142. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. október 2013 kl. 14:30.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1.      28. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar ásamt reglum um samskipti skóla og trúfélaga.
Varðandi dagskrárlið 2 leikskólahluta þá samþykkir byggðaráð samhljóða framlagðar reglur um samskipti skóla og trúfélaga.
Varðandi dagskrárlið 3 í leikskólahluta, þá getur byggðaráð ekki fallist á að leikskólarnir hafi lokað milli jóla og nýárs.

Að öðru leyti er fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.2.      13. fundur menningarmálanefndar Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.3.      6. vinnufundur um endurskoðun aðalskipulaga Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.4.      3. fundur starfshóps um skólaþjónustu í Árnesþingi.
Samþykkt samhljóða

 

1.5.      Fundur NOS um skólaþjónustu, haldinn á Borg í Grímsnesi 11. október 2013 ásamt minnisblaði, afrit af glærum Gerðar G. Óskarsdóttur og dögum að starfslýsingum kennsluráðgjafa og sálfræðings.

Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

Fyrir liggja gögn um sameiginlega skólaþjónustu í Árnesþingi utan Árborgar. Lagt er upp með að hafa skólaþjónustuna með velferðþjónustunni og yrði þá stofnuð Velferðar- og skólaþjónusta Árnesþings. Tillaga að skipuriti og starfslýsingum liggja fyrir og er áætlað að þjónustan geti tekið til starfa um áramót. Auglýsa þarf eftir þremur starfsmönnum, tveimur kennsluráðgjöfum, bæði fyrir leik- og grunnskóla og einum sálfræðingi sem gæti þá bæði sinnt velferðar- og skólaþjónustunni. Einnig er ljóst að breyta þurfi samningi um velferðarþjónustuna og endurskoða samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélaganna. Áætlaður kostnaður vegna skólaþjónustunnar er að fjárhæð  35 milljónir króna sem skiptist niður á sveitarfélögin í samræmi við fjölda nemenda í leik- og grunnskóla. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að taka þátt í verkefninu og feli oddvita að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

1.6.               3. fundur fagráðs Brunavarna Árnessýslu ásamt bréfi og tillögu að gjaldskrá.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa fundargerðinni til sveitarstjórnar.

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.       4. fundur fagráðs Brunavarna Árnessýslu.

2.2.       470. fundur stjórnar SASS.

2.3.       230. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

2.4.       155. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

2.5.       156. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

 1. Þingmál; umsögn um 61. þingmál – frumvarp til laga um byggingarvörur.
  Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

 1. Viðaukasamningur; Sláttur og hirðing á Laugarvatni.
  Lagður fram viðaukasamningur um slátt og hirðingu á Laugarvatni, dagsettur 18. október 2013.Verkkaupar eru Bláskógabyggð, Menntaskólinn að Laugarvatni og Háskóli Íslands.  Verktaki er Fosshamar ehf.  Viðaukasamningurinn gildir til þriggja ára eða til 1. október 2016.
  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir framlagðan samning samhljóða og felur Kristni J. Gíslasyni að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

                                                          

 1. Ráðning í starf við félagsmiðstöð í Bláskógabyggð.

Vísað er til 4. dagskrárliðar 151. fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þar sem samþykkt var að auglýst var starf til umsóknar í félagsmiðstöð í Bláskógabyggð sem starfrækt verði í samstarfi við félagsmiðstöð í Grímsnes- og Grafningshreppi.  Starfið var auglýst í Bláskógafréttum með umsóknarfrest til 21. október s.l.  Ein umsókn barst frá Guðmundi Hermanni Óskarssyni.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að ráða Guðmund til starfsins og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi milli aðila.  Fyrirkomulag starfs félagsmiðstöðvar verði síðan skipulagt í samstarfi við Grímsnes- og Grafningshrepp.

