140. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 6. september 2012, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Smári Stefánsson, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerðir byggðaráðs:

1.1.            126. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.2.            127. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

1.3.            128. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.                 140. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.2.                 143. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.3.                 219. fundur Sorpstöðvar Suðurlands.

 

 1. Lóðarblað vegna stofnunar landspildu úr landinu Brú lóð (lnr. 167221).

Lagt fram lóðablað dags. 31. ágúst 2012 unnið af Geotækni ehf. yfir stofnun 14.378 fm spildu úr landinu Brú lóð 167221 (lnr. 167221). Spildan er tvískipt, annarsvegar er 9.851 fm spilda og hinsvegar 4.527 fm spilda. Eftir stofnun verður landið Brú lóð 167221,  47.863 fm að stærð.

Ekki er gerð athugasemd við stofnun landsins í samræmi við 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

 1. Beiðni Smára Stefánssonar um leyfi frá setu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

Smári Stefánsson lagði fram bréf til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þar sem hann óskar eftir leyfi frá setu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar til eins árs.  Umbeðið leyfi mun hefjast þann 15. september 2012 og ljúka þann 31. júlí 2013.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Smára Stefánssyni umbeðið leyfi.  Mun fyrsti varamaður Þ-listans, Þórarinn Þorfinnsson, taka sæti Smára sem aðalmaður í sveitarstjórn þann tíma sem Smári er í leyfi.

 

 1. Kosning fulltrúa Þ-lista í byggðaráð Bláskógabyggðar.

Þar sem Smári Stefánsson hefur fengið leyfi frá setu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, sbr. bókun dagskrárliðar 4, þá verður Margeir Ingólfsson aðalmaður í byggðaráði Bláskógabyggðar fram að næstu kosningum í byggðaráð sem fram fer næst í júní á næsta ári.  Sigurlína Kristinsdóttir er kosin sem varamaður Þ-listans í byggðaráð Bláskógabyggðar fram að næstu kosningum í byggðaráð.

 

 1. Undirskriftarlistar frá íbúum í Laugardal vegna læknisþjónustu á Laugarvatni.
  Lagt fram bréf og undirskriftarlistar frá íbúum í Laugardal þar sem skorað er á sveitarstjórn Bláskógabyggðar að tryggja óbreytta læknisþjónustu á Laugarvatni. Alls höfðu 140 manns skrifað sig á undirskriftarlista.

Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands taka ákvörðun um fyrirkomulag læknisþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu og þar með hvort læknaseli á Laugarvatni verði lokað eða í áframhaldandi rekstri.  Bláskógabyggð hefur boðið Heilbrigðisstofnun Suðurlands gjaldfrjálsa aðstöðu fyrir læknasel á Laugarvatni svo þessi þjónusta geti verið starfrækt þar áfram.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í innsendu bréfi og undirskriftarlistum og samþykkir samhljóða að senda afrit af bréfi og undirskriftarlistum á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að endurskoða ákvörðun sína um lokun læknaselsins á Laugarvatni.

 

Bókun Þ-listans

Í umræðum í sveitarstjórn um húsnæðismál embættis skipulags- og byggingafulltrúa hefur Þ-listinn alltaf lagt mikla áherslu á að í samráði við lækna Laugaráslæknishéraðs verð fundin ný aðstaða fyrir læknaselið á Laugarvatni. Oddviti fyrir hönd sveitarstjórnar fékk það hlutverk að finna farsæla lausn í þessu máli en tókst ekki betur til en svo að þjónusta læknanna hefur lagst af á Laugarvatni. Þessi niðurstaða í málinu tengist e.t.v. skoðun oddvita á málinu sem fram kom í Dagskránni 12. júlí 2012, en þar segir oddviti „Þörfin fyrir því að hafa lækni á Laugarvatni er að mati margra ekki hin sama og var hér á árum áður og því er niðurstaðan sú að þeir munu hætta með heilsugæsluselið á Laugarvatni“. Vilji íbúa í Laugardal kemur vel fram með þessum undirskriftum og það er augljóst að það deila fáir þessum skoðunum oddvitans.                 Þ-listinn skorar því að oddvitann að sjá til þess að í samráði við lækna Laugaráslæknishéraðs og stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verði fundin lausn á húsnæðismálum læknaselsins á Laugarvatni þannig að íbúar og nemendur skólanna á Laugarvatni geti áfram fengið lækninsþjónustu á staðnum. 

 

 1. Tillaga um stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra.

Lagt fram bréf Árborgar, dags. 14. ágúst 2012, þar sem kynnt er tillaga um stofnun byggðasamlags um eignarhald á fasteignum vegna málefna fatlaðra.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að óska eftir umsögn nefndar oddvita / sveitarstjóra (NOS) og Velferðanefndar Árnesþings.

