139. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 25. júlí 2013 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.      61. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu, Flóahrepps og Ásahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 27. júní til 19. júlí 2013.

 

Mál nr. 3; Framkvæmdaleyfi Eyvindartunga – Lönguhlíðarnáma.

Erindi Snæbjarnar S. Þorkelssonar, dags. 2. júlí 2013 f.h. Eyvindartungu ehf þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til 4 ára fyrir allt að 49.900 m3 efnistöku úr Lönguhlíðarnámi. Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar um útgáfa framkvæmdaleyfis til fjögurra ára í samræmi við fyrirliggjandi erindi og skilyrði sem fram koma í aðalskipulagsbreytingu svæðisins varðandi frágang og útlit.

 

Mál nr. 4;  afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Lagðar fram afgreiðslur byggingarfulltrúa fram til 19. júlí 2013 til kynningar.

 

Mál nr. 7; Lóðablað nýrrar íbúðarhúsalóðar í landi Efri-Reykja.

Lóðarblað fyrir nýja 14.268 fm íbúðarhúsalóð á bæjartorfu Efri-Reykja lnr. 167080.  Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir stofnun lóðarinnar og samþykkir einnig byggingu íbúðarhúss með vísun í 1. tl.bráðabirgðaákvæðis skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um meðmæli Skipulagsstofnunar og umsögn Minjastofnunar Íslands.

 

Mál nr. 9; Heiðarbær lóð 170234.

Umsókn um stækkun húss og byggingu aukahúss.  Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að grenndarkynna umsóknina sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 10; Hvannalundur 1 í landi Miðfells.

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús og geymslu sem komið verður fyrir á sama stað og eldri geymsla er staðsett.  Byggðaráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að grenndarkynna umsóknina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Mál nr. 20; Deiliskipulag Skálholts.

Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu um gildistöku deiliskipulags Skálholts í B-deild  Stjórnartíðinda sem samþykkt var í sveitarstjórn Biskupstungnahrepps þann 14. maí 1996, í samræmi við leiðbeiningar Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

 

Mál nr. 22; Deiliskipulagsbreyting Miðhús – spilda við Hrútá.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóðar við Hrútá í landi Miðhúsa.  Ný gögn vegna erindisins lögð fram á fundi skipulagsnefndar, þannig að ítarlegri rökstuðningur liggur nú fyrir varðandi forsendur breytingarinnar auk betri upplýsinga varðandi áhrif hennar á aðliggjandi frístundahúsalóð.  Byggðaráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemdir við að fyrirliggjandi deiliskipulag verði samþykkt.

 

Mál nr. 24; Deiliskipulag – Skálabrekka, Lindarbrekku-, Unnar- og Guðrúnargata.

Lögð var fram að nýju að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi um 36 ha svæðis úr landi Skálabrekku við Þingvallavatn.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       807. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.2.       227. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.3.       150. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

  1. Innsend bréf og erindi:

3.1.      Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 1. júlí 2013; dreifing lífræns áburðar.
Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir heimild til dreifingar á lífrænum áburði (kjötmjöli) á allt að 16 ha svæði á Haukadalsheiði.  Umrætt landsvæði er friðað fyrir beit, gott yfirferðar og flutningsleiðir greiðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrir sitt leiti að lífrænum áburði verði dreift á umræddu svæði en óskar eftir umsögn HES áður en dreifing hefst.

 

3.2.      Tölvuskeyti Guðmundar Gunnarssonar, dags. 5. júlí 2013; náma á Syðri-Reykjum.
Lagt fram tölvuskeyti Guðmundar Gunnarssonar þar sem hann óskar eftir að sveitarfélagið hlutist til um að námu í landi Syðri-Reykja verði lokað og gengið frá henni á fullnægjandi hátt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að óska eftir upplýsingum frá Pétri I. Haraldssyni skipulagsfulltrúa um umrædda námu áður en afstaða verður tekin til erindisins.

 

3.3.      Bréf Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 1. júlí 2013;  kynningarfundur um mögulegt framtíðarsamstarf SOS og SORPU.
Lagt fram bréf Sorpstöðvar Suðurlands þar sem boðaður er kynningarfundur fyrir sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaga þann 21. ágúst n.k.

 

3.4.      Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 10. júlí 2013; þjónusta við hælisleitendur.
Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis þar sem boðað er til sérstaks átaks í búsetu- og stjórnsýslumálum hælisleitenda, með það að markmiði að stytta málsmeðferðartíma og bæta stjórnsýslu.
Byggðaráð Bláskógabyggðar sér ekki að aðstæður séu fyrir hendi að sinna því verkefni sem samningur þar að lútandi myndi kalla á.

 

3.5.      Bréf Umhverfisstofnunar, dags. 4. júlí 2014; fyrirhuguð friðlýsing skv. rammaáætlun, – Bláfellsvirkjun.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar þar sem tilkynnt er upphaf ferils sem lýtur að friðlýsingu þess landssvæðis í Bláskógabyggð sem kennt er við Bláfellsvirkjun í þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, en þar er gert ráð fyrir að svæðið falli undir verndarflokk. Umhverfisstofnun óskar eftir samvinnu við Bláskógabyggð varðandi friðlýsingarferlið og óskar eftir að funda með forsvarsmönnum Bláskógabyggðar til þess að fara yfir málið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að funda með fulltrúum Umhverfisstofnunar.

 

3.6.      Bréf Hallberu Gunnarsdóttur, dags. 27. maí 2013;  launalaust leyfi.
Vísað er til dagskrárliðar 2.8 á 137. fundi byggðaráðs, en þá var málinu frestað þar til staðfesting um skólavist lægi fyrir.
Staðfesting um skólavist Hallberu Gunnarsdóttur liggur nú fyrir og samþykkir byggðaráð samhljóða að framlengja launalaust leyfi hennar um eitt ár, eða til loka júlímánaðar 2014.

 

  1. Efni til kynningar:

4.1.      Minnisblað Gunnlaugs Júlíussonar, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. júní 2013; forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2014.

4.2.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 26. júní 2013; umsögn um DSK Iða I, Hamarsvegur nr. 1 og 3.

4.3.      Bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. júlí 2013; DSK Iða I, Hamarsvegur nr. 1 og 3.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.