 

 1. Fjárhagsáætlanir:

6.1.      Tillaga til fjárauka vegna fjárhagsáætlunar 2013.
Lögð fram tillaga til fjárauka vegna fjárhagsáætlunar 2013.  Um er að ræða breytingar á eftirfarandi tekju- og útgjaldaliðum sveitarsjóðs:

 

  

Deild      Textalýsing                                                                  Samþykkt          Ný áætlun         Fjárauki

                                                                                                           áætlun                                     áætlunar

0006   Fasteignaskattur (0011)                                        -227.900.000    -236.900.000      -9.000.000

0010   Jöfnunarsjóður (0112, 0141, 0145)                          -109.710.000    -119.010.000      -9.300.000

0400   Fræðslumál (0201, 0204, 0212, 0215, 0219, 0241, 0244)    363.665.203     366.693.203       3.028.000

0500   Menningarmál (0501, 0561)                                         7.592.152          9.062.152       1.470.000

0900   Skipulags- og byggingarmál (0926)                                        0          2.250.000       2.250.000

1000   Umferðar- og samgöngumál (1053)                         1.012.069          1.412.069          400.000

1100   Umhverfismál (1142, 1145, 1162)                                  6.030.000          6.680.000          650.000

1300   Atvinnumál (1301, 1326, 1361)                                      4.255.564          5.130.564          875.000

2100   Sameiginlegur kostnaður (2143, 2154, 2160)               2.400.000          4.495.000       2.095.000

Samtals fjárauki 2013:                                                              -7.532.000

 

Kostnaðarheimildir leikskóla- og grunnskóladeildar Bláskógaskóla eru skipt niður á tvær deildir í bókhaldi, en heimilt er að flytja fjárheimildir milli þeirra deilda, en sameiginlegar fjárheimildir deildanna haldast óbreyttar.

 

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að vísa þessari tillögu til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn Bláskógabyggðar.

 

6.2.      Fyrstu drög að rammaáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2014 – 2017.
Fyrstu drög að rammaáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2014 – 2017 lögð fram.  Sveitarstjóri útskýrði forsendur áætlunarinnar.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög.  Áætluninni vísað til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

 1. Innsend erindi:

7.1.      Bréf Snorra Ólafssonar og Elínborgar Einarsdóttur, dags. 29. október 2013; uppsögn á leigu íbúðar Kistuholt 3a ásamt bílskúr.
Lagt fram bréf Snorra og Elínborgar þar sem þau segja upp leigu á íbúðinni Kistuholt 3a ásamt bílskúr í Reykholti.
Kristni J. Gíslasyni falið að yfirfara íbúðina eftir að hún losnar og standsetja hana fyrir áframhaldandi leigu.  Þegar hafa 3 umsóknir um íbúð fyrir eldri borgara borist skrifstofu Bláskógabyggðar.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að auglýsa umrædda íbúð til útleigu í næstu Bláskógafréttum.  Ákvörðun um úthlutun íbúðarinnar verður tekin á næsta reglubundna fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar í lok nóvember n.k.

 

7.2.      Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 29. september 2013; umsókn um styrk á móti húsaleigu vegna réttaballs í Aratungu.
Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu Aratungu vegna réttaballs.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu Aratungu.

 

7.3.      Bréf Björgunarsveitar Biskupstungna, dags. 29. september 2013; ósk um að fá að halda réttaball í Aratungu í september 2014.

Lagt fram bréf Björgunarsveitar Biskupstungna þar sem óskað er eftir leyfi til að halda réttaball í Aratungu í september 2014.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðið leyfi.

 

7.4.      Bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 25. september 2013; Bændur græða landið.

Lagt fram bréf Landgræðslunnar þar sem þakkað fyrir þátttöku Bláskógabyggðar í verkefninu Bændur græða landið.  Einnig er óskað eftir því að Bláskógabyggð haldi áfram í verkefninu á næsta ári.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að haldið verði áfram í umræddu verkefni með sama hætti og undan farin ár og gert verði ráð fyrir sambærilegum útgjöldum í fjárhagsáætlun ársins 2014.

 

7.5.      Bréf Minjastofnunar, dags. 10. október 2013; Kárastaðir, undirbúningur friðlýsingar.
Lagt fram bréf Minjastofnunar þar sem kynntur er undirbúningur friðlýsingar gamla íbúðarhússins að Kárastöðum.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur að svo komnu máli engar athugasemdir við tillöguna, en leggur áherslu á að þessi vinna og framkvæmd friðlýsingar fari fram í fullu samráði og góðu samkomulagi við ábúendur.

