136. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 1. mars 2012, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Kjartan Lárusson sem varamaður Helga Kjartanssonar, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson,  Sigurlína Kristinsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.              Fundargerð 122. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

1.2.              8. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita og Flóahrepps.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

  1. Ákvörðun um lokun á Lyngbraut, Reykholti, skv. dagskrárlið 1.1. í fundargerð byggðaráðs.
    Fundargerð vegna fundar fulltrúa Bláskógabyggðar með eigendum Garðyrkjustöðvarinnar Kvistar ehf., dags. 28. febrúar 2012, var lögð fram. Einnig lögð fram bréfasamskipti milli oddvita Bláskógabyggðar og Astrid Kooij.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vinna að breytingu á skipulagi Reykholts þannig að lokun Lyngbrautar verði færð inn fyrir innkeyrslu að Garðyrkjustöðinni Kvistar.  Umræddur vegur frá Biskupstungnabraut muni einungis fara fram hjá Stóra-Fljótsstöðinni og Garðyrkjustöðinni Kvistar.  Þessi vegtenging verði skilyrt þannig að óheimilt yrði að gera hjáleið um lóðir umræddra garðyrkjustöðva.

Sveitarstjórn felur oddvita og skipulagsembætti Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps að vinna að málinu í takt við lög og reglugerðir.

 

  1. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 vegna legu Reykjavegar.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 sem lýtur að legu Reykjavegar.  Ástæða þess, að tillaga þessi hefur verið unnin, er byggð á brýnni þörf á að byggja upp vegtenginguna milli Reykholts og Laugarvatns um Reykjaveg.  Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir íbúa Uppsveita Árnessýslu og þann mikla fjölda ferðamanna sem á leið um svæðið.

Uppbygging Reykjavegar er ekki komin inn á framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar og er því brýnt að leggja mat á það hvort fyrirhuguð veglína Reykjavegar, skv. Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps sé besti kosturinn eða hvort æskilegt sé að gera einhverjar breytingar þar á.

Í fyrirhugaðri breytingu aðalskipulagsins verða skoðaðir valkostir á legu Reykjavegar og þá litið sérstaklega til þess að færa vegtenginguna, milli afleggjarans að Tjörn og Biskupstungnabrautar, austar jafnvel þannig að vegurinn komi til með að tengjast beint inn á fyrirhugað hringtorg við Bjarkarbraut í Reykholti.

Fyrsta skref þessa ferils er kynna lýsingu á tillögunni og kanna afstöðu og viðbrögð hagsmunaaðila.  Í kjölfar lýsingar myndi hefjast vinna við að skoða mögulega kosti á legu vegarins í samráði við Vegagerðina og landeigendur.  Niðurstaða þeirrar vinnu mun skila tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem fengi lögbundinn kynningar og vinnuferil.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að setja þetta verkefni af stað og felur oddvita ásamt skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi þess í takt við fram lagt bréf frá skipulagsfulltrúa.

  1. Hringtorg í Reykholti:

4.1.         Hönnunargögn fyrir hringtorg.

Lögð fram hönnunargögn fyrir tvö hringtorg í Reykholti.  Umræða varð um framlögð gögn. Bent er á að nauðsynlegt verði að gera ráð fyrir gangbraut yfir Biskupstungnabraut við hringtorgið við Bjarkarbraut / Vegholt.

4.2.         Fjármögnun framkvæmda við gerð hringtorga.

Ljóst er að ekki var gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa verkefnis í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2012, þannig að fjármögnun kostnaðarhlutdeildar Bláskógabyggðar verður að gerast með lántöku.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita lánstilboða í fjármögnun verkefnisins í takt við kostnaðaráætlun og niðurstöðu útboðs verksins.  Afstaða til lánstilboða verði síðan tekin af sveitarstjórn þegar kostnaðarhlutdeild Bláskógabyggðar liggur fyrir.

 

  1. Viljayfirlýsing vegna könnunar á möguleika á að reisa dreifiveitu rafmagns sem þjónað gæti ylræktendum á Flúðum, í Laugarási og Reykholti.

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu vegna könnunar á möguleika á að reisa dreifiveitu rafmagns, sem þjónað gæti ylræktendum á Flúðum, í Laugarási og Reykholti.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að standa að viljayfirlýsingu og heimilar allt að kr. 250.000.  til verkefnisins. Oddvita falið að undirrita slíka viljayfirlýsingu fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Bréf Efnamóttökunnar dags. 16. febrúar 2012; samningur um söfnun raftækjaúrgangs.

Lagt fram bréf Efnamóttökunnar þar sem því er lýst yfir að Efnamóttakan mun vinna samkvæmt samningum og safna raftækjaúrgangi á móttökustöðvum Bláskógabyggðar án þess að taka gjald fyrir. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar fagnar að þessi niðurstaða sé komin gagnvart samningi  um söfnun raftækjaúrgangs.

 

  1. Samband orkusveitarfélaga (lagt fram til kynningar):

7.1.         Samþykktir Sambands orkusveitarfélaga.

7.2.         Fundargerð stofnfundar Sambands orkusveitarfélaga.

7.3.         Yfirlit yfir stofnfélaga í Sambandi orkusveitarfélaga.

7.4.         1. stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 16. desember 2011.

7.5.         2. stjórnarfundur Sambands orkusveitarfélaga, dags. 17. febrúar 2012.

7.6.         Minnisblað Veritas Lögmanna, dags. 23. febrúar 2012.

Fundi slitið kl. 16:20.