132. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. desember 2012 kl. 9:00.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Sigurlína Kristinsdóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Sameiginlegur fundur með fulltrúum eigenda Aratungu, þ.e. Kvenfélags Biskupstungna og Ungmennafélags Biskupstungna þar sem rekstur og viðhaldsverkefni Aratungu er til umfjöllunar.

Kristinn J. Gíslason, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs og Margrét Baldursdóttir, fulltrúi Kvenfélags Biskupstungna og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi Ungmennafélags Biskupstungna mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umræða varð um rekstur Aratungu og þau viðhaldsverkefni sem ráðist hefur verið í á þessu ári.  Einnig var farið yfir þau viðhaldsverkefni sem liggja fyrir á næsta ári ásamt gjaldskrá Aratungu.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.       11. fundur æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar, dags. 4. desember 2012.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.       143. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

3.2.       144. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

3.3.       Kynningarfundur vegna tilnefningar urðunarstaða, dags. 27. nóvember 2012.

3.4.       8. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

3.5.       801. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

3.6.       802. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 7. desember 2012; frumvarp til laga um gatnagerðargjald (290. mál).
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

4.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 7. desember 2012; frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hlutverk Jöfnunarsjóðs) (291. mál).

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

  1. Ákvörðun um gjaldtöku skólamötuneytis Aratungu vegna nemenda grunnskóla.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að hækka gjald vegna hádegisverðar og ávaxta um 3,5% frá og með 1. janúar 2013.  Um er að ræða sambærilega hækkun og hækkun gjaldskrár leikskóla Bláskógabyggðar.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.      Bréf Sambands garðyrkjubænda, dags. 17. desember 2012; fjárstuðningur.

Lagt fram bréf Sambands garðyrkjubænda þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna viðbótarkostnaðar við frágangs skýrslu um rafmagnsmál garðyrkjunnar.

Óskað er eftir fjárstuðningi að upphæð kr. 250.000.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umræddan styrk sem verði bókaður á sameignlegan kostnað, deild 2159.

6.2.      Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 5. desember 2012; „Bændur græða landið“.

Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi við verkefnið „Bændur græða landið“.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk, enda er gert ráð fyrir þeim útgjöldum í samþykktri áætlun Bláskógabyggðar 2013.

6.3.      Bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar, dags. 26.nóvember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Foreldrafélags Grunnskóla Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir fjárstyrk til starfsemi félagsins.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita foreldrafélaginu styrk að upphæð kr. 40.000.

6.4.      Bréf kórs FSu, dags. 16. október 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf kórs FSu þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna kórferðar til Eistlands í apríl á næsta ári.  Einn kórfélagi er íbúi í Bláskógabyggð.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja kórinn um kr. 15.000.

6.5.      Tölvuskeyti Hjartanets (Hjartalíf.is) dags. 10. desember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Hjartanes þar sem óskað er eftir fjárstyrk til stuðnings rekstri félagsins. Erindinu hafnað.

6.6.      Bréf Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna, dags. 7. desember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Félags íslenskra fíkniefnalögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að fjármagna auglýsingu í Morgunblaðinu.  Erindinu hafnað.

6.7.      Bréf Einars Gíslasonar f.h. þorrablótsnefndar Biskupstungna, dags. 5. desember 2012; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Einars Gíslasonar, fyrir hönd þorrablótsnefndar, þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna þorrablóts Biskupstungna í janúar n.k.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigunni á félagsheimilinu Aratungu vega samkomunnar.

6.8.      Bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 20. desember 2012; húsaleiga Aratungu.

Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum þar sem óskað er eftir því að sveitarsjóður greiði húsaleigu Aratungu vegna árshátíðar eldriborgara.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna árshátíðarinnar.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.      Bréf Skógræktarfélags Íslands, dags. 30. nóvember 2012; ályktun aðalfundar.

7.2.      Bréf Samkeppniseftirlitsins, dags. 29. nóvember 2012; tilmæli til sveitarfélaga.

7.3.      Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:15.