142. fundur

 1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 8. nóvember 2012, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson, Kjartan Lárusson sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

 1. Fundur með fulltrúum þjóðgarðsins á Þingvöllum; upplýsingar og samráð.

Mætt eru á fund sveitarstjórnar fulltrúar þjóðgarðsins á Þingvöllum, þau Ólafur Örn Haraldsson og Guðrún St. Kristinsdóttir.

Tilgangur fundarins er að skiptast á upplýsingum og fara yfir sameiginleg hagsmunamál þjóðgarðsins og sveitarfélagsins Bláskógabyggðar.

Ólafur Örn og Guðrún fóru af fundi í lok þessa dagskrárliðar.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1     Fundargerð 130. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

 

2.2.    52. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 87. og 88. afgreiðslufundum byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla einstakra dagskrárliða sem varða Bláskógabyggð:

Nr. 2:    Erindi Unnar G. Baldursdóttur þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni Dalbrún 3 í tvennt. Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Reykholts og felur skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi málsins. Endurskoða þarf aðkomu að lóð.

Nr. 3:    Erindi frá eigenda fasteignarinnar Skálabrekka C,c,c1, sem er 35 fm bátaskýli.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 4:    Erindi frá eiganda lóðarinnar V-gata 30 þess efnis að fá leyfi til að flytja 62 fm hús á lóðina.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 5:    Fundargerðir byggingarfulltrúa, nr. 87 og 88, lagðar fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 7:    Erindi eiganda lögbýlisins Goðatúns, úr landi Reykjavalla.  Gögn málsins lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 8:    Erindi Mountaineers of Icland um byggingu atvinnuhúsnæðis í Skálpanesi.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 20:  Breyting á aðalskipulagi Laugarvatns. Gögn málsins lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða auglýsta breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, innan þéttbýlisins Laugarvatn, óbreytta og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Skipulagsfulltrúa er falið að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 21:  Tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Lækjarhvamms.  Gögn málsins lögð fram. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 22:  Tillaga að breytingu deiliskipulagi Austureyjar I og III að lokinni grenndarkynningu.

Kjartan Lárusson vék af fundi undir þessum lið.

Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 23:  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða úr landi Bergstaða.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar, að um óverulega breytingu sé að ræða og hún samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigendum lóða innan skipulagssvæðisins og aðliggjandi lóða.

Nr. 24:  Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Haukadals III að lokinni auglýsingu.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 25:  Laugarvatn – Heildarendurskoðun deiliskipulags. Gögn málsins lögð fram.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og jafnfram fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Skipulagsfulltrúa er falið að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Nr. 26:  Lóðarblað sem sýnir skiptingu á 13 lóðum úr landi Efra-Apavatns.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 27:  Lóðarblað ásamt teikningum vegna nýrrar 48 fm lóðar undir spennistöð í landi Spóastaða.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

Nr. 28:  Lóðarblað sem sýnir Stíflisdal lóð 1.  Gögn málsins lögð fram.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

2.3.    Fundargerð 21. fundar fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

2.4.    5. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.    12. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

3.2.    Fundur nefndar oddvita og sveitarstjóra um Velferðarþjónustu Árnesþings (NOS); dags. 26. október 2012.

3.3.    12. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

 

 1. Tillaga til fjárauka sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 2012.

Sveitarstjóri lagði fram tillögu til fjáraukalaga fyrir sveitarstjórn Bláskógabyggðar.  Um er að ræða breytingar á eftirfarandi tekju- og útgjaldaliðum sveitarsjóðs:

 

     Deild  Textalýsing              Samþykkt áætlun              Ný áætlun   Fjárauki áætlunar

0006   Fasteignaskattur            -215.000.000          -219.000.000             -4.000.000

0010   Jöfnunarsjóður                 -105.000.000          -113.810.000             -8.810.000

0200   Félagsþjónusta                   35.018.000             42.806.500              7.788.500

2000   Framlög til B-hluta                6.000.000              8.000.000              2.000.000

2100   Sameiginlegur kostnaður 56.590.000            58.590.000              2.000.000

4300   Vatnsveita                                  -337.000                -337.000                               0

              Framlag frá Aðalsjóði                                             -2.000.000             -2.000.000

