133. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. janúar 2013 kl. 10:00.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

 

1.1.       54. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

1.2.       Aukaaðalfundur skipulags- og byggingafulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 16. janúar 2013, ásamt samkomulagi um aðkomu Ásahrepps að byggðasamlaginu.
Í fundargerðinni er gert tillaga að nýrri samþykkt fyrir skipulagsembættið eftir inngöngu Ásahrepps.  Byggðaráð samþykkir fyrir liggjandi tillögu að samþykkt fyrir sitt leyti.  Fundargerð samþykkt að öðru leyti samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       13. fundur velferðarnefndar Árnesþings ásamt starfsáætlun 2013.

2.2.       1. fundur framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs.

2.3.       14. fundur Almannavarna Árnessýslu.

2.4.       463. fundur stjórnar SASS.

2.5.       147. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       145. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.7.       223. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.

2.8.       9. fundur stjórnar Sambands orkusveitarfélaga, ásamt ársreikningi 2012.

 

  1. Endurskoðun innkaupareglna Bláskógabyggðar.

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum innkaupareglum Bláskógabyggðar.  Umræða varð um breytingartillögur að innkaupareglunum, þ.e. grein 6, um umsjón og ábyrgð á innkaupum og ný 20. grein um tengda aðila.  Einnig var gerð tillaga  um viðmiðunarfjárhæðum í greinum 4 og 13.
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti fram lagða tillögu að breytingum á innkaupareglum Bláskógabyggðar og vísar þeim til sveitarstjórnar til lokaafgreiðslu.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 17. janúar 2013; frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög – 429. mál).
Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis ásamt frumvarpi til laga um náttúruvernd, heildarlög, 429. þingmál.
Umræða varð um fyrirliggjandi frumvarp til laga.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður að viku liðinni.

4.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. janúar 2013; tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 (458. mál).
Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar, 458. þingmál.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

4.3.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. janúar 2013; tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu til ársins 2020 (470. mál).
Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar, 470. þingmál.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagða tillögu til þingsályktunar.

4.4.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 24. janúar 2013; frumvarp til laga um sjúkraskrár (aðgangsheimildir – 497. mál)

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis ásamt frumvarpi til laga, 497. þingmál.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

  1. Umsókn um byggingarlóðir.

          Lögð fram umsókn Stracta Construction ehf um lóðirnar Skólabraut 8 og 10 í Reykholti.  Engar aðrar umsóknir um byggingarlóðir liggja fyrir á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að úthluta umræddum byggingarlóðum til Stracta Construction ehf skv. reglum Bláskógabyggðar um úthlutun byggingarlóða og skv. samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Bláskógabyggð.

 

  1. Trúnaðarmál.
    Fært í trúnaðarmálabók.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

7.1.      Bréf Landslags ehf, dags. 20. janúar 2013; skipulagsmál Skálholts.

Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

7.2.      Tölvuskeyti frá Stokk Software ehf, dags. 8. janúar 2013; ferðamannaþjónusta.
Lagt fram tölvuskeyti Stokks Software ehf. þar sem boðin er skráning í Be Iceland, sem er ferðamanna-„app“.

Byggðaráð hafnar erindinu á þessum tímapunkti enda ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði á fjárhagsáætlun 2013.

7.3.      Tölvuskeyti frá Megin stoð, dags. 17. janúar 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti frá Megin stoð þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu blaðs.  Erindinu hafnað.

7.4.      Tölvuskeyti Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 10. janúar 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Íþróttasambands Lögreglumanna þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu bæklings.  Erindinu hafnað.

7.5.      Tölvuskeyti 4. bekkjar nemenda ML, dags. 15. janúar 2013; fjáröflun.
Lagt fram tölvuskeyti nemenda í 4. bekk ML þar sem boðin er fram vinnuframlag til fjáröflunar fyrir útskriftarferð.
Byggðaráð tekur jákvætt í hugmyndina ef verkefni eru fyrir hendi hjá sveitarfélaginu og vísar þessu erindi til Kristins J. Gíslasonar, sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs.

7.6.      Bréf Félags eldriborgara í Biskupstungum, dags. 15. janúar 2013; leigukostnaður vegna starfsemi félagsins í Aratungu.
Lagt fram bréf Félags eldriborgara í Biskupstungum vegna leigukostnaðar félagsins vegna starfsemi félagsins í Aratungu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að sveitarsjóður greiði leigukostnað fyrir félög eldriborgara í sveitarfélaginu vegna starfsemi í Aratungu og Bergholti.

7.7.      Bréf Lionsklúbbsins Geysis, dags. 20. janúar 2013; húsaleiga vegna fundarhalda.
Lagt fram bréf Lionsklúbbsins Geysis þar sem óskað er eftir að flytja aðstöðu til félagsstarfsemi úr húsnæði áhaldahússins við Bjarkarbraut í Bergholt.  Jafnframt er óskað eftir því að fá styrk frá sveitarsjóði til greiðslu leigukostnaðar vegna Bergholts.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fallast á erindið og felur sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs að gera breytingu á gildandi samningi milli klúbbsins og Bláskógabyggðar um leigu á fundaraðstöðu.  Jafnframt þarf forsvarsmaður Lionsklúbbs Geysis að vera í góðu sambandi við umsjónarmann fasteigna í Reykholti vegna nýtingar aðstöðu í Bergholti.

7.8.      Tölvuskeyti Sýslumannsins á Selfossi, dags. 16. janúar 2013; beiðni um umsögn vegna umsóknar Welcome Apartments ehf til sölu gistingar í flokki II.
Lagt fram tölvuskeyti Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Laugarbraut 1 og 3, Laugarvatni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt.

7.9.      Tölvuskeyti Skarphéðins P. Óskarssonar, dags. 24. janúar 2013; gjaldskrá Bláskógaveitna.
Lagt fram tölvuskeyti Skarphéðins P. Óskarssonar, þar sem bréfritari gerir athugasemd við auglýsta gjaldskrá Bláskógaveitna, þá sérstaklega 5. grein.
Byggðaráð Bláskógabyggðar frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir umsögn stjórnar Bláskógaveitu áður en erindið fær endanlega afgreiðslu.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.      Bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 25. janúar 2013; úthlutun styrkja Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

8.2.      Tölvuskeyti Björns Pálssonar, dags. 21. janúar 2013; málstefna um Þingvallavatn.

8.3.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 9. janúar 2013; breytingar á stjórnsýslu fornleifa og húsverndar.

8.4.      Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 22. janúar 2013; ytra mat á leik- og grunnskólum.

8.5.      Bréf fjármála- og efnahagsráðuneytis, dags. 16. janúar 2013; samþykki ríkissjóðs fyrir umsókn um styrk hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

8.6.      Afrit af bréfi Mountaineers of Iceland  til Vegagerðarinnar, dags. 23. janúar 2013; ósk um vegabætur á vegi nr. 336.

8.7.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 24. janúar 2013; samþykkt frá 38. sambandsráðsfundi Ungmennafélags Íslands.

8.8.      Minnisblað frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. janúar 2013; kjaraviðræður við Félag grunnskólakennara.

8.9.      Viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags ásamt gjaldskrá, sem samþykkt var af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. janúar 2013.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.