135. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 4. apríl 2013 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Sigurlína Kristinsdóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       Oddvitafundur haldinn á Flúðum 11. mars 2013.

Byggðaráð samþykkir fundargerðina fyrir sitt leyti.  Einnig samþykkir byggðaráð að Drífa Kristjánsdóttir verði tilnefnd sem fulltrúi Bláskógabyggðar í rýnihóp um safnastefnu fyrir Uppsveitirnar og Helgi Kjartansson til vara.

 

1.2.       15. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

Ásamt fundargerð voru lagðar fram;verklagsreglur Þjónusturáðs Suðurlands um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa, reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk og reglur Velferðarþjónustu Árnesþings um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk ásamt gjaldskrá.

Fundargerð og framlagðar reglur ásamt gjaldskrá samþykkt fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Fundur um málefni Skólaskrifstofu Suðurlands, haldinn í Þingborg 21. mars 2013.

2.2.       16. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

2.3.       1. fundur stjórnar málefna fatlaðra á Suðurlandi.

2.4.       2. fundur stjórnar málefna fatlaðra á Suðurlandi.

2.5.       148. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.6.       148. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.7.       Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn 19. mars 2013.

2.8.       465. fundur stjórnar SASS.

2.9.       804. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.10.     10. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

2.11.     225. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs.

 

  1. Drög að ársreikningi Bláskógabyggðar fyrir árið 2012.

Lögð fram fyrstu drög að ársreikningi Bláskógabyggðar fyrir árið 2012.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög og byggðaráð og sveitarstjóri árituðu reikninginn.  Ársreikningi    vísað til formlegrar fyrri umræðu sveitarstjórnar á næsta fundi sveitarstjórnar þann 11. apríl 2013.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

4.1.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 14. mars 2013; frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu (634. mál).
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

4.2.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 13. mars 2013; frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga(heildarlög – 635. mál).

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

4.3.      Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 13. mars 2013; frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning (heildarlög – 636. mál)

Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

 

  1. Drög að friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum og verndun rústamýravistar með fyrirvara um samþykki hlutaðeigandi aðila.

Lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum sem er til kynningar hjá Umhverfisstofnun.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð drög að auglýsingu og friðlýsingarskilmálum um friðland í Þjórsárverum.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 4. mars 2013;  beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I í Húsinu / Guesthouse, Bjarkarbraut 26, Reykholti.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem beðið er um umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki I (heimagisting) í Húsinu /Guesthouse að Bjarkarbraut 26 í Reykholti.  Umsækjandi er Kjartan Jóhannsson kt. 170264-7899.  Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

6.2.      Bréf Guðna Sigurðssonar og Helenu Knútsdóttur, dags. 5. mars 2013; krafa um stöðvun framkvæmda við frístundahúsið að Hlíðarholti 5 í landi Fells.
Lagt fram bréf Guðna Sigurðssonar og Helenu Knútsdóttur þar sem gerð er krafa um stöðvun framkvæmda við frístundahúsið að Hlíðarholti 5 í landi Fells.  Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar erindinu til embættis skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.  Byggðaráð óskar eftir því við embættið að flýtt verði sem kostur er athugun á forsendum kröfugerðar bréfritara og svara erindinu í umboði sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Oddvita Bláskógabyggðar, sem fulltrúi Bláskógabyggðar í skipulagsnefnd, er jafnframt falið að fylgja málinu eftir með embættinu.

 

6.3.      Tölvuskeyti atvinnumálanefndar Bláskógabyggðar, dags. 13. mars 2013; þjónustudagatal 2013.
Lagt fram tölvuskeyti atvinnumálanefndar Bláskógabyggðar þar sem óskað er eftir því við sveitarfélagið að það kaupi auglýsingu í þjónustudagatali 2013 líkt og verið hefur undanfarin ár. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir að kaupa auglýsingu að upphæð kr. 55.000 þar sem þjónusta sveitarfélagsins í íþróttamiðstöðinni í Reykholti og þjónusta í Aratungu verði auglýst. Byggðaráð felur Kristni J. Gíslasyni að koma réttum upplýsingum til skila fyrir gerð auglýsingar.

 

6.4.      Bréf Friðriks Hjörleifssonar, dags. 5. mars 2013;  beiðni um upplýsingar.
Lagt fram bréf Friðriks Hjörleifssonar þar sem óskað er eftir upplýsingum um launagreiðslur og skipulagsmál.

