138. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. júní 2013 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

Formaður lagði fram tillögu að dagskrárbreytingu, að inn komi nýr dagskrárliður 6.8.  Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.      26. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar, ásamt fundargögnum.

Vegna 2. dagskrárliðar, grunnskólahluta fundargerðar:

Byggðaráð bendir á að skólaakstur hefur ákveðið skipulag sem er í raun afmarkar upptökusvæði starfsstöðva grunnskólans.  Efri-Reykir eru innan akstursáætlunar grunnskólans í Reykholti og fer skólabifreið fram hjá Efri-Reykjum.  Ekki er skólaakstur grunnskólans á Laugarvatni skipulagður austar en að Efsta-Dal.  Það eru tveir möguleikar í stöðunni, annað hvort að börnin sæki skóla í Reykholt og nýti skólaakstur sem er fyrir hendi eða hins vegar að forráðamenn sjái um að aka börnum sínum í veg fyrir skólabifreið að Efsta-Dal sem ekur börnum í grunnskólann á Laugarvatni.  Einnig verða þá forráðamenn að sækja börnin að Efsta-Dal þegar börnum er ekið heim að skóladegi loknum.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela skólastjóra Bláskógaskóla að koma þessum upplýsingum til forráðamanna.

Vegna dagskrárliðar 4 í leikskólahluta fundargerðar:

Byggðaráð samþykkir samhljóða breytingar sem gerðar hafa verið á leikskólareglum Bláskógabyggðar.

Vegna dagskrárliðar 7-c í leikskólahluta fundargerðar:

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita einn viðbótarstarfsdag á næsta skólaári hjá leikskólanum Álfaborg og leikskóladeild Bláskógaskóla.  Þessi viðbótarstarfsdagur verður nýttur til vettvangsferðar til Akureyrar.

Að öðru leyti er fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.      58. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Samþykkt samhljóða.

 

1.3.      Fundir NOS vegna skólaþjónustu, dags. 19. júní og 26. júní 2013.

Fundargerðir samþykktar samhljóða.

 

1.4.      60. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, Flóahrepps og Ásahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 25. maí til 26. júní 2013.

 

Mál nr. 1: Fyrirspurn_Laugarvatn – orlofssvæði VM.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyta skipulagi svæðisins á þann veg að aðkoma að tjaldssvæði breytist. Breytingin er samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem samþykki landeigenda Snorrastaða liggur fyrir.

 

 

 

Mál nr. 4: Gunnarsbraut.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á skipulagi svæðisins á þann veg að ákvæði um þakhalla er fellt, með fyrirvara um samþykki landeigenda.

 

Mál nr. 5: Afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 25. maí til 26. júní 2013.

 

Mál nr. 8: Stíflisdalur 2.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 9: Tjörn lnr. 167174 – niðurfelling lóða.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að 18 frístundahúsalóðir úr landi Tjarnar verði felldar inn í upprunaland þeirra, með fyrirvara um samþykki hugsanlegra veðhafa.

 

Mál nr. 14: Kistuholt 17.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á þann veg að byggingarreitur lóðar nr. 17 stækkar. Er samþykkt með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhafa lóða nr. 17 og 19 við Kistuholt.

 

Mál nr. 15: Vallarholt 2.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að endurútgefa byggingarleyfi á lóðinni.

 

Mál nr. 16: Vallarholt 2a.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að endurútgefa byggingarleyfi á lóðinni.

 

Mál nr. 26: Dskbr. Kjarnholt I lóð 3 lnr. 209270.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að unnin verði lýsing skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga á grundvelli fyrirliggjandi gagna og hún kynnt almenningi og leitað umsagnar Skipulagsstofnunar.

 

Mál nr. 27: Dskbr. Miðhús – spilda við Hrútá.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóðar við Hrútá í landi Miðhúsa í ljósi innkominna athugasemda.

 

Mál nr. 28: Héraðsskólinn á Laugarvatni.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breytt nýting hússins samræmist gildandi deiliskipulagi svæðisins. Ekki ert gerð athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis þegar fyrir liggur samþykkt byggingarfulltrúa á breytingum á húsnæðinu.