 1. Virkjun heitavatnsholu í landi Gýgjarhóls.

Oddviti lagði fram minnisblað um forvinnu og könnun á möguleikum til nýtingar á heitu vatni úr borholu í landi Gýgjarhóls.  Fram kemur að íbúar í nágrenni við borholuna ásamt eigendum frístundahúsa hafa sýnt því mikinn áhuga að stofnað verði hitaveitufélag um borholuna og vatni dreift um það svæði sem talið er raunhæft fyrir hitaveitu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur hagsmunaaðila að halda áfram með verkefnið með það að markmiði að hitaveita verði stofnuð og heita vatnið nýtt til húshitunar.  Einnig óskar sveitarstjórn eftir því við veitustjórn Bláskógaveitu að hún veiti aðilum þá tæknilegu aðstoð sem kostur er, ef eftir verður leitað.

 

 1. Geysir – stofnun landeigendafélags.

Lögð fram til kynningar fundargerð stofnfundar Landeigendafélags Geysis ehf. sem haldinn var 5. september 2012.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir yfir ánægju sinni með framtak þeirra landeigenda sem standa að baki stofnun Landeigendafélags Geysis ehf.  og væntir góðra hluta frá félaginu með tilliti til uppbyggingar og verndunar þessarar merku náttúruperlu.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela oddvita sveitarstjórnar að sækja um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, hjá Ferðamálastofu, í samstarfi við hið nýstofnaða félag.  Ef styrkur fæst úr sjóðnum verði hann nýttur til undirbúnings hugmyndasamkeppni, skipulagsvinnu og uppbyggingar Geysissvæðisins, með það að markmiði að svæðið geti borið þennan mikla ferðamannastraum sem er þar nú og mun bara aukast.

 

 1. Takmarkanir umferðar innan marka þjóðgarðsins á Þingvöllum.
  Umræða varð um þær takmarkanir á umferð innan marka þjóðgarðarins á Þingvöllum, sem ákveðin hefur verið einhliða af Þingvallanefnd.  Þær takmarkanir sem hér um ræðir ganga mun lengra en aðalskipulag svæðisins gefur tilefni til og ekkert samráð hefur verið haft við sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að kalla eftir fundi með þjóðgarðsverði og Þingvallanefnd til að ræða þessi mál.  Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt og að hugað verði einnig að hagsmunum bænda, landeigenda og frístundahúsaeigenda.

 

 1. Bygging leikskóla í Reykholti.

 

Á 129. fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem haldinn var 6. október 2011 lagði Þ-listinn fram tillögu þess efnis að hafinn yrði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Reykholti. Afgreiðslu tillögunnar var frestað um sinn að beiðni T-listans en er hún nú lögð fram að nýju með örlitlum breytingum.

Þ-listinn leggur því fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir að stofna vinnuhóp sem fær það verkefni að skoða framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála leikskólans  Álfaborgar í Reykholti. Hlutverk vinnuhópsins verður að skoða framtíðarfyrirkomulag húsnæðismála leikskólans  þar sem m.a. komi fram þörfin á byggingu, stærð og staðsetning, ásamt  grófri kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir því að vinnuhópurinn skili tillögum sínum, eða valkostum til sveitarstjórnar eigi síðar en í mai 2013. Lagt er til að vinnuhópinn skipi leikskólastjóri Álfaborgar, formaður fræðslunefndar og sveitarstjóri en hann verði jafnframt formaður vinnuhópsins.

 

Tillögunni er hafnað með 4 atkvæðum (DK, JS, HK og VS) og 3 greiddu með (MI, SK og SS)

 

Bókun T-listans

T-listinn getur ekki samþykkt tillögu Þ-lista óbreytta, en leggur til að málið verði tekið til umræðu á októberfundi sveitarstjórnar.

 

Bókun Þ-listans

Þ-listinn undrast mjög að meirihluti sveitarstjórnar skuli ekki vera tilbúinn til þess að fara í skoðun á framtíðarfyrirkomulagi húsnæðismála Álfaborgar.  Sérstaklega kemur þetta á óvart í ljósi þess að núverandi húsnæði er barn síns tíma og stenst engan vegin þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla í dag.

 

 1. Ákvörðun um að leggja niður stöðu fréttaritara RÚV á Suðurlandi.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er furðu lostin vegna fyrirvaralausrar uppsagnar fréttaritara RÚV á Suðurlandi. Það vekur mikla furðu að samdráttur í svæðisbundinni þjónustu RÚV skuli einvörðungu verða skellt á Suðurland meðan aðrir landshlutar halda sínum fréttariturum og sumstaðar fleiri en einum.  Í ljósi staðreynda er rétt að benda forsvarsmönnum RÚV á að Suðurland nær austur að Höfn í Hornafirði.  Sunnlendingar geta ekki með nokkrum hætti sætt sig við að ríkisstofnunin RÚV mismuni landshlutum með þessum hætti og krefjast þess að jafnræðis sé gætt meðal landshluta .  Að lokum vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar benda ríkisvaldinu og forsvarsmönnum RÚV á að fréttaritari Suðurlands er orðinn landsþekktur fyrir skemmtileg og jákvæð fréttaskot og er það miður að jákvæð fréttamennska fari svona fyrir brjóstið á ráðamönnum.  Frekar ættu fleiri fréttaritarar að temja sér starfshætti og fréttaval Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar.   Jákvæð fréttamennska sem er uppbyggjandi og örvandi fyrir land og þjóð er það sem þjóðin hefur þurft á að halda undanfarin misseri og mun þurfa á komandi misserum er.  Sveitarstjórn Bláskógarbyggðar lýsir yfir megnri óánægju með ákvörðun ráðamanna RÚV og hvetur þá og ríkisvaldið eindregið til að draga hana tilbaka.  Gæta skal jafnræðis á þessum vettvangi ekki síður en grundvöll nefskatts á þjóðina til að reka þessa stofnun.

