143. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 6. desember 2012, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Kristín Ingunn Haraldsdóttir sem varamaður Margeirs Ingólfssonar, Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 131. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Staðfest samhljóða.

 

1.2.    53. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 89. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Lögð fram 53. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 22. nóvember 2012. Eftirfarandi dagskrárliðir varða Bláskógabyggð:

 

Nr. 1: Laugarás_Austurbyggð 5 og 7 – bílskýli.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarás við lóðir Austurbyggð 3 til 11 sem auglýst var án athugasemda frá 3. maí til 16. júní 2012. Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna að nýju og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda þar sem Skipulagsstofnun hefur þegar afgreitt málið.

 

Nr. 2:  Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2012.

Lögð fram til kynningar fundargerð 89. afgreiðslufundar frá 6. nóvember 2012.

 

Nr. 46: Dsk Austurhlíð lóð 167196 – Skotalda.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulag fjögurra frístundahúsalóða úr landi Austurhlíðar (lnr. 167196) verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 47: Dsk Gröf lnr. 167806 – Efra-Sel og Ársel.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag tveggja lóða úr landi Grafar með fyrirvara um að önnur lóðin fái annað nafn en Efra-Sel.

 

Nr. 48: Dsk Heiði – verslunar- og þjónustulóð.

Vísað til dagskrárliðar 6.4 þessa fundar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar.

 

Nr. 49: Dsk Hvítárnesskála við Hvítárvatn.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulag fyrir Hvítárnes, ásamt umhverfisskýrslu, verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

 

Nr. 50: Dsk Iða I_Hamarsvegur 1 og 3.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulag tveggja frístundahúsalóða úr landi Iðu I, Hamarsvegur 1 og 3.

 

 

 

Nr. 51: Dskbr. Drumboddsstaðir.

Skipulags-og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hún hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við samþykkt sveitarfélagsins og skilmála flestra annarra frístundabyggðarsvæða í sveitarfélaginu og skiptingu á einni lóð í tvær. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda auk þess að þegar er búið að framkvæma í samræmi við breytinguna.

 

Nr. 52: Dskbr. Iða II lóð nr. 9.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða úr landi Iðu II, lóð nr. 9, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem þegar er búið kynna breytinguna og framkvæma í samræmi við hana.

 

Nr. 53: Dskbr. Kjarnholt I lóð 3 lnr. 209270.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og frestar afgreiðslu málsins þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

 

Nr. 54: Dskbr. Laugarás – Hverabrekka 8.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Laugaráss, spennistöð á lóðinni Hverabrekka 8, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu um breytinguna.

 

Nr. 55: Dskbr. Sóltún lnr. 212117.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Sóltún skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu um breytinguna þar sem hún hefur þegar verið kynnt hagsmunaaðilum án athugasemda.

 

Nr. 56: Dskbr. Úthlíð II – Skyggnisvegur 5 og 7 og Skútavegur 4.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi Úthlíðar við Skyggnisveg og Skútaveg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu  um breytinguna þar sem hún hefur þegar verið kynnt án athugasemda og búið er að framkvæma í samræmi við breytinguna.

 

Nr. 57: Efra-Apavatn, Skógarhlíð – deiliskipulag fyrir íbúð og skemmu.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa deiliskipulag fyrir lögbýlið Skógarhlíð að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 58: Efri-Reykir – deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Reykja að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

Nr. 59: Brekka – breyting á nýtingarhlutfalli.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hún hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við samþykkt sveitarfélagsins og skilmála flestra annarra frístundabyggðarsvæða í sveitarfélaginu. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda.

 

Nr. 60: Geysir_Tjaldsvæði – deiliskipulag.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa aftur deiliskipulag um 3,6 ha svæðis fyrir tjaldsvæði úr landi Lauga skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 61: Gröf – 3 frístundalóðir.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.

