143. fundur

 1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 28. nóvember 2013 kl. 13:45.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, og Sigurrós H. Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð. 

 

 1. Fundur með fulltrúum eigenda Aratungu, þ.e. Kvenfélags Biskupstungna og Ungmennafélags Biskupstungna þar sem rekstur og viðhaldsverkefni Aratungu er til umfjöllunar.

Kristinn J. Gíslason, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs og Svava Theodórsdóttir, fulltrúi Kvenfélags Biskupstungna og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, fulltrúi Ungmennafélags Biskupstungna mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Umræða varð um rekstur Aratungu og þau viðhaldsverkefni sem ráðist hefur verið í á þessu ári.  Einnig var farið yfir þau viðhaldsverkefni sem liggja fyrir á næsta ári.

 

 1. Fundargerðir til staðfestingar:

2.1.      Fundargerð 7. vinnufundar um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.
Fundargerð staðfest samhljóða.

2.2.      60. fundur stjórnar Bláskógaveitu.
Fundargerð staðfest samhljóða.

2.3.      8. fundur umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.
Varðandi 3. dagskrárlið fundargerðar um fjárveitingu til eyðingar kerfils og umhverfisþings, þá er afgreiðslu þess liðar vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014.  Að öðru leyti er fundargerð staðfest samhljóða.

2.4       Fundur NOS haldinn 14. nóvember 2013.

Fundargerð staðfest samhljóða.

 

 

 1. Fundargerðir til kynningar:

3.1.       21. fundur velferðarnefndar Árnesþings, ásamt fjárhagsáætlun 2014 og tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2014.

3.2.       Fundur um málefni vatnsverndarsvæðis Þingvallavatns, haldinn 11. nóvember 2013.

3.3.       4. fundur starfshóps um skólaþjónustu í Árnesþingi, haldinn 6. nóvember 2013.

3.4.       44. aðalfundur SASS, ásamt samþykktum.

3.5.       8. aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

3.6.       32. aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

3.7.       8. aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands.

3.8.       473. fundur stjórnar SASS.

 

 1. Þingmál:

4.1.      70. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 70.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál.

4.2.      71. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 71.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál.

4.3.      72. mál til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 72.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál.

4.4.      14. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 14.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál.

4.5.      160. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 160.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál.

4.6.      167. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 167.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál. Byggðaráð fagnar framkomnu frumvarpi þar sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerði ítrekað athugasemdir við frumvarp umræddra laga án þess að komið hafi verið til mót svið við þær á fullnægjandi hátt.

4.7.      186. mál til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis.

Lagt fram tölvuskeyti frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar vegna þingmáls nr. 186.  Byggðaráð Bláskógabyggðar hefur engar athugasemdir við framlagt þingmál.

 

 1. Fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2014 – 2017.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2014 – 2017.  Vinna áætlunar er komin á lokastig og verður hún tekin til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar þann 5. desember n.k.

 

 1. Beiðni um niðurfærslu viðskiptakrafna; erindi frá stjórnsýslusviði.

Sigurrós Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, lagði fram beiðni um afskrift útistandandi krafna sem ekki hefur tekist að innheimta, dagsett 21. nóvember 2013.   Meðfylgjandi beiðninni er listi yfir umræddar kröfur. Um er að ræða ógreiddar kröfur, hluti þeirra fyrndar kröfur, aðrar vegna gjaldþrota og einnig vegna dánarbúa.  Um er að ræða kröfur að upphæð samtals kr. 3.783.981.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að afskrifa umræddar kröfur og verði afskriftarreikningur nýttur til að mæta þessari niðurfærslu krafna.

 

 1. Ákvörðun um útleigu íbúðarinnar Kistuholt 3a, Reykholti.
  Íbúðin Kistuholt 3a hefur verið auglýst til útleigu og rann umsóknarfrestur út þann 25. nóvember s.l. Alls hafa borist 5 umsóknir um íbúðina.  Umsækjendur eru:

1)  Stígur Sæland, kt. 190849-3769 og Kristín Jóhannesdóttir kt. 260548-2479.

2)  Stefanía Hávarðsdóttir kt. 220443-4779 og Hörður Gilsberg kt. 220545-4239.

3)  Sigurður Víglundsson kt. 121240-3359.

4)  Inga Ósk Jóhannsdóttir kt. 151153-2919 og Jónas Þorkell Jónsson kt. 080951-3459.

5)  Ólafur Þór Jónasson kt. 311242-2539.

