145. fundur
- fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. febrúar 2014 kl. 15:15.
Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
- Fundargerðir til kynningar:
1.1. 812. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
1.2. Oddvitafundur Uppsveita Árnessýslu, haldinn 11. febrúar 2014.
1.3. 477. fundur stjórnar SASS.
- Þingmál:
2.1. 217. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis; frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
Byggðaráð gerir alvarlegar athugasemdir við þá grunnhugsun sem fram kemur í frumvarpinu, þ.e. að skipulagsvald skuli tekið af viðkomandi sveitarfélagi með löggjöf sem þessari. Með þessum hætti er stigið skref sem almennt mætti óttast sem fordæmisgefandi. Þarna er vegið freklega að sjálfsstjórnarrétti sveitarfélaga og getur byggðaráð Bláskógabyggðar ekki með nokkrum hætti sætt sig við slíkar aðgerðir. Afstaða Bláskógabyggðar gagnvart Reykjavíkurflugvelli standa óbreyttar og telur byggðaráð Bláskógabyggðar farsælla að unnið verði að framtíðarsýn þessa svæðis á grundvelli gildandi skipulagslaga.
2.2. 267. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis; tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum.
Byggðaráð gerir engar athugasemdir við kynnta þingsályktun.
2.3. 277. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis; tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.
Byggðaráð gerir athugasemdir við þá hugmyndafærði sem felst í þingsályktuninni, þ.e. þessum almennu takmörkunum á ráðstöfunarrétti eigna. Slíkar almennar reglur geta haft verulega íþyngjandi áhrif á landeigendur og takmarkar frelsi einstaklingsins miðað við gildandi lög. Slíkar takmarkanir geta einnig stuðlað að verðrýrnun eigna og er löggjöf sem getur haft svo afdrifaríkar afleiðingar ekki tækar og mjög varasamar að mati byggðaráðs Bláskógabyggðar.
- Landsskipulagsstefna 2015 – 2026:
3.1. Lýsing; Landsskipulagsstefna 2015 – 2026.
Lögð fram lýsing landsskipulagsstefnu 2015 – 2026, sem farið hefur í almenna kynningu með athugasemdafresti til 12. mars 2014. Byggðaráð samþykkir samhljóða að lýsingin verði tekin á dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar sem haldinn verður þann 6. mars n.k.
3.2. Tölvuskeyti Skipulagsstofnunar, dags. 21. febrúar 2014; Kynningar- og samráðsfundir vegna lýsingar Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.
Lagt fram tölvuskeyti Skipulagsstofnunar þar sem kynnt er tímasetning á kynningar- og samráðsfundum. Fundur verður haldinn á Hótel Selfoss þann 28. febrúar 2014 klukkan 15:00 – 17:00.
- Samþykkt um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð.
Í gildi er samþykkt um fráveitur og rotþrær í Bláskógabyggð sem verið hefur í gildi síðan 2008. Almenn umræða varð um samþykktina og rætt um hvort ástæða sé til að taka samþykktina til endurskoðunar. Byggðaráð er sammála um að ekki sé nauðsyn á að taka samþykktina til endurskoðunar á þessum tíma. Rétt er þó að benda sérstaklega á að frístundahúsasvæði sem sameinast um rotþró skulu láta taka út sitt frárennsliskerfi þannig að rotþró sé af þeirri stærðargráðu að það falli innan viðmiða reglugerða. Sveitarfélagið mun í slíkum tilfellum innheimta tæmingargjald á hvern rúmmetra þróar skv. gjaldskrá. Til framtíðar litið gæti slík tilhögun á frárennsliskerfum innan frístundahúsasvæða lækkað tilkostnað við tæmingu rotþróa og þá jafnframt lækkað álögð þjónustugjöld vegna tæmingar fyrir eigendur viðkomandi frístundahúsa.
- Fasteignagjöld, – staðgreiðsluafsláttur.
Vísað til 146. fundar sveitarstjórnar, liður 7.1 en þá var ákvörðun um staðgreiðsluafslátt á fasteignagjöld frestað. Byggðaráð telur að sveitarstjórn sé heimilt að veita afslátt gegn staðgreiðslu fasteignagjalda og leggur til við sveitarstjórn að unnið verði að reglum um framkvæmdina, ákvörðun um afsláttarhlutfall og verkferlar skilgreindir. Stefnt skuli að því að hægt verði að staðgreiða fasteignagjöld á árinu 2015 og fá afslátt samkvæmt samþykkt sem sveitarstjórn setur.
- Aratunga, starfsemi og þjónusta.
Oddviti lagði fram minnisblað sitt um Aratungu. Málinu vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.
- Innsend erindi:
7.1. Bréf Inkasso, dags. 31. janúar 2014; beiðni um samstarf.
Lagt fram bréf Inkasso þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið við innheimtu. Byggðaráð þakkar Inkasso sýndan áhuga. Bláskógabyggð hefur fyrir skömmu gert samning við Mótus um innheimtuþjónustu og er bundin þeim samningi sem stendur.
