144. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 132. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.2.    54. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt 90. og 91. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Lögð fram fundargerð 54. fundar skipulagsnefndar, dags. 20. desember 2012.  Eftirfarandi dagskrárliðir varða Bláskógabyggð:
Nr. 3: Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2012.

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 90. afgreiðslufundar frá 29. nóvember og 91. afgreiðslufundar frá 19. desember 2012.

 

Nr. 4: Haukadalur 4.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

 

Nr. 18: Dsk Heiði – verslunar- og þjónustulóð.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum sem nefndin tilgreinir í bókun sinni varðandi byggingarreit og skilmála.

 

Nr. 19: Dsk Lindatunga lnr. 167075.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulag fyrir íbúðarhúsalóð á lögbýlinu Lindatungu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 20: dskbr. Hakið – fræðslumiðstöð.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að breyting á deiliskipulagi, ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Nr. 21: Fyrirspurn_Reykholt – Sólvangur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að setja umrædda fyrirspurn í grenndarkynningu meðal aðliggjandi lóðarhafa.  Niðurstaða hennar verði síðan tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar og niðurstaða skipulagsnefndar lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

 

Nr. 22: Laugarás_Klettaborg lnr. 167400 – skipting lóðar.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og vísar málinu til umfjöllunar landeigenda.

 

Nr. 23: LB_Úthlíð 2 – Brúnavegur 9 og Skyggnisvegur 26.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir leiðrétt lóðarmörk skv. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um samþykki lóðarhafa.

 

1.3.    Fundur fjallskilanefndar Laugardals, dags. 3. september 2012.
Samþykkt samhljóða.

 

1.4.    58. fundur Héraðsnefndar Árnesinga.
Í fundargerð kemur fram stofnsamningur fyrir Héraðsnefnd Árnesinga bs.  Sveitarstjórn hafði fjallað um stofnsamninginn á síðasta fundi sínum þann 6. desember 2012.  Oddviti hefur undirritað stofnsamninginn með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrirliggjandi stofnsamning fyrir sitt leyti.

Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn Bláskógabyggðar fundargerðina fyrir sitt leyti.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    13. fundur Almannavarnarnefndar Árnessýslu.

 

  1. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggð (önnur umræða).

Lögð fram drög að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Bláskógabyggðar til annarrar umræðu. Umræður urðu um þær breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrstu umræðu.  Samþykkt að vinna að lokagerð samþykktarinnar fyrir næsta fund sveitarstjórnar þannig að þá liggi fyrir endanleg útgáfa til samþykktar hjá sveitarstjórn.

 

  1. Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð.

Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Bláskógabyggð.  Umræða varð um fyrirliggjandi drög að siðareglum.  Sveitarstjórn samþykkir að vísa þeim til síðari umræðu á næsta reglubundna fundi sveitarstjórnar í febrúar n.k.

 

  1. Innsend erindi:

5.1.    Tölvuskeyti Gunnars Þorgeirssonar, dags. 3. janúar 2013; bókun vegna skuldbreytingar hjá Listasafni Árnesinga.

Listasafn Árnesinga hyggst skuldbreyta í rekstri sínum og fá lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna þessa.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Listasafns Árnesinga, kt.511076-0729, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.500.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Héraðsnefnd Árnesinga bs, sem er eigandi Listasafns Árnesinga. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að endurfjármagna óhagstæðari lán sem tekin voru árið 2003 til að fjármagna húsnæði listasafnsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin samþykkir jafnframt að eignarhald að Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga bs megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila á meðan lánið er ekki að fullu greitt.

Fari svo að Bláskógabyggð framselji eignarhlut í Listasafni Árnesinga og/eða Héraðsnefnd Árnesinga bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Bláskógabyggð sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Valtý Valtýssyni, sveitarstjóra, kt. 221060-2379, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Bláskógabyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

 

5.2.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 18. desember 2012; leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – Golden Circle Apartments, Laugarbraut 5, Laugarvatni.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Laugarbraut 5, Laugarvatni.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt.

 

5.3.    Bréf Brunavarna Árnessýslu, dags. 17. desember 2012; kauptilboð vegna Árvegar 1, Selfossi.

Lagt fram bréf Brunavarna Árnessýslu þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna kaupa á þeim hluta húsnæðisins að Árvegi 1, Selfossi sem nýtt er af Brunavörnum Árnessýslu.  Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu hefur samþykkt umrædd kaup fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki aðildarsveitarfélaga.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir fyrir sitt leyti umrædd kaup að því gefnu að BÁ gangi til samninga um kaup á húseignum sem brunavarnirnar nýta innan Bláskógabyggðar.

 

5.4.    Bréf sóknarnefndar Torfastaðakirkju, dags. 31. desember 2012; beiðni um styrk á móti húsaleigu í Bergholti.

Lagt fram bréf sóknarnefndar Torfastaðakirkju þar sem óskað er eftir styrk frá Bláskógabyggð til að mæta húsaleigu í Bergholti vegna aðalsafnaðarfundar sóknarinnar.   Umbeðin upphæð er kr. 18.500.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu.

 

5.5.    Tölvuskeyti Péturs Inga Haraldssonar, dags. 7. janúar 2013; innganga Ásahrepps í Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

Lagt fram tölvuskeyti Péturs Inga Haraldssonar, skipulagsfulltrúa, þar sem kynnt er samkomulag milli embættis Skipulags- og byggingarfulltrúa uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs annars vegar og Ásahrepps hins vegar um inngöngu Ásahrepps í byggðasamlagið.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt samkomulag. Sveitarstjórn býður Ásahrepp velkominn í byggðasamlagið og væntir góðs samstarfs í framtíðinni.

 

5.6.    Umsókn um byggingarlóðir; Skólabraut 8 og 10.

Lögð fram umsókn um lóðirnar Skólabraut 8 og 10 í Reykholti.  Um er að ræða verslunar- og þjónustulóðir í framhaldi af lóð Bjarkarhóls sem er númer 4.

Sveitarstjórn vísar til úthlutunarreglna lóða í Bláskógabyggð og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa þjónustulóðirnar Skólabraut 8, 10 og 12 lausar til umsóknar.  Jafnframt verði aðrar áður auglýstar lóðir sem lausar eru til umsóknar auglýstar.  Byggðaráð afgreiðir síðan innkomnar umsóknir skv. úthlutunarreglum.

 

  1. Efni til kynningar:

6.1.    Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 20. desember 2012; svör við athugasemdum við auglýsta tillögu að landsskipulagsstefnu 2013 – 2024.

6.2.    Vöktun á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. (Skýrslan lögð fram á fundinum)

 

 

Fundi slitið kl. 17:15.