 

 1. Umræða um hækkun virðisaukaskatts á sölu gistingar.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur eindregið ríkisstjórn Íslands til að hverfa frá hugmyndum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu, enda myndi það hafa afdrifarík áhrif á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og atvinnulíf almennt.

Í Bláskógabyggð er ferðaþjónusta ein mikilvægasta atvinnugrein samfélagsins og hefur hlutur hennar aukist jafnt og þétt með auknum straumi ferðamanna.  Með vaxandi ferðamannastraumi hafa ferðaþjónustufyrirtæki svarað kalli eftir aukinni þjónustu með ákvörðun um auknar fjárfestingar.  Það er gert í þeirri trú að hægt verði að byggja upp fyrirtækin í rekstrarumhverfi þar sem stöðugleiki ríkir.  Viðamikil átaksverkefni af hendi hins opinbera til að efla Ísland sem ferðamannaland hefur blásið kjark í brjóst ferðaþjónustuaðila.  Þess vegna kemur umræðan um skattahækkanir sem þruma úr heiðskíru lofti og setur allar áætlanir og fjárfestingar í uppnám.

Afar mikilvægt er að ríkisstjórn Íslands átti sig á afleiðingum hækkunar veltuskatta í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi.  Miklar skattahækkanir, eins og lýst hefur verið í fjölmiðlum undanfarið, mun skerða mjög samkeppnishæfni íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.  Öll markaðsvinna er unnin með löngum aðdraganda, þannig að ef hækkun virðisaukaskatts verður að veruleika núna þá munu fyrirtækin sjálf þurfa að bera þungan af þeim skattaálögum fyrst í stað.  Ekki verður hægt að bregðast við með einhliða verðhækkunum á alþjóðlegum mörkuðum.  Þegar áhrif af skattahækkunum komast inn í verðlag þjónustunnar mun markaðslögmálið segja til sín og eftirspurn minnka.  Neikvæð áhrif fyrir ferðaþjónustuaðila eru því tvíþætt og hafa ber það í huga.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gagnrýnir mjög skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um skattlagningu í ferðaþjónustu, en þar er á engan hátt vikið með eðlilegum hætti að markaðslegum afleiðingum skattahækkana. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tekur undir þau sjónarmið sem Samtök atvinnulífsins hafa sett fram um afleiðingar skattahækkana.

Að lokum vill sveitarstjórn Bláskógabyggðar benda á mikilvægi þessarar atvinnugreinar á landsbyggðinni s.s. í Bláskógabyggð.  Margar fjölskyldur byggja framfærslu sína á greininni og mun samdráttur hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hvetur ríkisstjórn Íslands til að hverfa frá þessum hugmyndum um skattahækkanir og tryggja öruggt og stöðugt rekstrarumhverfi sem mun stuðla að aukinni uppbyggingu og fjárfestingu.  Með þeim hætti mun skattstofn innan ferðaþjónustunnar styrkjast og skila til lengri tíma mun meiri skatttekjum til ríkissjóðs en óábyrg ákvörðun um hækkun virðisaukaskattshlutfalls án íhugunar um afleiðingar þess.

 

 1. Innsend erindi:

14.1.          Bréf reiðveganefndar Loga, dags. 2. september 2012; reiðslóð um Tunguheiði.

Lagt fram bréf reiðveganefndar Loga þar sem óskað er eftir umsögn og leyfi fyrir að lagfæra hluta reiðleiðarinnar fyrir ofan Gullfoss á leiðinni að Sandá.  Í framkvæmdinni felst að ryðja grjóti úr reiðvegaslóðinni og fara með grjótmulningstæki yfir og fá skýra slóð.  Einnig verði aðkoma að brúnni við Sandá bætt.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar líst vel á þessa framkvæmd og vísar umsögn og leyfisveitingu til embættis skipulags- og byggingarmála.

14.2.          Tölvuskeyti Helgu K. Sæbjörnsdóttur, dags. 3. september 2012; styrkumsókn vegna boltaleikfimi.

Lagt fram tölvuskeyti Helgu K. Sæbjörnsdóttur þar sem óskað er eftir styrk vegna boltaleikfimi sem haldin verður í Bergholti, Reykholti, veturinn 2012 – 2013.  Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur Kristni J. Gíslasyni, sviðsstjóra að útfæra stuðning við verkefnið með gerð leigusamnings vegna aðstöðu í Bergholti veturinn 2012 – 2013.  Útfærslan verði með sama hætti og áður hefur verið gagnvart útleigu Bergholts fyrir boltaleikfimi.

 

 1. Efni til kynningar:

15.1.          Svarbréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands til Umhverfisstofnunar; sorphirðumál í Bláskógabyggð.

 

 

Fundi slitið kl. 18:30.