139. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 7. júní 2012, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,Ingibjörg Sigurjónsdóttir sem varmaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir,Þórarinn Þorfinnsson sem varamaður Smára Stefánssonar, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð 125. fundar byggðaráðs.
    Samþykkt samhljóða.

 

  1. Kosningar:

2.1.                 Kosning oddvita og varaoddvita.
Oddviti:            Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varaoddviti:     Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Samþykkt með 4 atkvæðum (DK, HK, VS, IS) og 3 sátu hjá (MI, SK, ÞÞ)

 

2.2.                 Kosning í byggðaráð Bláskógabyggðar; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, formaður, Dalbraut 2.

Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Smári Stefánsson, Háholti 2

Varamenn:       Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

2.3.                 Kosning í yfirkjörstjórn; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Pétur Skarphéðinsson, formaður, Launrétt 3.

Hilmar Einarsson, Torfholti 12.

Þóra Einarsdóttir, Kárastöðum.

Varamenn:        Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3.

Sigurður Jónsson, Eyvindartungu.

Sveinbjörn Einarsson, Heiðarbæ 2.

Samþykkt samhljóða.

 

2.4.                 Kosning í undirkjörstjórn Biskupstungur; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Gústaf Sæland, formaður, Sólveigarstöðum.

Elínborg Sigurðardóttir, Iðu.

Ólafur Einarsson Torfastöðum.

Varamenn:        Bjarni Kristinsson, Brautarhóli.

Geirþrúður Sighvatsdóttir, Miðhúsum.

Kristján Kristjánsson, Bjarkarbraut 12.

Samþykkt samhljóða.

 

2.5.                 Kosning í undirkjörstjórn Laugardal og Þingvallasveit; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Elsa Pétursdóttir, formaður, Útey I.

Þórdís Pálmadóttir, Hrísholti 8.

Pétur Ingi Haraldsson, Torfholti 2.

Varamenn:        Karl Eiríksson, Miðdalskoti.

Hallbera Gunnarsdóttir, Háholti 2c.

Margrét Þórarinsdóttir, Efsta-Dal 1.

Samþykkt samhljóða.

 

2.6.                 Aðalfundur SASS; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Samþykkt samhljóða.

 

2.7.                 Aðalfundur HES; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

2.8.                 Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands; 1 aðalmenn og 1 til vara.

Aðalmaður:       Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:       Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og IS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  ÞÞ).

 

2.9.                 Aðalfundur AÞS; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Smári Stefánsson, Háholti 2c.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Samþykkt samhljóða.

 

2.10.             Aðalfundur EFS; 1 aðalmenn og 1 til vara.

Aðalmaður:       Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Varamaður:       Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Samþykkt með 4 atkvæðum(DK,HK,VS og IS) og 3 sátu hjá(MI,SK og  ÞÞ).

 

2.11.             Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands; 3 aðalmenn og 3 til vara.

Aðalmenn:        Helgi Kjartansson, Dalbraut 2.

Valgerður Sævarsdóttir, Garði.

Margeir Ingólfsson, Brú.

Varamenn:        Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum.

Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ.

Sigurlína Kristinsdóttir, Bjarkarbraut 17.

Samþykkt samhljóða.

 

2.12.             Kosning fulltrúa í menningamálanefnd Bláskógabyggðar (3 fulltrúa).
Þar sem þrír fulltrúar sem skipaðir hafa verið sem aðal- og varamenn í nefndina hafa flutt brott úr sveitarfélaginu, þá þarf að skipa nýja í þeirra stað.

Tillaga gerð um:

Aðalmaður:       Kristinn Bjarnason, Brautarhóli.

Varamenn:        Dröfn Þorvaldsdóttir, Kvistholti.

Jón Bjarnason, Kistuholti 2.

Samþykkt samhljóða.

 

2.13.             Kosning fulltrúa í fræðslunefnd Bláskógabyggðar (1 fulltrúa).
Dröfn Þorvaldsdóttir hefur óskað eftir því að víkja úr sæti varamanns þar sem hún er starfsmaður leikskóla sveitarfélagsins.

