132. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 29. desember 2011, kl 10:00
í Aratungu
Mætt voru:
Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til staðfestingar:
1.1. 42. fundur skipulags- og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 74. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Staðfest samhljóða.
1.2. 5. fundur Velferðarnefndar Árnesþings ásamt starfsáætlun 2012.
Staðfest samhljóða
- Fundargerðir til kynningar:
2.1. 14. fundur Inntökuráðs ART teymis.
2.2. 15. fundur Inntökuráðs ART teymis.
2.3. 137. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.
2.4. 209. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
2.5. 452. fundur stjórnar SASS.
2.6. 791. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2.7. 792. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Skólastefna Bláskógabyggðar.
Lögð fram lokadrög að skólastefnu Bláskógabyggðar. Umræða varð um framlagða skólastefnu. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skólastefnu og tekur hún þegar gildi. Sveitarstjórn þakkar fulltrúum fræðslunefndar fyrir vel unnin störf við gerð skólastefnunnar, sem er bæði faglega og skilmerkilega fram sett.
- Fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar 2012 (síðari umræða).
Lögð fram fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2012 til síðari og lokaumræðu. Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði áætlunarinnar ásamt viðhalds og framkvæmdaáætlun 2012.
Helstu kennitölur fjárhagsáætlunar 2012 eru:
A hluti | A og B hluti | |
Tekjur: | ||
Skatttekjur…………………………………….. | 502.000 | 502.000 |
Framlög jöfnunarsjóðs……………………… | 105.000 | 105.000 |
Aðrar tekjur……………………………………. | 111.154 | 221.332 |
Samtals tekjur | 718.154 | 828.332 |
Gjöld: | ||
Laun og launatengd gjöld………………….. | 312.290 | 330.874 |
Annar rekstrarkostnaður…………………… | 335.175 | 368.896 |
Afskriftir………………………………………… | 20.133 | 40.065 |
Samtals gjöld | 667.598 | 739.835 |
Niðurstaða án fjármagnsliða | 50.556 | 88.497 |
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)……. | ( 25.624 ) | ( 53.737 ) |
Rekstrarniðurstaða………………………….. | 24.932 | 34.760 |
Gert er ráð fyrir nettófjárfestingum á rekstrarárinu að upphæð kr. 47 milljónir, en þar af eru áætlaðar framkvæmdir hjá Bláskógaveitu að upphæð kr. 17 milljónir. Gert er ráð fyrir að sveitarsjóður taki lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 90 milljónir sem nýttar verða til skuldbreytinga og framkvæmda. Handbært fé mun hækka um kr. 1.323 þúsund og verða í árslok kr. 27,4 milljónir.
Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012 til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda endurskoðendum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytinu afrit af samþykktri áætlun.
- Efni til kynningar:
5.1. Bréf JP lögmanna, fyrir hönd Bláskógabyggðar, dags. 20. desember 2011, vegna kæru Bláskógabyggðar vegna synjunar Skipulagsstofnunar að skrá og varðveita deiliskipulag Skálholts.
5.2. Bréf Fjármalasviðs Árborgar, dags. 15. desember 2011; greiðslur til rekstrarsjóðs ásamt greiðslu vegna þjónustueininga 2011.
Fundi slitið kl. 12:00.