 

Nr. 62: Holtahverfi í landi Fells – skilmálabreyting.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa aftur breytingu á skilmálum deiliskipulags tveggja aðliggjandi frístundahúsahverfa úr landi Fells, svæði sem kallast Holtahverfi, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 63: Illósvegur – Austurey.

Skipulags- og byggingarnefnd mælir með að deiliskipulagsbreytingin verði  auglýst að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og samþykkir hún hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 213/2010. Um er að ræða breytingu á fjölda lóða á ákveðnu svæði og er þegar búið að framkvæma í samræmi við deiliskipulagsbreytinguna. Um er að ræða breytingu á skilmálum til samræmis við samþykkt sveitarfélagsins og skilmála flestra annarra frístundabyggðarsvæða í sveitarfélaginu. Grenndarkynning fellur niður þar sem tillagan hefur þegar verið auglýst án athugasemda og búið er að framkvæma lóðabreytingar í samræmi við tillöguna.

 

Nr. 64: LB_Efri-Reykir – Reykjavegur 15, 17 og 19.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu á deiliskipulagi frístundahúsalóða úr landi Efri-Reykja, lóðir við Reykjaveg, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.

 

Nr. 65: LB_Lækjarhvammur lnr. 167929 – stækkun lóðar.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að lóðin Lækjarhvammur lnr. 167929 verði stækkuð með fyrirvara um lagfærð gögn.

 

Nr. 66: Miðhúsaskógur – orlofssvæði VR.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis VR í Miðhúsaskógi að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

Nr. 67: Reykholt_íbúðarbyggð Eflingar – óveruleg breyting.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar Eflingar  í Reykholti skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna þar sem hún hefur þegar verið kynnt án athugasemda.

 

Nr. 68: Snorrastaðir_Orlofsbústaðir VM – deiliskipulagsbreyting.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa aftur breytingu á deiliskipulagi sumarhúsasvæðis úr landi Snorrastaða, orlofssvæði vélstjóra og málmtæknimanna, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 69: Torta – endurskoðun deiliskipulags.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa aftur breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Tortu, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 70: Útey I – skilmálabreytingar.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á skilmálum tveggja aðliggjandi frístundahúsahverfa úr landi Úteyjar I að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 71: Útey II – fjarskiptahús og mastur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa deiliskipulag lóðar fyrir fjarskiptamastur í landi Úteyjar II að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

1.3.    Fundargerð Oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu, dags. 28. nóvember 2012.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

1.4.    6. fundur samgöngunefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

1.5.    53. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

1.6.    Fundur fjallskilanefndar Biskupstungna, dags. 3. desember 2012.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

1.7.    22. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

 

Sveitarstjórn samþykkir nýtt nafn grunnskóla Bláskógabyggðar, fékk hann nafnið Bláskógaskóli í samræmi við niðurstöðu skoðunarkönnunar.

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    13. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

2.2.    43. aðalfundur SASS, haldinn 18. og 19. október 2012.

2.3.    462. fundur stjórnar SASS.

 

  1. Ákvörðun um álagningu gjalda 2013:

3.1.    Álagningarhlutfall útsvars 2013.

Sveitarstjórn staðfestir samþykkt byggðaráðs, þ.e. að álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2013 verði 14,48%.

 

3.2.    Ákvörðun um álagningu fasteignaskatts 2013.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi álagningarprósentu fasteignaskatts 2013:

A     0,6% af fasteignamati á íbúðarhúsnæði, bílageymslur, geymsluhúsnæði, lönd og útihús í landbúnaði og sumarhús, allt með tilheyrandi lóðum.

B     1,32% af fasteignamati sjúkrastofnana skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum (með fyrirvara um að reglugerð verði ekki breytt).

C     1,2% af fasteignamati allra annarra fasteigna með tilheyrandi lóðum, þó að undanskildum fasteignum í 0 flokki.

Afsláttur af fasteignaskatti til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um afslátt af fasteignaskatti sem samþykkt var af sveitarstjórn Bláskógabyggðar 4. desember 2007 og samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

 

3.3.    Ákvörðun um gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.

