144. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 31. janúar 2014 kl. 9:00.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

1.1.       Fundur NOS haldinn 21. janúar 2014.

1.2.       15. stjórnarfundur Samtaka orkusveitarfélaga.

 

  1. Þingmál:

2.1.      249. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis; frumvarp til laga um útlendinga.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við framlagt frumvarp til laga.

 

  1. Ákvörðun um útleigu húseigna:

3.1.      Íbúðin Kistuholt 3b, Reykholti.

Íbúðin Kistuholt 3b, Reykholti, var auglýst til útleigu í síðasta tölublaði Bláskógafrétta.  Alls hafa þrír (3) aðilar sótt um íbúðina.  Umsækjendur eru:

Júlíana Magnúsdóttir kt. 250245-4169

Margrét Oddsdóttir kt. 240554-2169

Astrid F. Kooij kt. 110976-2249

Byggðaráð hefur yfirfarið innkomnar umsóknir og samþykkir að Júlíana Magnúsdóttir fái úthlutað íbúðinni Kistuholti 3b, þar sem hún er eini umsækjandinn sem stenst settar reglur um lágmarksaldur, en einstaklingur verður að vera orðinn 60 ára til að geta fengið íbúðina úthlutað sem íbúð fyrir eldriborgara.

 

3.2.      Bílskúr í Kistuholti 3, Reykholti.

Bílskúrplássið í Kistuholti 3 var auglýst til útleigu í síðasta tölublaði Bláskógafrétta.  Alls sóttu þrír (3) aðilar um bílskúrsplássið.  Umsækjendur eru:

Ólafur Þór Jónasson kt. 311242-2539

Stefanía Hávarðardóttir kt. 220443-4779 og Hörður Gilsberg kt. 220545-4239

Júlíana Magnúsdóttir kt. 250245-4169

Byggðaráð hefur yfirfarið innkomnar umsóknir og samþykkir að Stefanía Hávarðardóttir og Hörður Gilsberg fái úthlutað bílskúrsplássinu, þar sem þau hafa verið búsett í Kistuholti 5a, sem er íbúð fyrir aldraða, síðustu misseri.  Aðrir umsækjendur eru ekki íbúar í félagslegum íbúðum Bláskógabyggðar í Reykholti, þó Júlíönu hafi verið úthlutað íbúðin Kistuholt 3b á þessum fundi.

 

3.3.      Íbúðin Hrísholt 3a, Laugarvatni.

Íbúðin Hrísholt 3a á Laugarvatni var auglýst til útleigu í síðasta tölublaði Bláskógafrétta.  Alls sóttu tveir (2) aðilar um íbúðina.  Umsækjendur eru:

Áslaug Harðardóttir og Guðmar Elís Pálsson

Gull og gersemar ehf.

Byggðaráð hefur yfirfarið innkomnar umsóknir og samþykkir að Áslaug Harðardóttir og Guðmar Elís Pálsson fái úthlutað íbúðinni þar sem þau eru bæði starfandi á Laugarvatni og eru að missa núverandi húsnæði sitt í Héraðsskólahúsinu.

           


 

  1. Heflun malarvega í Bláskógabyggð.

Lagður fram samningur um vegheflun malarvega í þéttbýliskjörnum Bláskógabyggðar, milli Bláskógabyggðar og JH-vinnuvéla.  Samningurinn skal tryggja forgang sveitarfélagsins að þjónustu við vegheflun.

Byggðaráð samþykkir framlagðan samning samhljóða.

 

  1. Starf sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar.

Kristinn J. Gíslason, sviðsstjóri Þjónustu- og framkvæmdasviðs Bláskógabyggðar hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. febrúar 2014 með lögbundnum uppsagnarfresti.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning á auglýsingu starfsins. Starfslýsing og tillaga að auglýsingu verði kynnt á næsta fundi sveitarstjórnar.

Byggðaráð vill nota tækifærið og þakka Kristni J. Gíslasyni fyrir vel unnin störf í þágu Bláskógabyggðar og óskar honum jafnframt velfarnaðar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir hendur eftir að starfi hans lýkur hjá Bláskógabyggð.

