133. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 5. janúar 2012, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson,  Sigurlína Kristinsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.              Fundargerð æskulýðsnefndar Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða og umbeðin fjárheimild veitt.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.                 88. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu.

2.2.                 105. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu.

2.3.                 210. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2013 – 2015; þriggja ára áætlun (fyrri umræða).
    Lögð fram til fyrri umræðu þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar, fyrir rekstrarárin 2013-2015. Umræður urðu um fram lagða tillögu og sveitarstjóri svaraði fyrirspurnum.  Samþykkt samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að áætlun til síðari umræðu, sem verður á næsta fundi sveitarstjórnar sem er áætlaður þann 19. janúar 2012  kl.17:00.

 

  1. Heiðarár- og Þverárvirkjun í Bláskógabyggð; beiðni um umsögn.
    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 21. desember 2011, þar sem óskað er eftir umsögn um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir vegna Heiðarár- og Þverárvirkjunar í landi Lækjarhvamms, skuli háð mati á umhverfisáhrifum.  Meðfylgjandi bréfi Skipulagsstofnunar er tilkynning um matsskyldu sem unnin hefur verið af Lækjarhvammi Orku ehf.

Að teknu tilliti til þeirra gagna sem fram eru lögð ásamt stefnumörkun í gildandi aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 telur sveitarstjórn að umrædd framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

 

 

Fundi slitið kl. 16:45.