137. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 30. maí 2013 kl. 15:00.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu að inn komi nýr dagskrárliður 1.5.   Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

1.1.       17. fundur velferðarnefndar Árnesþings.

1.2.       3. fundur stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.

1.3.       4. fundur stjórnar þjónustusvæðis um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi.

1.4.       1. fundur Héraðsnefndar Árnesinga bs. haldinn 8. maí 2013.

1.5.       Fundur Bláskógabyggðar með forsvarsmönnum sumarhúsafélaga, dags. 23. maí 2013. Stefnt er að því að halda annan fund með forsvarsaðilum sumarhúsafélaga eftir miðjan sept nk.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

2.1.      Minnisblað Velferðarþjónustu Árnesþings, dags. 16. maí 2013; gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu.

Lagt fram minnisblað Velferðarþjónustu Árnesþings vegna gjaldskrár fyrir félagslega heimaþjónustu.  Í dag er einungis í gildi gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu hjá Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi.  Velferðarnefnd telur æskilegt að samræmd gjaldskrá verði sett fyrir öll sveitarfélög sem standa að Velferðarþjónustu Árnesþings.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til sveitarstjórnar.

2.2.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 22. maí 2013; umsögn um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna umsóknar um leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III í Réttinni, Úthlíð.  Umsækjandi er HJ13 ehf, kt. 570510-0960.

Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda fellur starfssemin að skipulagi svæðisins og er í samræmi við fyrri leyfisveitingu á umræddum stað.

 

2.3.      Tölvuskeyti Valgerðar Auðunsdóttur f.h. HSK, dags. 21. maí 2013;  styrkbeiðni.

Lagt fram tölvuskeyti Valgerðar Auðunsdóttur, sem hún sendir fyrir hönd HSK, þar sem sveitarfélögum á Suðurlandi ásamt SASS er boðið að vera með í auglýsingu sem birt verður í tengslum við Landsmót UMFÍ.  Auglýsing mun verða birt í blaði sem dreift verður um allt Suðurland með Sunnlenska, í Ársskýrslu HSK og víðar.  Kostnaður er 25.000 fyrir hvert sveitarfélag og mun þetta fjármagn verða nýtt til undirbúnings fyrir mótið.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka þátt í þessu verkefni.

 

 

 

 

2.4.      Tölvuskeyti Freyju R. Haraldsdóttur, dags. 16.maí 2013; niðurgreiðsla dagvistunar.

Lagt fram tölvuskeyti Freyju R. Haraldsdóttur þar sem óskað er eftir niðurgreiðslu vegna dagvistar hjá dagforeldri fyrir 9 mánaða son sinn.  Byggðaráð samþykkir að greiddur verði hluti dagvistarkostnaðar samkvæmt gjaldskrá Bláskógabyggðar.

 

2.5.      Tölvuskeyti Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 7. maí 2013; styrkur á móti húsaleigu Aratungu.

Lagt fram tölvuskeyti Menntaskólans að Laugarvatni þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna leiksýninga Leikhóps nemendafélagsins Mímis í ML á vormisseri. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna æfinga og sýninga þetta sýningartímabil.

 

2.6.      Bréf Stracta Construction ehf, dags. 9. maí 2013; úthlutun lóða við Skólabraut, Reykholti.

Lagt fram bréf Stracta Construction þar sem óskað er eftir að tímafrestur greiðslu gatnagerðargjalds og úthlutunar lóðanna Skólabraut 8 og 10 í Reykholti verði lengdur um óákveðinn tíma.

Byggðaráð getur ekki orðið við þessari beiðni þar sem hún brýtur í bága við settar reglur um úthlutun lóða og greiðslu gatnagerðargjalds.  Jafnræði verður að ríkja milli aðila hvað þessa hluti varðar því að öðrum kosti halda ekki reglur og samþykktir almennt um þessi atriði.  Stracta Construction getur sótt um umræddar lóðir þegar betur hentar svo framarlega að ekki hafi verið búið að úthluta þeim öðrum aðila.