Tillaga gerð um:

Varamaður:       Ágústa Þórisdóttir, Haukadal 3.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Skipulagsmál:

3.1.         Tillaga að breytingu Aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012; Lyngbraut, Reykholti.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins í Reykholti. Í breytingunni felst að vegtenging Lyngbrautar við Biskupstungnabraut verði opnuð á ný og samhliða verði gert ráð fyrir að Lyngbrautinni verði lokað 150-250 m frá Biskupstungnabraut. Lýsing breytingarinnar var kynnt með auglýsingu sem birtist 3. maí 2012 og var gefinn frestur til 11. maí til að koma með athugasemdir eða ábendingar. Ein athugasemd barst frá eigendum Lyngbrautar 5. Að auki var óskað eftir umsögn Skipulagsstofnunar og liggur hún fyrir með bréfi dags. 23. maí 2012.

Svo virðist út frá athugasemdum og viðræðum við aðila sem hafa lóðir við Lyngbraut, að hagsmunir þeirra eru ósamrýmanlegir.

Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:

Það virðist sem engin hugmynd um staðsetningu lokunar Lyngbrautar þjóni hagsmunum allra aðila við Lyngbraut.  Það er mat sveitarstjórnar að þá séu aðeins tveir kostir í stöðunni. Annars vegar að halda skipulaginu óbreyttu og halda Lyngbrautinni lokaðari við Biskupstungnabraut eða hins vegar að opna Lyngbrautina fyrir allri umferð. Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna að  framgangi skipulagsbreytinga sem lúta að því að opna Lyngbrautina fyrir allri umferð.

 

Margeir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

Í ljósi athugasemda frá eigendum garðyrkjustöðvarinnar P.J. Kooij í bréfi dags. 10.maí 2012 ásamt bréfi frá Svani G. Bjarnasyni dags 29. maí 2012 legg ég til að skipulag Lyngbrautarinnar verði óbreytt.

 

Greidd voru atkvæði um tillögu Margeirs.

Tillögunni var hafnað  með 3 atkvæðum (DK,HK og VS), 2 samþykktu (MI og ÞÞ) og 2 sátu hjá ( IS og SK).

 

Þá voru greidd atkvæði um tillögu oddvita.

 

Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum (DK,HK,VS og IS) og 3 sátu hjá (MI,SK og  ÞÞ).

 

 

 

 

3.2.         Tillaga að breytingu Aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012; dæluhús í Reykholti.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins í Reykholt. Í breytingunni felst að núverandi athafnasvæði (lóð) utan um Reykholtshver stækkar til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa dælustöð sem myndi þjónusta starfsemi Bláskógaveitu. Breytingin var kynnt með auglýsingu sem birtist 3. maí 2012 og var gefinn frestur til 11. maí til að koma með athugasemdir eða ábendingar. Engin athugasemd/ábending barst nema að fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um lýsinguna dags. 23. maí 2012.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga.

3.3.         Tillaga að breytingu Aðalskipulags Laugardalshrepps 2000-2012; þéttbýlið Laugarvatni.

Lögð fram lýsing skipulagsverkefnis skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna aðalskipulagsbreytingar innan þéttbýlisins á Laugarvatni. Forsendur breytingarinnar eru þær  að á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að fyrsta heildardeiliskipulagi fyrir Laugarvatn. Þessari vinnu er að ljúka og liggur nú fyrir tillaga að deiliskipulagi sem ráðgert er að auglýsa á næstunni. Samhliða deiliskipulaginu þarf að auglýsa breytingu á aðalskipulagi svæðisins þar sem fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir nokkrum minniháttar breytingum á landnotkun víðsvegar um þéttbýlið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar auk þess að kynna hana fyrir hagsmunaaðilum.