              Lagfæring brunnsvæða                          0              2.000.000              2.000.000

Samtals fjárauki 2012:         -1.021.500

 

Sameiginlegar fjárveitingar til Gullkistunnar og Grunnskóla Bláskógabyggðar verður fjárhagsrammi ársins 2012 fyrir þær stofnanir.  Tilfærsla milli fjárveitinga Grunnskóla og Gullkistunnar verða að rýma rekstrarkostnað þessara rekstrareininga.  Frá 1. ágúst 2012 var leikskólinn Gullkistan sameinaður Grunnskóla Bláskógabyggðar.  Kostnaður leikskóladeildar Grunnskólans á Laugarvatni skal rúmast innan fjárheimildar Grunnskólans en verður færður á bókahaldslykla leikskólans Gullkistunnar áfram til aðgreiningar á rekstri.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða tillögu til fjárauka sveitarsjóðs Bláskógabyggðar 2012.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2013 – 2016 (fyrri umræða).

Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2013 – 2016 til fyrri umræðu.  Um er að ræða rammaáætlun þessara ára.  Umræða varð um forsendur áætlunarinnar og þær vísbendingar sem áætlunin gefur.  Sveitarstjóra falið að vinna áfram að útfærslu áætlunarinnar og henni vísað til síðari umræðu hjá sveitarstjórn.

 

 1. Landsskipulagsstefna 2013 – 2024; umsögn.

Lögð fram drög að umsögn skipulagsmálanefndar sambands íslenskra sveitarfélaga  um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2013 – 2014 sem auglýst hefur verið til kynningar af Skipulagsstofnun. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember n.k.

Umræða varð um fyrirliggjandi umsögn og sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að fullklára umsögnina í takt við þá umræðu sem átti sér stað á fundinum.

 

 1. Þingmál til umsagnar:

7.1.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 26. október 2012; frumvarp til laga um félagslega aðstoð (þingmál 36).
Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna frumvarps til laga um félagslega aðstoð, þingmál 36.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp.

7.2.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 30. október 2012; tillaga til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (þingmál 152).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum, þingmál 152.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við framlagða þingsályktunartillögu.

7.3.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 31. október 2012; frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (þingmál 3).

Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna frumvarps til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, þingmál 3.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vísar til fyrri umsagna hennar um sama mál, þar sem forsendur hafa ekki enn breyst hvað varðar þau atriði sem Bláskógabyggð hefur gert athugasemdir við.

7.4.    Tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. nóvember 2012; frumvarp til laga um almenningssamgöngur.

Lagt fram tölvuskeyti Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er að nú er til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um almenningssamgöngur á landi. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér innihald þessara draga að frumvarpi, en frumvarpið verður á seinni stigum sent til almennrar kynningar og sett í umsagnarferil.  Á þeim tímapunkti mun Samband íslenskra sveitarfélaga gefa formlega umsögn sína um frumvarpið.

 

 1. Samningar til staðfestingar (gögn lögð fram á fundinum):

8.1.    Samningur um snjómokstur í Bláskógabyggð.

Þríhliða samningur um snjómokstur í Bláskógabyggð lagður fram.  Samningsaðilar eru sem verkkaupar Bláskógabyggð og Vegagerðin en verktaki JH vinnuvélar.  Um er að ræða snjómokstur á skólaleiðum í Bláskógabyggð sem fellur utan reglubundins snjómoksturs Vegagerðarinnar.  Um er að ræða sambærilegan samning og verið hefur í gildi undan farin ár. Samningurinn tekur til snjómoksturs þar sem kostnaður skiptist til helminga á Vegagerðina og sveitarsjóð Bláskógabyggðar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fram lagðan samning.

8.2.    Samningur um hálkuvörn.

Lagður fram samningur um hálkuvörn í Bláskógabyggð, þar sem um er að ræða hálkuvörn á leiðum sem Vegagerðin sinnir ekki hálkuvörn, svo og í þéttbýlum Bláskógabyggðar. Samningurinn sem endurnýjun á samningi sem verið hefur í gildi undanfarin misseri.  Verktaki er JH vinnuvélar og verkkaupi Bláskógabyggð.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fram lagðan samning.