 

2.7.      Tölvuskeyti Vilborgar Hannesdóttur, dags. 16. maí 2013; Friðarhlaupið.

Lagt fram tölvuskeyti Vilborgar Hannesdóttur sem sent er fyrir hönd Friðarhlaupsins.  Í erindinu er verið að kynna skipulag Friðarhlaupsins 2013, en hlaupið verður í gegnum Bláskógabyggð og því þörf að setja upp búðir á áningarstöðum hlaupsins.  Óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar fyrir að þessum viðburði.  Einnig mun verkefnið „leggjum rækt við frið“ fara fram samhliða hlaupinu, sem gengur út á að sveitarfélög gróðursetji tré sem er tileinkað friði.  Stefnt er að því að friðartrénu verði plantað  þegar Friðarhlaupið verður í Bláskógabyggð.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og veitir leyfi fyrir sitt leyti að hlaupið verði í gegnum Bláskógabyggð.  Byggðaráð leggur áherslu á góða umgengni og umhverfi og náttúru verði ekki spillt að neinu leyti.  Jafnframt samþykkir byggðaráð fyrir hönd Bláskógabyggðar að Friðartré verði gróðursett af þessu tilefni.

 

2.8.      Bréf Hallberu Gunnarsdóttur, dags. 27. maí 2013; launalaust leyfi.

Lagt fram bréf Hallberu Gunnarsdóttur þar sem óskað er eftir framlengingu á launalausu leyfi um eitt ár.  Byggðaráð getur ekki tekið endanlega afstöðu til erindisins fyrr en send hefur verið skrifleg staðfesting frá skóla um skólavist, enda er það í takt við útgefnar viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Afgreiðslu frestað þar til staðfesting liggur fyrir.

 

2.9.      Bréf Lýðræðisfélagsins Öldunnar, móttekið 28. maí 2013; húsnæði fyrir félagasamtök.

Lagt fram bréf Lýðræðisfélagsins Öldunnar þar sem bent er á mikilvægi þess að hið opinbera stuðli að því að húsnæði eða aðstaða fyrir grasrótarfélög séu til staðar hjá sveitarfélögum þannig að slíkum félögum sé gert kleyft að hafa aðstöðu fyrir starfssemi sína.

Byggðaráð bendir á að fundaraðstaða hefur verið í boði hjá Bláskógabyggð fyrir félagasamtök sem hefur verið nýtt á undanförnum misserum.  Slík aðstaða er til staðar og í boði bæði í Reykholti og á Laugarvatni.

 

2.10.     Bréf Sumarhúsahandbókarinnar dags. maí 2013; birting upplýsinga um Bláskógabyggð.

Lagt fram bréf Sumarhúsahandbókarinnar þar sem Bláskógabyggð er boðin þjónustuskráning líkt og undanfarin ár.  Kostnaður er kr. 10.000 að viðbættum virðisaukaskatti.  Byggðaráð samþykkir að vera með þjónustuskráningu líkt og undanfarin ár.

 

2.11.     Bréf Ásborgar Arnþórsdóttur dags. 28. maí 2013; styrkbeiðni vegna vegskiltis.

Lagt fram bréf Ásborgar Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa, þar sem óskað er eftir fjárstyrk fyrir verkefni um uppsetningu fræðsluskiltis um jarðfræði Suðurlands á útsýnis-/áningarstað á Lyngdalsheiði.  Verkefnið er unnið af nemendum ML undir stjórn Jónu Bjarkar Jónsdóttur kennara.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að styrkja þetta verkefni með fjárframlagi að upphæð kr. 23.000.

 

  1. Efni til kynningar:

3.1.      Bréf Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 24. maí 2013; stöðvun á nauðungarsölum án dómsúrskurðar.

3.2.      Bréf Minjastofnunar Íslands dags. 12. apríl 2013; friðun Skálholtskirkju m.m.

3.3.      Bréf Vegagerðarinnar dags. 29. apríl 2013; svar við úthlutun úr styrkvegasjóði 2013.

3.4.      Skýrsla forsætisráðherra um þjóðlendur .

3.5.      Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2012 ásamt ársreikningi 2012.

3.6.      Þakkarbréf frá söngkór Miðdalskirkju.

3.7.      Uppgjör á þjónustusvæði Suðurlands um málefni fatlaðra 2012 ásamt uppgjöri á rekstarsjóði 2012.

3.8.      Bréf Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dags. 3. maí 2013; ársskýrsla m.m.

3.9.      Ársskýrsla Björgunarsveitar Biskupstungna 2012 ásamt ársreikningi 2012.

3.10.     Úrskurður umhverfis- og auðlindaráðuneytis mál 12120081; umhverfismat áætlana, Landsnet hf.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.