136. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 24. apríl 2013 kl. 9:00.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.       11. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Framlögð fundargerð samþykkt samhljóða.

1.2.       57. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Framlögð fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       Aðalfundur Veiðifélagsins Faxa, dags. 4. apríl 2013.

2.2.       2. fundur fagráðs Brunavarna Árnessýslu.

2.3.       149. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

 

  1. Ákvörðun um útleigu íbúðarinnar Torfholt 6b á Laugarvatni.

Íbúðin Torfholt 6b, Laugarvatni, hefur verið laus til umsóknar sbr. auglýsingu í Bláskógafréttum.  Íbúðin er ætluð eldri borgurum eða öryrkjum.

Ein umsókn hefur borist og uppfylla umsækjendur þau skilyrði sem þarf til að fá íbúðina á leigu. Byggðaráð samþykkir samhljóða að leigja umsækjendum, þeim Guðmundi Hermannssyni og Bryndísi Einarsdóttur, íbúðina Torfholt 6b.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

4.1.      Minnismiði Brunavarna Árnessýslu dags. 18. apríl 2013; húsnæðismál slökkvistöðvar í Reykholti.
Lagður fram minnismiði Brunavarna Árnessýslu um húsnæðismál slökkvistöðvar í Reykholti. Þar kemur fram að BÁ óskar eftir tilflutningi á aðstöðu sinni innan núverandi byggingar.  Óskað er eftir því að fá úthlutað því húsnæði sem áhaldahús sveitarfélagsins hefur, í stað þess sem nú er.  Einnig fái slökkvistöðin aðgengi að salernisaðstöðu og fundarherbergi áhaldahússins. Byggðaráð fagnar þessari ósk BÁ og samþykkir samhljóða að veita BÁ þá aðstöðu sem óskað er eftir.  Sá hluti hússins sem í dag hýsir slökkvistöð verður aðstaða áhaldahússins eftir að skipti hafa átt sér stað.
Með þessari ákvörðun er starfsemi slökkvistöðvar í Reykholti tryggður til framtíðar og uppbygging stöðvarinnar gefið aukið svigrúm.  Fagráð BÁ hefur lýst því yfir að áfram verði unnið að því að BÁ kaupi slökkvistöðvarnar tvær í Bláskógabyggð. Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar á næsta fundi sveitarstjórnar þann 2. maí n.k.

 

4.2.      Minnismiði Brunavarna Árnessýslu dags. 18. apríl 2013; áætlunargerð vegna gróðurelda í sumarhúsahverfum í Árnessýslu.
Lagður fram minnismiði Brunavarna Árnessýslu um áætlunargerð vegna gróðurelda í sumarhúsahverfum í Árnessýslu.  Byggðaráð fagnar þessu framtaki og lýsir yfir stuðningi við þetta verkefni eins og það er lagt fram.

 

4.3.      Bréf Ríkisskattstjóra, dags. 15. apríl 2013; staðfesting á útsvarsprósentu.
Lagt fram bréf Ríkisskattstjóra þar sem óskað er eftir staðfestingu á útsvarsprósentu fyrir tekjur ársins 2012.  Byggðaráð Bláskógabyggðar staðfestir að útsvarsprósenta skuli standa óbreytt 14,48% sbr. samþykkt sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

4.4.      Tilboð í símstöð og símatæki.
Lagt fram tilboð TRS í símstöð og símatæki fyrir Bláskógabyggð.  Einnig lagt fram tilboð vegna internettengingar á vegum Gagnaveitu Suðurlands.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að heimila kaup á símstöð og símatækjum auk þess að veita heimild til að kaupa internettengingu af Gagnaveitu Suðurlands, á grundvelli framlagðra tilboða og gagna.

 

4.5.      Tölvuskeyti Uppsveitasystra, dags. 17. apríl 2013; beiðni um styrk á móti húsaleigu vegna tónleika í Aratungu 3. maí n.k.
Lagt fram tölvuskeyti Uppsveitasystra þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu vegna tónleika sem kórinn hyggst halda í Aratungu þann 3. maí n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita Uppsveitasystrum styrk sem gengur á móti húsaleigu í Aratungu.

 

4.6.      Bréf Skólahreysti, móttekið 22. apríl 2013; umsókn um styrk vegna Skólahreysti 2013.
Lagt fram bréf frá Skólahreysti þar sem sótt er um fjárstyrk til að standa straum af kostnaði vegna verkefnisins.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita ekki umbeðinn styrk enda beri skólinn og nemendur umtalsverðan kostnað að sækja þessa keppni til höfuðborgarsvæðisins.

 

4.7.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 16. apríl 2013; beiðni um umsögn vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki II í Goðatúni (sumarhús).
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II.  Umsækjandi er Goðatún ehf kt. 500707-1430 og húsnæðið er sumarhús í Goðalandi.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samrýmist þessi starfsemi gildandi skipulagi svæðisins.

 

  1. Efni til kynningar:

5.1.      Ályktun aðalfundar Kvenfélags Biskupstungna; stólar í borðsal Bergholts.

5.2.      Yfirlit ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu 2012.

5.3.      Bréf Minjastofnunar Íslands, minjavarðar Suðurlands, dags. 10. apríl 2013; 2 frístundalóðir úr landi Grafar DSKL.

5.4.      Yfirlit heimaþjónustu og fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2012.

5.5.      Framvinduskýrsla janúar til mars 2013 frá Markaðsstofu Suðurlands.

5.6.      Ársreikningur Gufu ehf 2012.

5.7.      Bréf HSK, dags. 4. apríl 2013; tillögur sem beint var til sveitarstjórna og héraðsnefnda á 91. héraðsþingi.

5.8.      Bréf Skipulagsstofnunar dags. 8. apríl 2013; skipulagsskilmálar varðandi grunnskóla í deiliskipulagi.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:20.