Kynnt var tölvuskeyti frá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað er um lagalega stöðu sveitarfélaga gagnvart persónuvernd vegna framlagðrar beiðni Friðriks.

Byggðaráð Bláskógabyggðar felur sveitarstjóra að svara erindi Friðriks í takt við þá umræðu sem varð hjá byggðaráði og ábendingum lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

6.5.      Bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna; tilboð um birtingu auglýsingar eða afmæliskveðju.
Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þar sem boðið er birting auglýsingar eða afmæliskveðju í blaðinu Slökkviliðsmaðurinn.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna boðinu.

 

6.6.      Bréf Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 15. mars 2013; ósk um styrk vegna tónleika í Aratungu þann 12. maí n.k.
Lagt fram bréf Tónlistarskóla Árnesinga þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Aratungu, en fyrirhugað er að halda tónleika á vegum skólans í Aratungu þann 12. maí n.k.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Tónlistarskóla Árnesinga styrk sem gengur á móti húsaleigu í Aratungu.

 

6.7.      Tölvuskeyti Jóhönnu Hafdísar Leifsdóttur, umsjónarmanns fasteigna í Reykholti, dags. 17. mars 2013;  beiðni um stofnun Facebook-síðu fyrir Aratungu.
Lagt fram tölvuskeyti umsjónarmanns fasteigna Bláskógabyggðar í Reykholti þar sem óskað er eftir leyfi til að stofna Facebook síðu fyrir starfsemi sem fram fer í Aratungu.  Byggðaráð fagnar hugmyndinni og heimilar umsjónarmanni að stofna slíka síðu enda muni hún bera ábyrgð á síðunni.

 

6.8.      Tölvuskeyti Guðlaugar Björgvinsdóttur, dags. 20. mars 2013; ósk um leyfi til að gera rannsókn.
Lagt fram tölvuskeyti Guðlaugar Björgvinsdóttur þar sem óskað er eftir leyfi til að gera rannsókn við Bláskógaskóla.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela skólastjóra Bláskógaskóla ásamt fræðslunefnd Bláskógabyggðar að afgreiða erindið í umboði Bláskógabyggðar.

 

6.9.      Bréf Lögheima, dags. 21. febrúar 2013; greiðsluskylda vegna B-gatnagerðargjalds.

Lagt fram bréf Lögheima þar sem hafnað er greiðsluskyldu vegna B-gatnagerðargjalds.  Einnig lagt fram svarbréf sem Lögmenn Suðurlands hafa skrifað að beiðni sveitarstjóra.  Í bréfinu er gerð grein fyrir sjónarmiðum sveitarfélagsins ásamt ábendingum um mistúlkun Lögheima á málsástæðum og tilvísunar í gildandi laga sem varðar efni bréfsins.  Efnislegri framsetningu erindis Lögheima er hafnað af byggðaráði Bláskógabyggðar.

 

6.10.     Bréf Bandalags íslenskra skáta; tilboð um birtingu auglýsingu eða styrktarlínu.
Lagt fram bréf Bandalags íslenskra skáta þar sem sveitarfélaginu er boðið að birta auglýsingu eða styrktarlínu í Skátablaðinu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.      Bréf R3-ráðgjafar, dags. 27. febrúar 2013;  tilboð um ráðgjöf.

7.2.      Afrit af bréfi Kennarafélags Suðurlands til Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 13. mars 2013; málefni Skólaskrifstofu Suðurlands.

7.3.      Bréf Landmælinga Íslands, dags. 19. mars 2013; Starfrænar landupplýsingar LÍ verða gjaldfrjálsar.

7.4.      Bréf Minjavarðar Suðurlands, dags. 13. mars 2013; Brennimelslína 1 – breyting á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004 – 2016.

7.5.      Bréf Minjavarðar Suðurlands, dags. 13. mars 2013; skálasvæði í Þjófadölum, DSKL.

7.6.      Bréf Minjavarðar Suðurlands, dags. 13. mars 2013; skálasvæði við Þverbrekknamúla – DSKL.

7.7.      Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 8. mars 2013; Nettengingar í dreifbýli Bláskógabyggðar.

7.8.      Bréf Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 20. mars 2013; Háhraða gagnaflutningsþjónusta í dreifbýli Bláskógabyggðar.

7.9.      Ársskýrsla Umf. Biskupstungna 2012.

 

  1. Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.