134. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. febrúar 2013 kl. 15:15.

 

 

Mættir: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       Atvinnu- og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar, dags. 15. febrúar 2013.
Fundargerð staðfest samhljóða.

1.2.       55. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       14. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

2.2.       464. fundur stjórnar SASS.

2.3.       1. fundur fagráðs Brunavarna Árnessýslu.

2.4.       146. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.5.       224. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.

2.6.       162. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

3.1.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 8. febrúar 2013; frumvarp til laga um búfjárhald (282. mál).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fram lagt frumvarp til laga.

3.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 8. febrúar 2013; frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög – 283. mál).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fram lagt frumvarp til laga.

3.3.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 7. febrúar  2013; tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi (84. mál).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fram lagða þingsályktunartillögu.

3.4.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 20. febrúar 2013; frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (537. mál)
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við fram lagt frumvarp til laga.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

4.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 4. febrúar 2013; umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, Útey I í Laugardal.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um umsókn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II, í Útey 1 lóð 168180, Laugardal.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt enda samræmist það gildandi skipulagi svæðisins.

4.2.      Bréf átaksverkefnisins Liðstyrkur, dags. 25. febrúar 2013; hvatning um þátttöku.
Lagt fram bréf atvinnuátaksverkefnisins Liðstyrkur, sem sveitarfélög, ríki, atvinnurekendur og stéttarfélög standa að.  Sveitarfélög eru hvött til þátttöku í verkefninu.  Byggðaráð hvetur til þess að möguleikar til þátttöku verði skoðaðir,  og vísar erindinu til sveitarstjóra og sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar til úrvinnslu.

4.3.      Bréf Forvarnarbókarinnar, dags. 8. febrúar 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Fræðslu og forvarna, þar sem kynnt er ritið Fíkniefni og forvarnir sem er handbók fyrir heimili og skóla.  Ritið verður aðgengilegt á rafbókarformi á vefsíðu FRÆ án endurgjalds. Óskað er eftir fjárstyrk til verkefnisins að upphæð kr. 50.000.  Byggðaráð hafnar umbeðinni styrkveitingu.

4.4.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 7. febrúar 2013; 5. Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem óskað er eftir umsóknum sveitarfélaga til að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2015.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka ekki þátt í umsókn um umrætt mótshald.

4.5.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 7. febrúar 2013; 19. Unglingalandsmót UMFÍ 2016.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem óskað er eftir umsóknum sveitarfélaga til að halda Unglingalandsmót UMFÍ árið 2016.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka ekki þátt í umsókn um umrætt mótshald.

4.6.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 7. febrúar 2013; 28. og 29. Landsmót UMFÍ árin 2017 og 2021.
Lagt fram bréf UMFÍ þar sem óskað er eftir umsóknum sveitarfélaga til að halda 28. og 29 Landsmót UMFÍ, sem haldin verða á árunum 2017 og 2021.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka ekki þátt í umsókn um umrædd landsmót.

4.7.      Bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. febrúar 2013; kæra vegna deiliskipulags fyrir þéttbýlið á Laugarvatni.
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 15/2013, þar sem óskað er eftir að úrskurðarnefndinni verði send gögn er málið varðar og sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kæruna.  Gefinn er tímafrestur til að skila inn gögnum til 14. mars n.k.
Byggðaráð óskar eftir umsögn embættis skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

4.8.      Bréf Borghildar Guðmundsdóttur, dags. 21. febrúar 2013; dagvistun barns í leikskóla í öðru sveitarfélagi.
Lagt fram bréf Borghildar Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð greiði hluta dagvistarkostnaðar vegna barns í Krikaskóla í Mosfellsbæ, skv. viðmiðunarreglum um greiðslur vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags sem gefnar eru út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða umrædda beiðni enda verði greiðslur í samræmi við fyrrgreindar viðmiðunarreglur.

4.9.      Tölvuskeyti samtakanna Landsbyggðin lifi, dags. 21. febrúar 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti samtakanna Landsbyggðin lifi þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs samtakanna.
Byggðaráð Bláskógabyggðar hafnar erindinu.

4.10.     Tilnefning fulltrúa Bláskógabyggðar í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni fyrir Geysissvæðið.

            Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tilnefna Pétur Inga Haraldsson í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni fyrir Geysissvæðið, sem fulltrúi Bláskógabyggðar í dómnefndinni. Jafnframt tekur Drífa Kristjánsdóttir við af Pétri sem verkefnisstjóri verkefnisins.

 

  1. Efni til kynningar:

5.1.      Könnunin „Ánægja í íþróttum“ meðal ungmenna sem stunda íþróttir innan HSK.

5.2.      Bréf velferðarráðuneytis, dags. 14. febrúar 2013; sendiherrar Sameinuðu þjóðanna bjóða fram krafta sína.

5.3.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. febrúar 2013; XXVII. landsþing.

5.4.      Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 19. febrúar 2013; rit til kynningar á höfuðáherslum í Samgönguáætlun 2011-2022.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00.