 

7.6.      Bréf Minjastofnunar, dags. 11. október 2013; deiliskipulagslýsing Skálholts.
Lagt fram bréf Minjastofnunar þar sem fram kemur að Minjastofnun mun ekki taka afstöðu til deiliskipulagstillögu á Skálholtsjörðinni fyrr en kerfisbundin fornleifaskráning hefur átt sér stað í Skálholti.  Byggðaráð hvetur eigendur Skálholtsjarðarinnar að verða við þessum tilmælum Minjastofnunar og sjá til þess að kerfisbundin fornleifaskráning eigi sér stað á Skálholtsjörðinni.

 

7.7.      Bréf Minjastofnunar, dags. 11. október 2013; deiliskipulag fjallasels á Hlöðuvöllum.
Lagt fram bréf Minjastofnunar þar sem fram kemur afstaða stofnunarinnar vegna deiliskipulags fjallasels á Hlöðuvöllum á Laugardalsafrétti.  Byggðaráð Bláskógabyggðar tekur undir ábendingar Minjastofnunar og vísar erindinu til úrvinnslu hjá Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti Uppsveitanna.

 

7.8.      Tölvuskeyti Fuglaverndar, dags. 15. október 2013; styrktarlína í tímarit Fugla.
Lagt fram tölvuskeyti Fuglaverndar þar sem óskað er eftir styrk við útgáfu tímaritsins Fugla. Byggðaráð Bláskógabyggðar hafnar erindinu.

 

7.9.      Erindi Veraldarvina, mótt. 21. október 2013; beiðni um samstarf í verkefninu „ECONAT“.
Lagt fram erindi Veraldarvina þar sem fram kemur beiðni um samstarf í verkefninu „ECONAT“. Byggðaráði finnst ekki liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar um þetta verkefni og felur Kristni J. Gíslasyni að kynna sér þetta verkefni og gefa byggðaráði skýrslu um afstöðu hans til verkefnisins áður en byggðaráð tekur afstöðu til þess.  Afgreiðslu frestað.

 

7.10.     Bréf Golfkortsins, mótt. 21. október 2013; beiðni um afslátt í sund fyrir golfkortshafa.
Lagt fram bréf Golfkortsins þar sem óskað er eftir afslætti fyrir golfkortshafa á aðgöngumiða að sundlauginni í Reykholti.  Byggðaráð Bláskógabyggðar  hafnar erindinu.

 

7.11.     Bréf Suðurlands FM 963, mótt. 29. október 2013; beiðni um samstarf.

Lagt fram bréf Suðurlands FM 963 þar sem óskað er eftir samstarfi.  Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

7.12.     Tölvuskeyti Kammerkórs Suðurlands, dags. 16. október  2013; styrkbeiðni.
Byggðaráð Bláskógabyggðar vísar erindinu til sveitarstjórnar.

 

7.13.     Bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 24. október 2013; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Biskupstungum þar sem óskað er eftir styrk til að standa undir hluta kostnaðar við tölvunámskeið fyrir félagsmenn.  Byggðaráð tekur vel í erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið um kr. 40.000.

 

7.14.     Bréf Stígamóta, dags. 20. október 2013; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Stígamóta þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hafnar erindinu.

 

7.15.     Tölvuskeyti Morgunblaðsins, dags. 29. október 2013; boð um auglýsingu.
Lagt fram tölvuskeyti Morgunblaðsins þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að kaupa auglýsingu í blaðinu.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur ekki þörf á auglýsingu á þessum tíma.

 

7.16.     Tölvuskeyti Umhverfisstofnunar, dags. 28. október 2013; ósk um tilnefningu fulltrúa í vinnuhóps um friðlýsingu vegna rammaáætlunar.
Lagt fram tölvuskeyti Umhverfisstofnunar þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í vinnuhóps um friðlýsingu landssvæða sem sett hafa verið í verndarflokk í rammaáætlun.  Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tilnefnda Drífu Kristjánsdóttur sem fulltrúa Bláskógabyggðar í umræddan vinnuhóp.

 

 

 

 1. Efni til kynningar:

8.1.      Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 23. október 2013; upplýsingar um fjármál sveitarfélaga og fjárhagsleg viðmið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.