 

Mál nr. 29: Markholt – deiliskipulag lögbýla úr  landi Einiholts.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 30: Skálabrekka_Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargata – deiliskipulag.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins.

 

Mál nr. 31: Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi verkefnalýsingu.

 

Mál nr. 36: Svæðisskipulag.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa sérstakan fund skipulagsnefndar um svæðisskipulagsgerð eftir miðjan ágúst.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       806. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.2.       11. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

2.3.       12. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

2.4.       13. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

  1. Land- og gróðurvernd á Kili.

Lögð fram drög að bréfi oddvita sem ætlað er til útsendingar til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila sem ferðast á hestum um afrétt Biskupstungna.  Efni bréfsins er land- og gróðurvernd á Kili.  Vísað er þar til eldri reglna varðandi umferð og umgengni á afréttinum.  Einnig var lögð fram blaðagrein frá árinu 1990 um sama efni.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða efni bréfsins og að því verði komið á framfæri við ferðamenn á Kili og sent til ferðaþjónustuaðila sem skipuleggja ferðir um Kjöl.

 

  1. Vatnsborun við hálendismiðstöðina í Árbúðum.

Lagt fram tilboð í borun eftir köldu vatni í Árbúðum frá Vatnsborun ehf.  Tilboð gerir ráð fyrir að einnig verði borað fyrir Ferðafélag Íslands við Þverbrekknamúla, þannig að fjárhagslegt hagræði yrði fyrir báða aðila vegna flutninga á borvagni og pressu.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að ráðist verði í verkefnið að því gefnu að Ferðafélag Íslands verði þátttakandi í verkefninu eins og tilboðið gerir ráð fyrir.  Búið er vera í sambandi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og skipulagsfulltrúa vegna þessarar framkvæmdar við Árbúðir.  Kristni J. Gíslasyni falið að undirrita samning ef forsendum er fullnægt og hafa eftirlit með framkvæmdum fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Erindi frá Sýslumanninum á Selfossi:

5.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 19. júní 2013; leyfi til reksturs gististaðar.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna leyfis til rekstur gististaðar í flokki II á Drumboddsstöðum.  Umsækjandi er Reykjavík Backpackers ehf  kt. 560209-2150.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

5.2.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 21. júní 2013; leyfi til reksturs gististaðar.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna leyfis til rekstur gististaðar í flokki II á Kjóastöðum 2.  Umsækjandi er Hjalti Gunnarsson kt. 180754-5719.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

5.3.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 25. júní 2013; leyfi til reksturs gististaðar.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna leyfis til rekstur gististaðar í flokki V í Héraðsskólanum á Laugarvatni.  Umsækjandi er Héraðsskólinn ehf  kt. 700513-0680.  Byggðaráð gerir engar athugasemdir fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt, enda samræmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

 

 

  1. Innsend bréf og erindi:

6.1.      Tölvuskeyti frá Háskólafélagi Suðurlands, dags. 7. júní 2013; samþykkt um að auka hlutafé félagsins vegna innkomu Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Lagt fram tölvuskeyti Háskólafélags Suðurlands. Þar er kynnt ákvörðun aðalfundar um hlutafjáraukningu í félaginu vegna inngöngu Sveitarfélagsins Hornafjarðar í félagið um 6,3 milljónir króna.  Leitað er eftir því við Bláskógabyggð að hún falli frá forkaupsrétti sínum varðandi þessa hlutafjáraukningu.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti sínum varðandi umrædda hlutafjáraukningu.

 

6.2.      Bréf Tónsmiðju Suðurlands, dags. 6. júní 2013; ósk um samstarf.
Lagt fram bréf Tónsmiðju Suðurlands þar sem óskað er eftir samstarfi við Bláskógabyggð. Samningur þar að lútandi er meðfylgjandi bréfinu með gildistíma næsta skólaár.  Samningurinn gerir ráð fyrir að skólinn kenni allt að 5 nemendum næsta skólaár.
Byggðaráð Bláskógabyggðar þakkar tilboðið en samþykkir samhljóða að ganga ekki til samninga við Tónsmiðjuna.  Bláskógabyggð er aðili að Tónlistarskóla Árnesinga og telur að sú þátttaka fullnægi þeim skyldum sem sveitarfélagið hefur gagnvart tónlistarnámi íbúa Bláskógabyggðar.

