134. fundur
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn
fimmtudaginn 19. janúar 2012, kl 17:00
í Aratungu
Mætt voru:
Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson,Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
- Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2013 – 2015; þriggja ára áætlun (síðari umræða).
Sveitarstjóri gerði grein fyrir framlagðri þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar en engar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri umræðu. Valtýr svaraði fram komnum spurningum og umræða varð um fram lagða áætlun.
Helstu lykiltölur áætlunar fyrir samstæðureikning í þúsundum króna eru:
2013 2014 2015
Tekjur 856.791 877.688 903.953
Gjöld 767.671 792.356 812.093
Fjármagnsgjöld 41.766 34.886 36.958
Rekstrarafgangur 47.355 50.445 54.902
Eignir 1.079.546 1.094.188 1.115.055
Skuldir 686.822 651.018 616.983
Eigið fé 392.724 443.169 498.071
Fjárfestingar (nettó) 40.000 45.000 55.000
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða og áritaði framlagða fjárhagsáætlun fyrir árin 2013 – 2015.
Fundi slitið kl. 17:30.