140. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 5. september 2013 kl. 14:00.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.      Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 18. ágúst 2013.
Samþykkt samhljóða.

1.2.      Fundur vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga Bláskógabyggðar, dags. 7. ágúst 2013.
Samþykkt samhljóða.

1.3.      Fundur vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulaga Bláskógabyggðar, dags. 2. september 2013.
Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       163. fundur skólanefndar Tónlistarskóla Árnesinga.

2.2.       Fundur NOS, dags. 8. júlí 2013.

2.3.       Fundur starfshóps um skólaþjónustu, dags. 29. júlí 2013.

2.4.       Fundur starfshóps um skólaþjónustu, dags. 13. ágúst 2013.

2.5.       468. fundur stjórnar SASS.

2.6.       151. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.7.       152. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.8.       153. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.9.       Aukaaðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands, dags. 23. ágúst 2013.

2.10.     Verkfundur vegna framkvæmda í Háholti og Torfholti, dags. 13. ágúst 2013.

2.11.     Verkfundur vegna framkvæmda í Háholti og Torfholti, dags. 14. ágúst 2013.

2.12.     Verkfundur vegna framkvæmda í Háholti og Torfholti, dags. 27. ágúst 2013.

 

  1. Málefni Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.

Lagt var fram bréf Sigurjóns Péturs Guðmundssonar, forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti þar sem fram kemur tillaga um breytt fyrirkomulag helgaropnunar sundlaugar yfir vetrarmánuði.  Í dag er sundlaug opin yfir vetrartíma á laugardögum frá klukkan 14:00 til 18:00 og lokuð á sunnudögum.  Tillaga Sigurjóns Péturs gengur út á að opnað verði fyrr á laugardögum, eða klukkan 10:00 en lokun verði annað hvort klukkan 16:00 eða 18:00.  Gerir tillagan því ráð fyrir lengdum opnunartíma sundlaugar annað hvort um tvær eða fjórar klukkustundir.  Umræða varð um þessa tillögu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að næsta vetur verði sundlaugin í Reykholti opin á laugardögum frá klukkan 10:00 til 18:00.

 

  1. Sameiginlegt tæknisvið Uppsveitanna.

Umræða varð um samstarfsverkefni Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps og Hrunamannahrepps um sameiginlegt tæknisvið.  Samkvæmt samningi milli sveitarfélaganna á endurskoðun þessa verkefnis að hafa átt sér stað fyrir 15. september n.k.  Lagðar voru fram upplýsingar um hlutfallaskiptingu milli sveitarfélaga á vinnuframlagi tæknisviðsins.  Endurskoðun samnings vísað til næsta fundar sveitarstjórnar, enda verði fulltrúar sveitarfélaganna búnir að funda um framhald verkefnisins og leggja fram tillögu til sveitarstjórnanna.

 

 

 

  1. Drög að frumvarpi til breytinga á skipulagslögum:

5.1.      Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 6. ágúst 2013.
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem óskað er eftir umsögnum frá sveitarfélögum um fyrirliggjandi drög að breytingu á skipulagslögum.  Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem lögð er fram á fundi byggðaráðs undir dagskrárlið 5.2.

 

5.2.      Drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um breytinga á skipulagslögum, dags. 28. ágúst 2013.
Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur heilshugar undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur engu þar við að bæta.

 

  1. Samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð (780/2007).

Umræða varð um gildandi samþykkt fyrir búfjárhald í Bláskógabyggð í ljósi þess að nú hefur verið lokið við endurnýjun girðingar yfir Laugarvatnsfjall.

 

  1. Innsend erindi:

7.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 9. ágúst 2013; umsókn um breytingu á rekstrarleyfi.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Efstadals 2 ehf um breytingu á áður útgefnu rekstarleyfi og að fyrri leyfi verði sameinuð í eitt leyfi.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við að umrætt leyfi verði veitt enda samræmist það gildandi skipulagi svæðisins.

 

7.2.      Tölvuskeyti Önnu Bergljótar Thorarensen, dags. 22. ágúst 2013; umferðafræðsla í grunnskólum.
Lagt fram tölvuskeyti Önnu Bergljótar Thorarensen þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarsjóði að upphæð kr. 70.000 sem nýttur yrði til að fræða yngstu nemendur í Bláskógabyggð um hætturnar sem leynast í umferðinni.  Um er að ræða 20 mínútna langt leikrit sem kallast Vinstri Hægri Vinstri og yrði sýnt á báðum starfsstöðvum Bláskógaskóla, í Reykholti og á Laugarvatni.
Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar þessu áhugaverða erindi og ákvörðun um þátttöku til skólastjóra Bláskógaskóla.

 

7.3.      Bréf Íþróttasambands lögreglumanna, dags. 14. ágúst 2013; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Íþróttasambands lögreglumanna þar sem óskað er eftir fjárstyrk til fjármögnunar á bæklingnum „Í umferðinni“ sem dreift verður til allra yngstu nemenda í grunnskólum landsins. Byggðaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 5.000.

 

7.4.      Minnisblað Kristins J. Gíslasonar, dags. 12. ágúst 2013; reglubundið eftirlit með úttektum mannvirkja í byggingu.