 

 1. Mál sem byggðaráð Bláskógabyggðar vísaði til sveitarstjórnar á 130. fundi byggðaráðs:

9.1.    Tillögur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar, frá 7. fundi nefndarinnar þann 10. september 2012.

Sveitarstjórn fagnar hugmyndum um menningarviðurkenningu Bláskógabyggðar og óskar eftir því við menningarmálanefnd að hún komi með tillögu að reglugerð um menningarviðurkenningu til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að hafna hugmyndum um menningarsjóð en beinir því til aðila í sveitarfélaginu að vera duglegri að sækja til Menningarráðs Suðurlands um styrki í verkefni sín.

 

9.2.    Hugmyndir um stofnun tæknisviðs Uppsveita Árnessýslu og Flóa, sbr. minnisblað frá oddvitafundi þann 10. október 2012.

Sveitarstjórn samþykkir að hafna því að vera með í byggðasamlagi um tæknisviðið. Sveitarstjórn er jákvæð fyrir því að kaupa þjónustu af tæknisviðinu varðandi ýmis mál.

 

 1. Innsend erindi:

10.1.  Bréf Fontana, dags. 24. október 2012; upplýsingar um rekstur og boðun hluthafafundar þann 5. nóvember 2012.

Lagt fram bréf Fontana þar sem upplýst er um rekstur félagsins og framtíðarhorfur.  Einnig er boðaður hluthafafundur sem haldinn var þann 5. nóvember s.l.  Oddviti sveitarstjórnar mætti á fundinn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

10.2.  Tölvuskeyti Birgis F. Birgissonar, dags. 25. október 2012; frjáls og opinn hugbúnaður.

Lagt fram tölvuskeyti Birgis F. Birgissonar þar sem kynntur er frjáls og opinn hugbúnaður. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kynna sér þennan hugbúnað og kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að taka slíkan hugbúnað upp hjá sveitarfélaginu.  Sveitarstjóri skili niðurstöðu könnunar til sveitarstjórnar.

10.3.  Tölvuskeyti Guðjóns Arngrímssonar, dags. 30. október 2012; IPA styrkur.

Lagt fram tölvuskeyti Guðjóns Arngrímssonar þar sem óskað er eftir samstarfi vegna umsóknar um IPA-styrk vegna þróunarvinnu tveggja staða, Geysis og Skálholts.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur oddvita að ræða við aðila.

10.4.  Bréf Sorpu, Sorpstöðvar Suðurlands, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Sorpurðunar Vesturlands, dags. 16. október 2012; urðunarstaðir fyrir úrgang.

Lagt fram bréf Sorpu o.fl. þar sem leitað er til sveitarfélaga á Suður og Vesturlandi um tilnefningar á mögulegum urðunarstöðum fyrir úrgang.

Sveitarstjórn sér ekki fyrir sér neinn stað innan marka sveitarfélagsins fyrir urðun úrgangs.

10.5.  Bréf stjórnar Vörðuhlíðar, dags. 25. október 2012; samningur um hitaveitu í landi Iðu 2.

Lagt fram bréf stjórnar Vörðuhlíðar þar sem fram kemur að stjórnin telur að um vanefndir við samning um hitaveitu í landi Iðu 2 séu að ræða af hendi Bláskógaveitu.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að senda afrit af umræddu bréfi til stjórnar Bláskógaveitu og óska eftir afstöðu og umsögn hennar sem allra fyrst þannig að umsögnin liggi fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

10.6.  Bréf Stígamóta, móttekið 2. nóvember 2012; fjárbeiðni.

Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til reksturs samtakanna. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

 1. Efni til kynningar:

11.1.  Afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Skálholtsstaðar, dags. 23. október 2012; niðurfelling Rektorsvegar af vegaskrá.

11.2.  Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis til JP Lögmanna, dags. 26. október 2012; deiliskipulag Skálholts.

11.3.  Bréf Markaðsstofu Suðurlands, móttekið 1. nóvember 2012; uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands, 16. nóvember 2012.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19:00.