Lögð fram tillaga að gjaldskrá kaldavatnsveitu Bláskógaveitu.  Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

 

Vatnsgjald verði 0,4% af fasteignamati eigna sem tengst geta vatnsveitum sveitarfélagsins, sbr ákv. 7. gr. laga nr. 81/1991 m.br.skv ákv. 3. gr. laga nr. 149/1995.   Heimilt verður að innheimta notkunargjald fyrir stórnotendur skv. mæli.

Hámarksálagning verði kr. 24.990.- á sumarhús og íbúðarhús.  Fyrirtæki sem safna vatni í eigin miðlun fái 30% lækkun á vatnsskatti.  Lágmarksálagning vegna tengingar við vatnsveitur sveitarfélagsins verði kr. 11.015.- og er ekki bundin við að húsnæði hafi verið tengt veitu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá kaldavatnsveitu og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

3.4.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu.

Álagning vegna meðhöndlunar úrgangs, þ.e. sorphirðing og sorpeyðing, verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár 110/2012, dags. 8. febrúar 2012.

 

Í gjaldskránni kemur m.a. fram að innheimt skuli:

 

Sorphirðugjald:

 

Ílátastærð              Grátunna                      Blátunna

240 l ílát                            13.710 kr.                       5.946 kr.

660 l ílát                            39.560 kr.                     18.203 kr.

1.100 l ílát                        65.018 kr.                     29.424 kr.

Grátunna: losun á 14 daga fresti.

Blátunna:  losun á 42 daga fresti.

 

Sorpeyðingargjald:

Íbúðarhúsnæði                   17.744 kr.

Frístundahúsnæði             13.970 kr.

Lögbýli                                  10.870 kr.

Smærri fyrirtæki                16.184 kr.

Stærri fyrirtæki                  16.184 kr.

 

Gjaldfrjálst verður á gámastöðvum fyrir allt að 3m3 vikulega.  Umframmagn er gjaldskylt á móttökustöð, miðað við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er.  Allur úrgangur er gjaldskyldur  við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvinnslusjóðs.

 

Móttökugjald á einn m3:  4.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingu og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

3.5.    Ákvörðun um gjaldskrá vegna fráveitu og hreinsun rotþróa.

Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í Bláskógabyggð verði breytt í samræmi við meðfylgjandi tillögu að breytingu gjaldskrár nr. 111/2012, dags. 8. febrúar 2012.

 

Í gjaldskránni kemur fram að innheimt skuli:

 

Stofngjald fyrir tengingu og lagningu frárennslislagna við holræsakerfi sveitarfélagsins skal vera 30.000 kr.

 

Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins. Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976, með síðari breytingum. Fráveitugjald skal nema 0,25% af álagningarstofni.

 

Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við tæmingu rotþróa, skv. 18. gr. samþykktar um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár skal vera eftirfarandi:

 

Rotþró 0 – 6000 lítra                                  kr.        6.971

Rotþró 6001 lítra og stærri             kr.        1.881 pr./m3

 

Árlegt rotþróargjald þar sem tæming á sér stað annað hvert ár skal vera eftirfarandi:

 

Rotþró 0 – 6000 lítra                                  kr.        10.460

Rotþró 6001 lítra og stærri             kr.        2.821 pr./m3

 

Fyrir aukalosun, að beiðni eiganda, skal innheimta gjald kr. 21.000 fyrir hverja losun.

 

Afsláttur af fráveitugjaldi til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri, eða 75% öryrkjar eða meira, og eiga lögheimili í viðkomandi fasteign fer eftir samþykkt um tekjuviðmiðun sem samþykkt var í sveitarstjórn Bláskógabyggðar þann 7. apríl 2011.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fráveitu og hreinsun rotþróa og felur sveitarstjóra að koma henni til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

 

3.6.    Ákvörðun um lóðarleigu.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að lóðarleiga 2013 verði 0,7% af lóðarmati.

 

3.7.    Ákvörðun um gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu og útleigu á Aratungu og Bergholti.