3.4.         Tillaga að breytingu Aðalskipulags Þingvallasveitar 2004–2016; Heiðarbær.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit 2004-2016 í landi Heiðarbæjar. Í breytingunni felst að merkt eru inn svæði fyrir frístundabyggð á svæðum þar sem þegar eru frístundahúsalóðir og til samræmis við tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Í dag eru þessi svæði (9 talsins) skilgreind sem landbúnaðarsvæði. Sambærileg tillaga að breytingu á aðalskipulagi var auglýst til kynningar 14. október 2010 með athugasemdafresti til 26. nóvember, samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Að loknum kynningartíma fór málið í bið þar sem vilji var til að fara betur yfir ýmiss atriði deiliskipulags og þær athugasemdir sem borist höfðu á kynningartíma. Nú hefur liðið of langur tími til að hægt sé að halda áfram með málið og það því lagt fyrir sveitarstjórn að nýju.

Litið er svo á að aðalskipulagsbreytingin feli ekki í sér stefnubreytingu þar sem eingöngu er verið að lagfæra landnotkunarskilgreiningu til samræmis við þá notkun sem hefur verið. Í ljósi þessa er það mat sveitarstjórnar að um óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.5.         Tillaga að breytingu Aðalskipulags Biskupstungna 2000-2012; Reykjavegur.

Drífa Kristjánsdóttir víkur af fundi undir þessum dagskrárlið og Helgi Kjartansson tekur við stjórn fundarins.

Vísað er til ákvörðunar sveitarstjórnar á 138. fundi, dagskrárlið 9, þar sem óskað er eftir samantekt frá skipulagsembættinu um hugmyndir um umrædda aðalskipulagsbreytingu.

Lagt fram tölvuskeyti frá skipulagsfulltrúa Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, dags.  29. maí 2012, þar sem skipulagsfulltrúi tekur saman upplýsingar um feril málsins.  Þar leggur skipulagsfulltrúi til að unnið verði með Vegagerðinni og landeigendum að skoða með nákvæmari hætti hvaða möguleikar eru fyrir hendi varðandi breytta legu vegarins, áður en íbúafundur er haldinn um málið.  Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á mögulega kosti og galla nýrrar legu vegarins, ef hún er möguleg.  Þá verða skoðuð atriði s.s. kostnaður, framkvæmdatími, áhrif á verslun- og þjónustu, hvernig nýtingarmöguleiki jarða breytis m.m. Með þessari vinnu er ekki verið að taka ákvörðun um framhald málsins, heldur vinna gögn þannig að aðilar verði betur í stakk búnir til ákvarðanatöku.  Mikilvægt er að þessari vinnu verði flýtt eins og kostur er. Samþykkt samhljóða.
Drífa mætir aftur til fundar og tekur við fundarstjórn.

3.6.         Tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóðar í landi Heiðar, Biskupstungum.

Á 125. fundi byggðaráðs var 19. dagskrárlið í fundargerð 47. fundar skipulagsnefndar frestað. Þessi dagskrárliður varðaði deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar í landi Heiðar. Nú liggur fyrir frekari rökstuðningur fyrir afmörkun byggingarreits fyrir þjónustuhús, auk þess sem sveitarstjórn, skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi hafa farið á vettvang til að skoða aðstæður. Sveitarstjórn samþykkir að  auglýsa tillögu að deiliskipulagi svæðisins skv. 41. gr. skipulagslaga með þeirri afmörkun byggingarreits sem fram kemur í fyrirliggjandi tillögu. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá til þess að gerðar verði viðeigandi lagfæringar á gögnum áður en deiliskipulagið verður auglýst.

 

  1. Fyrirkomulag sumarleyfa m.m:

4.1.         Sumarleyfislokun skrifstofu Bláskógabyggðar.

Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaða sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar, en lagt er til að hún verði lokuð frá 2. júlí til og með 27. júlí n.k.  Munu starfsmenn skrifstofu taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti.

