þar sem fyrir hendi eru lóðarleigusamningar vegna fjallaskála.  Jafnframt verði unnið að því að skilgreina lóðir undir önnur hús innan þjóðlendnanna og fá samþykkt stofnskjöl fyrir þeim, svo hægt verið að ljúka gerð lóðarleigusamninga fyrir öll þau hús sem staðsett eru innan þjóðlendna í Bláskógabyggð.

 

 1. Innsend bréf og erindi:

13.1.     Bréf Ómars Sævarssonar og Sigurlaugar Angantýsdóttur, dags. 4. september 2012; umsókn um garðyrkjulóð til leigu.

Lagt fram bréf Ómars og Sigurlaugar þar sem óskað er eftir að fá garðyrkjulóðina Langholtsvegur 5 leigða til nokkurra ára.

Byggðaráð bendir á að sveitarstjórn hefur ekki tekið formlega afstöðu til þess hvort auglýsa eigi þessa lóð formlega lausa til umsóknar, en það er forsenda þess að hægt verið að afhenda lóðina til leigu.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til sveitarstjórnar.

13.2.     Bréf Sýslumannsins á Selfossi dags. 19. nóvember 2012; ósk um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar Magnúsar Magnússonar, kt. 100852-7219, um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I og II í Árbakka, 801 Selfoss.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi skipulagi svæðisins.

13.3.     Bréf Veraldarvina, dags. 22. nóvember 2012; boð um samstarf.

Lagt fram bréf Veraldarvina þar sem fram kemur vilji félagasamtakanna á samstarfi við Bláskógabyggð um margvísleg verkefni sem hópar frá þeim gætu unnið að.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs, að kanna hvort einhver verkefni séu í farvatninu hjá sveitarfélaginu þar sem vinnuframlag sem þetta geti nýst.

13.4.     Bréf Hjálparstarfs kirkjunnar, dags. nóvember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Hjálparstarfs kirkjunnar þar sem óskað er eftir styrk  í formi keyptrar auglýsingar í blaðinu „Margt smátt“.  Erindinu hafnað.

13.5.     Bréf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, dags. 13. nóvember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda þar sem óskað er eftir fjárstyrk til verkefnisins.  Erindinu hafnað.

13.6.     Bréf Snorraverkefnisins, dags. 8. nóvember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir fjárstyrk til verkefnisins sumarið 2013. Erindinu hafnað.

13.7.     Bréf frá Landsbyggðin lifir, dags. 2. nóvember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Landsbyggðin lifir þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna starfsseminnar. Erindinu hafnað.

13.8.     Bréf HSK, dags. 22. nóvember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf HSK þar sem þakkað er fyrir fjárstuðning til héraðssambandsins frá Héraðsnefnd Árnesinga.  Jafnframt er óskað eftir aukaframlagi til héraðssambandsins.  Byggðaráð bendir á að fjárframlög Bláskógabyggðar hefur undanfarin ár farið í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga. Það er skoðun byggðaráðs Bláskógabyggðar að annað hvort fari fjárstuðningur í gegnum Héraðsnefnd eða beint frá sveitarfélagi, en ekki hvoru tveggja.  Af þeirri ástæðu hafnar byggðaráð Bláskógabyggðar að veita viðbótarframlag.

13.9.     Tölvuskeyti áhugamannafélagsins Pílagrímar, dags. 20. nóvember 2012, ásamt kynningarefni.

Lagt fram tölvuskeyti áhugamannafélagsins Pílagrímar þar sem verkefni þeirra er kynnt, en það er að merkja og kortleggja pílagrímaveg frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt.  Félagið hefur sótt um styrk hjá Menningarráði Vesturlands.  Byggðaráð Bláskógabyggðar finnst verkefnið áhugavert og hvetur til þess að félagið sæki einnig um styrk vegna verkefnisins til Menningarráðs Suðurlands.

 

 1. Efni til kynningar:

14.1.     Yfirlit yfir útsvarstekjur Bláskógabyggðar.

14.2.     Bréf SASS, dags. 12. nóvember 2012; aukaaðalfundur 14. desember 2012.

14.3.     Auglýsing innanríkisráðuneytis um leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna.

14.4.     Afrit af bréfi ferðaþjónustuaðila við Kjalveg til alþingismanna; ástand Kjalvegar.

14.5.     Bréf SASS, dags. 12. nóvember 2012; ályktanir ársþings SASS 2012.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.