Lögð fram gjaldskrá mötuneytisins í Aratungu, að grunngjald verði kr. 1.323 og hlutdeild stofnana 59%.  Samþykkt samhljóða.

Varðandi útleigu Aratungu og Bergholts er framlögð gjaldskrá samþykkt samhljóða.

 

3.8.    Ákvörðun um gjaldskrá íþróttahússins í Reykholti.

Lögð fram gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar í Reykholti.  Hvað varðar gjaldskrá vegna innri leigu milli stofnana þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gjaldið hækki samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.  Hvað varðar aðra almenna notkun íþróttamiðstöðvarinnar þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.

 

3.9.    Ákvörðun um gjaldskrá leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hækka alla gjaldaliði gjaldskrárinnar um 3,5%.  Afslættir verði óbreyttir.

 

3.10.  Ákvörðun um gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit verði óbreytt frá árinu 2012.

 

3.11.  Ákvörðun um gjaldskrá fyrir heitavatnsveitu Bláskógaveitu.

Stjórn Bláskógaveitu samþykkti fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir hitaveitu á 53. fundi sínum. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu stjórnar Bláskógaveitu að gjaldskrá hitaveitu Bláskógaveitna.  Sveitarstjórn beinir þeim tilmælum til starfsmanna Bláskógaveitu að sjá til þess að gjaldskráin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Gjöld liða 3.2, 3.3, 3.4, 3.5 og 3.6 verði innheimt með 6 gjalddögum mánaðarlega frá 15. febrúar 2013. Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.  Greiðsluseðlar verða sendir út rafrænt ásamt álagningaseðli. Ekki verða sendir útprentaðir greiðsluseðlar eða álagningaseðlar nema gjaldendur óski sérstaklega eftir því.

 

 

 

 

  1. Ákvörðun um greiðslu húsaleigubóta 2013.

Lögð fram tillaga um auglýsingu vegna ákvörðunar um greiðslu húsaleigubóta hjá Bláskógabyggð 2013. Í auglýsingunni er gerð tillaga um að fjárhæðir húsaleigubóta verði þær sömu og grunnfjárhæðir sem ákveðnar eru í reglugerð innanríkisráðuneytis.

Samþykkt samhljóða

 

  1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2013 – 2016 (síðari umræða).

 

Kristinn J Gíslason sviðsstjóri þjónustu og framkvæmdasvið kom inn á fundinn  undir þessum lið og kynnti framkvæmdaáætlun fyrir árið 2013.

 

Lögð fram til annarrar umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árin 2013 til 2016.  Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætluninni og skýrði ýmsa liði.  Helstu kennitölur áætlunarinnar eru:

 

Samstæða (A- og B-hluti) 2013 2014 2015 2016
Rekstrarreikningur        
Tekjur 866.945 896.043 920.725 947.602
Gjöld 792.192 817.213 840.824 862.669
Niðurstaða án fjármagnsliða 74.753 78.830 79.902 84.933
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (     47.317) (      38.792 ) (      41.849 ) (      38.572 )
Rekstrarniðurstaða 27.437 40.038 38.052 46.361
Efnahagsreikningur 2013 2014 2015 2016
     
Eignir
Fastafjármunir 961.943 949.772 933.136 917.285
Veltufjármunir 170.389 190.485 225.552 222.933
Eignir samtals 1.132.332 1.140.257 1.158.688 1.140.218
31. desember 2013 2014 2015 2016
     
Eigið fé og skuldir
Eigið fé 371.870 411.907 449.960 496.321
Langtímaskuldir 601.469 557.009 518.336 476.984
Skammtímaskuldir 158.993 171.341 190.392 166.914
Skuldir og skuldbindingar samtals 760.462 728.350 708.728 643.897
Eigið fé og skuldir samtals 1.132.332 1.140.257 1.158.688 1.140.218

 

Gert er ráð fyrir nettófjárfestingu sem hér segir í þúsundum króna:

 

2013              2014              2015              2016

Eignasjóður                                                     13.000            13.000            15.000            15.000

Bláskógaveita                                                 17.000            17.000            10.000            10.000

Samtals fjárfesting nettó                             30.000            30.000            25.000            25.000

 

Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð kr. 30 milljónir á árinu 2013 og er sveitarstjóra falið að afla lánstilboða á næsta ári fyrir framkvæmdatíma þeirra fjárfestingaverkefna sem gert er ráð fyrir í áætlun 2013.