 

6.3.      Bréf Sigurðar Víglundssonar, dags. 10. júní 2013; umsókn um eldriborgaraíbúð í Reykholti.
Lagt fram bréf Sigurðar Víglundssonar þar sem sótt er um eldriborgaraíbúð í Reykholti.  Ekki er nein íbúð laus til umsóknar í dag.  Umsókn verður skráð inn hjá sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs og mun liggja fyrir við næstu úthlutun íbúðar í Reykholti.

 

6.4.      Bréf Heiðarbyggðar, félags eigenda sumarhúsa og lóða í landi Úteyjar 1 og 2; tillaga sem samþykkt var á aðalfundi félagsins.

Lagt fram bréf Heiðarbyggðar þar sem komið er á framfæri samþykkt sem gerð var á síðasta aðalfundi félagsins.  Í ályktuninni kemur fram hvatning til Bláskógabyggðar að annast hreinsun á umhverfi gámastöðvar við Laugarvatn.  Byggðaráð þakkar félaginu fyrir samþykktina og mun gera sitt besta að vinna að umbótum í umhverfismálum á Laugarvatni sem og annarsstaðar í sveitarfélaginu.

 

6.5.      Bréf Fiskidagsins mikla, móttekið 24. júní 2013; styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Fiskidagsins mikla þar sem sveitarfélögum er boðið að senda Dalvíkurbyggð kveðju í blað Fiskidagsins mikla.  Byggðaráð hafnar boðinu.

 

6.6.      Bréf SASS, dags. 11. júní 2013; styrkir til atvinnulífs og stefna í atvinnumálum.
Lagt fram bréf SASS þar sem kynnt var úthlutun styrkja í apríl s.l. til að efla atvinnulíf og nýsköpun á Suðurlandi.  Þá voru veittir styrkir til 28 verkefna að upphæð kr. 31.450.000.  Einnig kemur fram í bréfinu að ákveðið hefur verið að hefja vinnu í haust við skýrari stefnu í atvinnumálum fyrir svæðið í heild, en jafnframt að aðstoða einstök sveitarfélög við greiningu á stöðu atvinnulífs og mótun atvinnustefnu.  Óskað er eftir viðbrögðum sveitarfélaganna þar sem fram kæmu óskir um aðstoð eða samstarf við SASS.

Byggðaráð vísar þessu bréfi SASS til atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar og óskar eftir afstöðu hennar til erindis SASS.  Nefndin skili niðurstöðu sinni til byggðaráðs við fyrstu hentugleika.

 

6.7.      Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 13. júní 2013; lykiltölur úr aðalskipulagi.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir lykiltölum úr aðalskipulagi sveitarfélaga fyrir greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála.  Þessi gagnasöfnun Skipulagsstofnunar byggist á endurskoðun og uppfærslu forsenduskjala landsskipulagsstefnu. Óskað er eftir að þessum gögnum verði skilað í síðasta lagi 15. ágúst n.k.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til skipulagsfulltrúa og vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga Bláskógabyggðar.

 

6.8.      Bréf  Stefaníu Hávarðardóttur og Harðar Gilsberg, dags. 26. júní 2013; umsókn um stærri íbúð fyrir eldri borgara.

Lagt fram bréf Stefaníu og Harðar þar sem sótt er um stærri eldriborgaraíbúð í Reykholti.  Ekki er nein slík íbúð laus til umsóknar í dag.  Umsókn verður skráð inn hjá sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs og mun liggja fyrir við næstu úthlutun á stærri gerð íbúðar í Reykholti.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 3. júní 2013;  DSKL aðkomu að Hakinu.

7.2.      Bréf Hveravallafélagsins, dags. 10. júní 2013; ferðaþjónusta á Hveravöllum.

7.3.      Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júní 2013; námsferð til Skotlands.

7.4.      Bréf Samanhópsins, dags. 10. júní 2013; forvarnarmál.

7.5.      Ársskýrsla Byggðasafns Árnesinga 2012.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30