Lagt fram minnisblað Kristins J. Gíslasonar, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs, þar sem bent er á að brögð séu að því að fullbúnar byggingar hafa ekki verið teknar út og því ekki komnar að hluta til eða að öllu leyti inn í fasteignamat.  Nauðsynlegt sé að árlega verði farið í að skanna fasteignaskrá og yfirfara stöðu þeirra bygginga í Bláskógabyggð sem ekki eru skráðar fullbúnar né hafa fengið lokaúttekt.

Byggðaráð tekur undir nauðsyn þess að slíkt verklag verði viðhaft og verður beiðni um slíkt verklag sent til embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

7.5.      Bréf Reykjavíkurborgar, dags. 8. ágúst 2013; Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.
Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar þar sem kynnt eru drög að endurskoðuðu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.  Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar þessu erindi til næsta fundar sveitarstjórnar sem haldinn verður þann 12. september n.k.

 

7.6.      Bréf Félags eldriborgara Biskupstungum, dags. 31. júlí 2013; styrkbeiðni vegna íþróttastarfs félagsins.
Helgi Kjartansson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram bréf Félags eldriborgara Biskupstungum, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að koma til móts við kostnað vegna íþróttastarfs félagsins.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk sem nemur kostnaði við húsaleigu í húsnæði sveitarfélagsins ásamt kostnaði við íþróttaþjálfara.

 

7.7.      Tölvuskeyti Barkar Brynjarssonar, dags. 27. ágúst 2013; plæging á ljósleiðararöri í tengslum við plægingu háspennustrengs.
Lagt fram tölvuskeyti Barkar Brynjarssonar þar sem greint er frá því að verið er að hefja plægingu á rafmagnskapli frá norðanverðu Mosfelli niður að Svínavatni og þaðan að Laugarvatni.  Kapallinn verður dreginn niður innan veghelgunarsvæðis.  Fyrir liggur vilji hjá Mílu að nýta sér þessa framkvæmd og plægja niður ljósleiðara á þeim hluta lagnaleiðar sem enginn ljósleiðari er til staðar.  Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar þessari ákvörðun Mílu sem styrkja mun möguleika á ljósleiðaravæðingu á þessu svæði, sem eflir þjónustu og gæði fjarskipta svæðisins til framtíðar.

 

7.8.      Bréf Smára Stefánssonar, dags. 1. september 2013; breyting á samningi um rekstur tjaldsvæðis á Laugarvatni.
Lagt fram bréf Smára Stefánssonar þar sem óskað er eftir breytingu á samningi um rekstur tjaldsvæðisins á Laugarvatni.  Breytingin felst í að nýtt félag muni taka við rekstri tjaldsvæðisins.  Byggðaráð Bláskógabyggðar fellst á að samningurinn verði framseldur til þessa nýja félags sem verði í eigu og umsjá Eiríks Steinssonar kt. 290477-4689.

 

7.9.      Tölvuskeyti Aldísar Hafsteinsdóttur, dags. 2. ágúst 2013; samningur við Gerði G. Óskarsdóttur um ráðgjöf við skipulagningu skólaþjónustu.

Lagt fram tölvuskeyti Aldísar Hafsteinsdóttur þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórna til samnings við Gerði G. Óskarsdóttur um ráðgjöf við skipulagningu skólaþjónustu sveitarfélaga í Árnessýslu utan Árborgar.  Samningur við Gerði var lagður fram og kynntur á fundinum. Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

 

7.10.     Tölvuskeyti frá Rallý Reykjavík, dags. 31. júlí 2013; ósk um leyfi til að nýta veg um Tröllháls fyrir rallýkeppni.
Lagt fram tölvuskeyti frá Rallý Reykjavík þar sem óskað var um leyfi til að nýta veg um Tröllháls fyrir rallýkeppni.  Þar sem ekki var fundur hjá byggðaráði eða sveitarstjórn frá því að erindi barst og keppnin var haldin, þá var haft samband við fulltrúa byggðaráðs með tölvupósti í ágústmánuði og samþykktu allir byggðaráðsfulltrúar að heimila rallýkeppnina á þessum vegakafla.  Svarbréf sveitarstjóra við afgreiðslu erindisins, dags. 7. ágúst 2013 lagt fram. Afstaða og samþykki byggðaráðs er því hér með formlega fært í gerðabók.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.      Bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dags. 8. ágúst 2013;  deiliskipulag Skálholts.

8.2.      Tillaga um breytingu á 10. grein fjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna nr. 711/2012.

8.3.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 12. ágúst 2013; umsögn um deiliskipulagstillögu skálasvæðis við Hagavatn.

8.4.      Afrit af bréf Vegagerðarinnar, dags. 23 ágúst 2013; niðurfelling Árgilsvegar (3653) af vegaskrá.

8.5.      Afrit af bréfi Vegagerðarinnar, dags. 23. ágúst 2013; niðurfelling Eiríksbakkavegar (3529) af vegaskrá.

8.6.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 29. ágúst 2013; umsögn um deiliskipulag – Efri-Reykir.

8.7.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 23. ágúst 2013; umsögn um deiliskipulag – Einholt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.