Byggðaráð hefur yfirfarið innkomnar umsóknir og samþykkir að Stígur Sæland, kt. 190849-3769 og Kristín Jóhannesdóttir kt. 260548-2479 fái úthlutað íbúðinni Kistuholti 3a, Reykholti enda er umsókn þeirra elst og þau eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Við þessa úthlutun losnar íbúð í Kistuholti 3b og samþykkir byggðaráð að fela  sviðstjóra þjónustu og framkvæmdasviðs að yfirfara íbúðina og auglýsa hana til útleigu. Jafnframt bendir byggðaráð á að þeir sem ekki fengu úthlutað verði áfram á biðlista við næstu úthlutun óski þeir þess.

 

 1. Innsend erindi:

8.1.      Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 14. nóvember 2013; viðbót við umsókn um rekstrarleyfi vegna Kjóastaða 2.
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna viðbótar við umsókn um rekstrarleyfi vegna Kjóastaða 2.  Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt fyrir gistileyfi í flokki III.

 

8.2.      Bréf Vina Tungnarétta, dags. 5. nóvember 2013; beiðni um styrk á móti húsaleigu Aratungu.
Lagt fram bréf Vina Tungnarétta þar sem sótt er um styrk á móti húsaleigu, kr. 219.000 vegna sveitaballs Tvær úr Tungunum þann 17. ágúst s.l.

Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu Aratungu.

 

8.3.      Bréf Snorraverkefnisins, dags. 4. nóvember 2013; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf Snorraverkefnisins þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð styðji verkefnið með fjárframlagi.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

8.4.      Bréf Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu), dags. 14. nóvember 2013;  beiðni um þátttöku í heilsueflingu fyrir starfsfólk HSu.

Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem óskað er eftir þátttöku Bláskógabyggðar í heilsueflingu fyrir starfsfólk HSu.  Um er að ræða beiðni um hagstæð kjör til að sækja sundlaugar, heilsuræktarstöðvar og aðra slíka þjónustu sem í boði er hjá sveitarfélaginu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.

 

8.5.      Tölvuskeyti Matís, dags. 23. október 2013; samstarf Matís og Bláskógabyggðar vegna matarsmiðjunnar á Flúðum.

Lagt fram tölvuskeyti Matís þar óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélögin vegna matarmiðjunnar á Flúðum.
Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að samningur um stuðning við verkefnið, dags. 3. september 2010 lýkur í árslok 2013.  Byggðaráð bendir á að ef um frekari fjárframlög eigi að vera frá sveitarfélögunum verði að gera nýjan samning vegna þessa.  Ekki hefur verið gert ráð fyrir framlögum frá Bláskógabyggð til verkefnisins í drögum að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir rekstrarárin 2014 – 2017.

 

8.6.      Bréf HSK, dags. 20. nóvember 2013; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf HSK þar sem þakkað er fyrir fjárstuðning til héraðssambandsins frá Héraðsnefnd Árnesinga.  Jafnframt er óskað eftir aukaframlagi til héraðssambandsins.  Byggðaráð bendir á að fjárframlög Bláskógabyggðar hefur undanfarin ár farið í gegnum Héraðsnefnd Árnesinga og ekki er gert ráð fyrir frekari framlögum í fjárhagsáætlun ársins.  Það er skoðun byggðaráðs Bláskógabyggðar að annað hvort fari fjárstuðningur í gegnum Héraðsnefnd eða beint frá sveitarfélagi, en ekki hvoru tveggja.  Af þeirri ástæðu hafnar byggðaráð Bláskógabyggðar að veita viðbótarframlag.

 

 

 

 

 1. Efni til kynningar:

9.1.      Bréf Securitas, dags. 18. nóvember 2013; innkomuvöktun með myndavélum.

9.2.      Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 14. nóvember 2013; niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2013.

9.3.      Afrit af bréfi Skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita bs dags.12. nóvember 2013; mannvirki á jörðinni Miðfell 170160, Bláskógabyggð.

9.4.      Bréf Ungmennafélags Íslands, dags. 15. nóvember 2013; tillaga frá 48. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands.

9.5.      Erindi frá Umhverfisstofnun;  fyrirhugaðar friðlýsingar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að erindinu verið vísað til næsta reglubundna sveitarstjórnarfundar.

9.6.      Tölvuskeyti innanríkisráðuneytis, dags. 26. nóvember 2013; álagningarhlutfall útsvars.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:50.