 

  1. Innsend erindi:

6.1.      Minnisblað Kristins J. Gíslasonar, sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs dags. 15. janúar 2014; Granni.

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs þar sem bent er á nauðsyn þess að haldið verði námskeið fyrir starfsmenn um notkun landupplýsingakerfisins Granna.

Byggðaráð tekur undir fram lagða hugmynd og felur sveitarstjóra að vinna að því að fá Verkfræðistofu Suðurlands til að halda námskeið í notkun forritsins.  Kannað verði með aðkomu Tæknisviðs Uppsveita að verkefninu.

 

6.2.      Bréf Arkform arkitektastofu, dags. 15. janúar 2014; Dalbraut 10 og 12.

Lagt fram bréf Arkform þar sem óskað er eftir samningi milli eigenda húsanna Dalbraut 10 og 12 um samnýtingu á bílastæðum milli húsanna tveggja.  Fyrir liggur ákvörðun um stækkun gistiheimilisins að Dalbraut 10 sem mun kalla á þörf fyrir fleiri bílastæðum.

Byggðaráð tekur jákvætt í þessar hugmyndir.  Byggðaráð telur eðlilegt að embætti skipulags- og byggingarfulltrúa komi beint að slíkri samningsgerð.  Sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs er falið að hafa samband við bréfritara og embætti skipulags- og byggingarfulltrúa ásamt hönnuð deiliskipulags svæðisins og vinna að lausnum og drögum að samkomulagi sem lagt verði síðan fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

 

6.3.      Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 10. janúar 2014; Kárastaðir, – undirbúningur friðlýsingar.

Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands þar sem kynnt er að stofnunin hefur ákveðið að hefja undirbúning tillögu til ráðherra að friðlýsingu gamla íbúðarhússins að Kárastöðum við Þingvelli (fastanr. 222-6811).  Meðfylgjandi bréfinu eru send drög að friðlýsingarskilmálum með rökstuðningi stofnunarinnar.

Byggðaráð hefur engar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að friðlýsingarskilmálum.

 

6.4.      Bréf þorrablótsnefndar Torfastaðasóknar, dags. 13. janúar 2014; styrkbeiðni á móti húsaleigu Aratungu.

Lagt fram bréf þorrablótsnefndar Torfastaðasóknar þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu Aratungu vegna þorrablóts sem haldið var þann 24. janúar s.l.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu Aratungu.

 

  1. Efni til kynningar:

7.1.      Bréf Innanríkisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. janúar 2014; rafrænar kosningar.

7.2.      Bréf Mílu, dags. 10. janúar 2014; svarbréf varðandi ljósveituvæðingu í þéttbýlum Bláskógabyggðar.

7.3.      Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 20. janúar 2014; boð um þátttöku í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026.

7.4.      Tölvuskeyti Námsmatsstofnunar, dags. 5. desember 2013; ytra mat á leikskólum.

7.5.      Ársskýrsla Hestamannafélagsins Loga og æskulýðsstarfs Hestamannafélagsins Loga 2012.

7.6.      Ársreikningur Hestamannafélagsins Trausta 2012.

7.7.      Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. desember 2013; yfirlit yfir skráða skipulagsfulltrúa.

7.8.      Afrit af bréfi Umhverfis- og auðlindaráðuneytis til Landeigendafélags Geysis ehf, dags. 6. janúar 2014; hugmynd að gjaldtöku.

7.9.      Bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 15. janúar 2014; skil á viðaukum við fjárhagsáætlun.

7.10.     Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. janúar 2014; kynning á bæklingi „Skipulag byggðar og mótun umhverfis. Hvernig getur þú haft áhrif?“

7.11.     Afrit af bréfi oddvita sveitarstjórnar Bláskógabyggðar til innanríkisráðherra, dags. 20. janúar 2014; vetrarþjónusta Vegagerðarinnar í Bláskógabyggðar.

7.12.     Upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna 2011, 2012 og 2013.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:15.