 

Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2013 – 2016 til samþykktar. Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda endurskoðendum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytinu afrit af samþykktri áætlun.

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mjög góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Bláskógabyggðar.

 

  1. Skipulagsmál:

6.1.    Deiliskipulag fyrir lögbýli úr landi Kjóastaða.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21. nóvember 2012 þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við gögn deiliskipulags fyrir lögbýli úr landi Kjóastaða. Þá liggur fyrir endurskoðað deiliskipulag þar sem gerðar hafa verið lagfæringar til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið að nýju með lagfæringum.

 

6.2.    Deiliskipulag og lýsing skipulagsáætlunar á skálasvæðum Ferðafélags Íslands við Hagavatn og Hlöðufell.

Lagt fram bréf Ferðafélags Íslands þar sem óskað er eftir heimild Bláskógabyggðar til þess að hefja vinnu við deiliskipulag skálasvæðanna við Hagavatn og við Hlöðufell og lýsingu á skipulagsáætlunum svæðanna.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita Ferðafélagi Íslands heimild til þess að fara í þessa vinnu.

 

6.3.    Reykjavegur; niðurstöður könnunar og skoðunar Vegagerðarinnar er varða breytt vegstæði.

Drífa Kristjánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Lagðar fram niðurstöður könnunar og skoðunar Vegagerðarinnar á hugmyndum um breytt vegstæði Reykjavegar, þar sem tenging við Biskupstungnabraut verði í Reykholti.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá þessum hugmyndum og hvetur Vegagerðina að ljúka öllum undirbúningsþáttum við uppbyggingu Reykjavegar samkvæmt fyrri áformum, þannig að framkvæmdir við Reykjaveg geti staðist samkvæmt gildandi samgönguáætlun.

 

6.4.    Deiliskipulag í landi Heiðar, Biskupstungum, verslunar- og þjónustulóð.

Lagður fram uppdráttur sem sýnir staðsetningu lóðar og byggingareits í landi Heiðar fyrir verslunar- og þjónustulóð við Faxa.  Umræða varð um fyrirliggjandi uppdrátt. Sveitarstjórn vísar málinu til skipulagsnefndar og veitir nefndinni fullnaðarumboð til þess að afgreiða málið.

Jafnframt veitir sveitarstjórn sveitarstjóra og oddvita heimild til að ljúka gerð og undirritun samnings við landeigendur að Heiði, Biskupstungum, vegna staðsetningar Tungnarétta og aðgengi almennings að þeim og aðstöðu fyrir fjallfé,  umsvif og framkvæmd  réttahalds.  Fulltrúum fjallskilanefndar Biskupstungna og Vina Tungnarétta verði kynntur samningurinn áður en gengið verði formlega frá honum.

 

6.5.    Framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Eyvindartungu, við Lyngdalsheiðarveg.

Lögð fram umsókn Snæbjörns S. Þorkelssonar, f.h. Eyvindartungu ehf., dags. 23. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku upp á 49.000 m3 úr Lönguhlíðarnámu í landi Eyvindartungu. Efnistaka á þessum stað er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012. Í þeirri breytingu kom fram að við efnistökuna verði þess gætt að gengið verði frá þeim hlutum námunnar þegar efnistöku úr þeim er lokið og efni haugsett þannig að falli að landslagi. Þannig verði mold tekin af tiltölulega stóru svæði og haugsett. Sáð verður á börmum námunnar og kantar gerðir ávalir til þess að þar festi gróður og að komið verði í veg fyrir fok. Til að lágmarka sjónræn áhrif á efnistökutíma er gert ráð fyrir að efnistaka hefjist syðst á námasvæðinu og fari síðan smám saman til norðurs í átt að Lyngdalsheiðarvegi.