4.2.         Sumarleyfi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

Oddviti lagði fram tillögu um að sumarfrí sveitarstjórnar verði í júlí og ágúst, en hægt verði þó að boða til fundar í ágúst ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða.

4.3.         Heimild byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu skipulags- og byggingarmála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að heimila byggðaráði Bláskógabyggðar fullnaðarafgreiðslu á byggingar– og skipulagstillögum í Bláskógabyggð í sumarleyfi sveitarstjórnar 2012.

4.4.         Heimild byggðaráðs til staðfestingar og úrvinnslu kærumála vegna kjörskrár við forsetakosningar 30. júní 2012.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðaráði Bláskógabyggðar fullt umboð sveitarstjórnar til þess að staðfesta kjörskrá fyrir forsetakosningar sem fram fara þann 30. júní 2012.  Einnig veitir sveitarstjórn byggðaráði fullt umboð til þess að afgreiða kærumál sem upp kunna að koma.

 

  1. Innsend erindi:

5.1.         Minnisblað vegna tæknisviðs Uppsveita.

Lagt fram minnisblað frá tæknimönnum sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu, en þeim var falið að skoða mögulega samvinnufleti á tækni- og veitusviði hjá sveitarfélögunum. Minnisblaðið greinir frá stöðu þessa verkefnis og hugmyndir settar fram um samstarfsfleti. Nauðsynlegt er að útfæra þessar hugmyndir betur og væntir sveitarstjórn Bláskógabyggðar að vinnuhópurinn skili síðar inn betur útfærðum hugmyndum.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að vinnuhópurinn haldi þessari vinnu áfram.

5.2.         Minnisblað vegna stofnunar fyrirhugaðs landeigendafélags um uppbyggingu, verndun og rekstur hverasvæðisins við Geysi í Haukadal.

Lagt fram minnisblað frá landeigendum hverasvæðisins í Haukadal, að undanskyldu íslenska ríkinu.  Í minnisblaðinu kemur fram að vilji er fyrir hendi að stofnað verði formlega landeigendafélag allra eiganda lands innan hverasvæðisins í Haukadal.  Ekki liggur fyrir formleg afstaða ríkisins um aðkomu að fyrirhuguðu landeigendafélagi.  Allir aðrir landeigendur óska eftir því að félag verði stofnað og það muni standa fyrir skipulagðri verndun og uppbyggingu á hverasvæðinu.  Óska landeigendur, utan íslenska ríkisins, eftir því við sveitarstjórn, að hún veiti stuðning sinn við stofnun landeigendafélags svo hægt verði að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir á svæðinu.
Sveitarstjórn tekur vel í fram komna beiðni og samþykkir samhljóða að fela oddvita sveitarstjórnar að vinna að framgangi málsins með hagsmunaaðilum.

5.3.         Styrkbeiðni vegna útgáfu Námsvísis Fræðslunets Suðurlands.

Lagt fram tölvuskeyti Fræðslunets Suðurlands, dags. 30. maí 2012, þar sem óskað er eftir fjárstyrk við útgáfu námsvísis fyrir haustönn 2012.  Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 15.000, gegn því að merki sveitarfélagsins birtist í námsvísinum.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk.

5.4.         Umsögn um stofnun lögbýlis; Kjóastaðir, landspilda 1 (landnr. 212210).

Lagt fram tölvuskeyti Magnúsar Flygenring, dags. 5. júní 2012, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um stofnun lögbýlis á landi úr Kjóastöðum 1, landnúmer 212210.  Einnig er lögð fram umsögn Búnaðarsambands Suðurlands og afstöðumynd af landspildunni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki neinar athugasemdir við að stofnað verði nýtt lögbýli á umræddri landspildu.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.         Ákvörðun nr. 17/2012 um lokun póstafgreiðslu að Laugarvatni.

6.2.         Boð á vígslu Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi 15. júní 2012.

 

Fundi slitið kl. 17:30.