137. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 12. apríl 2012, kl 16:00

í Menntaskólanum að Laugarvatni

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Oddviti lagði fram tillögu um dagskrárbreytingu, að nýr 7. liður bættist við dagskrá fundarins.  Tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.              Fundargerð 123. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

1.2.              8. fundur velferðarnefndar ásamt drögum að Jafnréttisstefnu Velferðarnefndar Árnesþings 2012-2014.
Samþykkt samhljóða.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar drög að Jafnréttisstefnu Velferðarnefndar Árnesþings 2012-2014 fyrir sitt leyti og þakkar fyrir mjög góða vinnu nefndarinnar.

1.3.              9. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.
Staðfest samhljóða.

 

 1. Ársreikningur Bláskógabyggðar 2011 (fyrri umræða).
  Einar Sveinbjörnsson, endurskoðandi hjá KPMG, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Lagður var fram ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrarárið 2011, sem undirritaður hefur verið af sveitarstjóra ásamt byggðaráði Bláskógabyggðar.  Jafnframt er lög fram endurskoðunarskýrsla  sem unnin hefur verið af KPMG.

Einar Sveinbjörnsson og sveitarstjóri kynntu ársreikninginn og helstu niðurstöður og lykiltölur.  Umræða varð um framlagðan ársreikning og honum vísað til síðari umræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar.

 1. Skipulagsmál:

3.1.         Deiliskipulag;  Efsti-Dalur 2.

Vísað er til 34. dagskrárliðar fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 22. mars 2012 og dagskrárliðar 1.1. á 123. fundi byggðaráðs en þessu máli var vísað til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

Til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar sem fram koma í bréfum stofnunarinnar dags. 13. og 21. mars 2012 er deiliskipulagið lagt fram með þeirri breytingu á greinargerð að á byggingarreit G-1 verði heimilt að reisa 1-2 gistihús sem samtals geta verið allt að 600 fm. Samkvæmt áður samþykktu deiliskipulagi var heimilt að reisa á byggingarreitnum tvö allt að 600 fm gistihús, samtals allt að 1.200 fm.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið að nýju skv. 3. mg. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með ofangreindum breytingum. Að mati sveitarstjórnar eru breytingarnar ekki það umfangsmiklar að auglýsa þurfi deiliskipulagið að nýju.

3.2.         Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012; Heiði.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Heiðar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á svæðinu milli þjóðvegar og fossins Faxa. Lýsing skipulagsverkefnisins var kynnt með auglýsingu í Dagskránni og Fréttablaðinu auk þess sem leitað var umsagnar Skipulagsstofnunar sem liggur nú fyrir.

Skipulagsfulltrúa er falið að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.3.         Tillaga að breytingu Aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; tengin Lyngbrautar við Biskupstungnabraut, Reykholti.

Lögð fram lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna aðalskipulagsbreytingar við Lyngbraut í Reykholti. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að vegtenging Lyngbrautar við Biskupstungnabraut verði opnuð á ný. Samhliða er gert ráð fyrir að Lyngbrautinni verði lokað 150-250 m frá Biskupstungnabraut.  Einnig lagt fram bréf PwC Legal ehf, lögmanna Astrid og Ruud Kooij, en þar er ákvörðun um fyrirhugaða lokun Lyngbrautar kærð.

Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar auk þess að kynna hana fyrir hagsmunaaðilum.

3.4.         Skipulagsbreyting vegna nýrrar dælustöðvar í Reykholti.

Lögð fram lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna aðalskipulagsbreytingar í Reykholti. Í breytingunni felst að núverandi athafnasvæði utan um Reykholtshver stækkar til norðurs þar sem fyrirhugað að reisa dælustöð sem myndi þjóna starfsemi Bláskógaveitu.

Sveitarstjórn samþykkir lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar auk þess að kynna hana fyrir hagsmunaaðilum.

 

 1. Endurskoðun fjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna.
  Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, en stefnt er að því að endurskoðuð samþykkt verði lögð fram til afgreiðslu á vorfundi Héraðsnefndar Árnesinga þann 11. maí n.k.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögnum fjallskilanefnda fyrir næsta reglubundna fund sveitarstjórnar.

 

 1. Tillaga til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga; þingmál 220.
  Lögð fram tillaga til þingsályktunar, þingmál 220, um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga.
  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fram lagða þingsályktunartillögu.

 

 1. Innsend erindi:

6.1.    Bréf Þingvallasiglinga ehf, dags. 14. mars 2012; rekstrarleyfi Þingvallasiglinga.
Lagt fram bréf Þingvallasiglinga þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar vegna rekstrarleyfis fyrir Þingvallasiglingar.
Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við starfsemi Þingvallasiglinga svo framarlega að starfsemi félagsins falli að þeim reglum og lögum sem gilda um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

6.2.    Bréf Iðnaðarráðuneytis, dags. 23. mars 2012; mótun stefnu um lagningu raflína í jörð.
Lagt fram bréf Iðnaðarráðuneytis þar sem óskað er eftir umsögn um stefnu um lagningu raflína í jörð.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fram lagða stefnu.

6.3.    Bréf Forsætisráðuneytis, dags. 28. mars 2012; fundur um þjóðlendur 21. maí 2012 og gagnasöfnun.
Lagt fram bréf Forsætisráðuneytis þar sem boðaður er fundur með hagsmunaaðilum þann 21. maí n.k.  Jafnframt er óskað eftir gögnum og upplýsingum er varða mannvirki og nýtingu á afréttum sveitarfélagsins sem falla undir þjóðlendur.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að mynda vinnuhóp til að sjá um gagnaöflun, og eru Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson og Pétur Ingi Haraldsson  skipuð í vinnuhópinn.  Vinnuhópurinn skili af sér fyrir næsta reglubundna fund sveitarstjórnar í byrjun maí n.k.

 

 1. Húsnæðismál embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.

Umræða varð um húsnæðismál embættis skipulags- og byggingafulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.  Undanfarin misseri hefur verið leitað eftir því við ríkisvaldið að fá aðstöðu leigða í húsnæði Héraðsskólans fyrir embættið.  Þær samningaviðræður hafa ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir því samhljóða að ráðstafa allri efri hæð húsnæðisins að Dalbraut 12 undir starfsemi embættisins og jafnframt að ráðast í breytingar á húsnæðinu svo það henti starfseminni sem best.  Gert er ráð fyrir að embættið fái alla efri hæð hússins til afnota frá og með 1. júlí á þessu ári.

 

Fundi slitið kl. 17:50.