 

Sveitarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Lönguhlíðarnámu til eins árs til að byrja með. Er það gert til að meta hvernig staðið hefur verið við skilyrði um frágang og útlit sbr. greinargerð aðalskipulagsbreytingar.

 

  1. Samningar:

7.1.    Stofnsamningur Héraðsnefndar Árnesinga bs.
Lögð fram drög að stofnsamningi Héraðsnefndar Árnesinga b.s.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stofnsamning fyrir Héraðsnefnd Árnesinga bs. með fyrirvara um að breyting verði gerð á annarri málsgrein 9. greinar.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar getur ekki fallist á að kostnaðarskipting vegna framlaga til Brunavarna Árnessýslu verði tilgreind í stofnsamningnum.  Í stað þess mætti vísa í sérstakt samkomulag um kostnaðarskiptingu sem aðildarsveitarfélögin hafi möguleika á að uppfæra án þess að þurfa að taka stofnsamninginn upp til endurskoðunar.  Ef lagfæring fæst á þessu atriði í 9. grein er oddvita falið að undirrita stofnsamninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

7.2.    Samstarfssamningur um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Lögð fram drög að samstarfssamningi um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samstarfssamning og felur oddvita að undirrita hann fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

7.3.    Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða, ásamt greinargerð.

Lagður fram endurskoðaður samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurlands um þjónustu við fatlaða ásamt greinargerð vinnuhóps sem stóð að endurskoðuninni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Samþykkt um stjórn Bláskógabyggðar (fyrri umræða).

Lögð fram drög að nýjum samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar í samræmi við ný sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.  Umræða varð um allnokkur atriði sem varðar útfærslu fyrirliggjandi samþykktar í ljósi nýrra sveitarstjórnarlaga.  Sveitarstjóra, oddvita og Þórarni Þorfinnssyni falið að útfæra textann í samræmi við umræðu sveitarstjórar.  Samþykktin verður síðan tekin til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar í byrjun janúar 2013.

 

  1. Innsend erindi:

9.1.    Bréf Ómars Sævarssonar og Sigurlaugar Angantýsdóttur, dags. 4. september 2012; umsókn um garðyrkjulóð til leigu.

Lagt fram bréf Ómars Sævarssonar og Sigurlaugar Angantýsdóttur er varðar umsókn um garðyrkjulóð til leigu.  Bréfritari hefur haft samband við sveitarstjóra og fellur frá framlagðri umsókn.  Ljóst er að garðyrkjulóðir við Langholtsveg, Laugarási, hafa ekki verið auglýstar lausar til útleigu.  Áður en hægt verður að úthluta lóðum þarna þarf sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa þær lausar til umsóknar.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýsa þær garðyrkjulóðir sem sveitarfélagið hefur í Laugarási lausar til úthlutunar.

 

9.2.    Umsókn Stórsögu um byggingarlóð fyrir ferðaþjónustu á Laugarvatni.

Fyrir liggur að Stórsaga ehf hefur óskað eftir lóð fyrir ferðaþjónustu á Laugarvatni.  Sveitarstjórn hefur gert ráð fyrir lóð á Einbúaskipulagi fyrir starfsemi Stórsögu og samþykkir að úthluta þeirri lóð þegar skipulag svæðisins hefur hlotið staðfestingu.

Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra fullnaðarumboð til þess að ganga formlega frá lóðarúthlutun til Stórsögu ehf þegar deiliskipulag svæðisins hefur hlotið formlega gildistöku.

 

  1. Efni til kynningar:

10.1.  Tölvuskeyti SASS, dags. 30. nóvember 2012; aukaaðalfundur SASS 14. desember 2012.

 

 

Fundi slitið kl. 19:00.