7.2. Bréf Kvenfélags Biskupstungna, dags. 17. febrúar 2014; ályktun um byggingu hjúkrunarheimilis í Laugarási.
Lagt fram bréf Kvenfélags Biskupstungna þar sem fram kemur ályktun um byggingu hjúkrunarheimilis í Laugarási.
Byggðaráð Bláskógabyggðar þakkar Kvenfélagi Biskupstungna fyrir þessa ályktun og tekur undir þau sjónarmið sem þar kemur fram varðandi aðstæður þeirra sem á slíkri þjónustu þurfa á að halda ásamt aðstandendum þeirra. Ljóst er að uppbygging hjúkrunarheimilis á Laugarási mun kalla eftir samstöðu allra sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu. Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa þessari ályktun til oddvitanefndar Uppsveita Árnessýslu til skoðunar og til að kalla fram afstöðu annarra sveitarfélaga.
7.3. Tölvuskeyti SEM samtakanna, dags. 17. febrúar 2014; beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum.
Lagt fram tölvuskeyti SEM samtakanna þar sem fram kemur beiðni um styrk á móti fasteignagjöldum. Byggðaráð samþykkir að veita styrk svo framarlega að rekstur umrædds húsnæðis samræmist reglum Bláskógabyggðar um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts.
7.4. Bréf Sigríðar Mikaelsdóttur, dags. 18. febrúar 2014; Beiðni um lækkun fasteignagjalda með vísun til 3. greinar reglna Bláskógabyggðar um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts.
Lagt fram bréf Sigríðar Mikaelsdóttur þar sem óskað er eftir lækkun fasteignargjalda á grundvelli 3. greinar reglna Bláskógabyggðar um lækkun fasteignaskatts. Byggðaráð samþykkir samhljóða að Sigríður fái lækkun á fasteignaskatti í samræmi við gildandi reglur Bláskógabyggðar þar um.
7.5. Bréf Uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta, dags. 19. febrúar 2014; styrkbeiðni til kaupa á verðlaunum.
Lagt fram bréf Uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta þar sem óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 50.000 til kaupa á verðlaunum fyrir .
Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að félögin Logi og Trausti fá árlegar greiðslur skv. samningum þar að lútandi. Þar kemur fram að ekki verði um aðrar greiðslur að ræða af hendi sveitarfélagsins til félaganna í formi styrkja.
7.6. Tölvuskeyti Styrktarsjóðs Sólheima, dags. 21. febrúar 2014; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Styrktarsjóðs Sólheima þar sem óskað er eftir fjárstyrk til endurbyggingar á Sólheimahúsi. Byggðaráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.
7.7. Bréf Guðmundar Jónssonar, dagsett á þorra 2014; rykmengun frá Smárabraut í Reykholti.
Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar þar sem óskað er eftir aðgerðum til að hefta rykmengun vegna umferðar um Smárabraut. Kemur fram í bréfi Guðmundar að þessi mengun hafi stóraukist í kjölfar þess að vegtengingum úr Reykholti inn á Biskupstungnabraut var fækkað.
Byggðaráð Bláskógabyggðar mun leggja áherslu á að haga rykbindingu með þeim hætti að tekið verði tillit til aðstæðna á hverjum tíma og reynt verði að lágmarka rykmengun eins og nokkur kostur er. Jafnframt vill byggðaráð benda á að við gerð fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlunar verði sérstaklega litið til þess að unnið verði að því á næstu árum að koma á bundnu slitlagi á götur innan þéttbýla í Bláskógabyggð. Í forgangsröðun verði litið til umferðarþunga.
7.8. Bréf Dóru S. Gunnarsdóttur, dags. 23. febrúar 2014; malarnáma sem staðsett er við Brúará við Syðri-Reyki.
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.
7.9. Bréf Hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi, dags. 23. febrúar 2014; Stofnfundur klasa um Hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi.
Lagt fram bréf Hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi þar sem kynntur er stofnfundur klasa sem haldinn verður á Selfossi í dag, þann 27. febrúar 2014. Ferðamálafulltrúi Uppsveitanna hefur fylgst vel með undirbúningi við stofnun þessa klasa og hafa áhugasamir aðilar innan Bláskógabyggðar komið að því starfi. Byggðaráð Bláskógabyggðar fagnar þessum áfanga og væntir góðs árangurs af starfi klasans.
7.10. Tölvuskeyti frá Rallý Reykjavík, dags. 23. febrúar 2014; Umsókn um leyfi til að nýta gamla veginn um Tröllháls fyrir keppni.
Byggðaráð Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemdir við að gamli vegurinn um Tröllháls verði nýttur fyrir umrædda keppni, í samræmi við meðsenda leiðarlýsingu og tímaáætlun.
Með sama hætti og undanfarin ár þá gerir byggðaráð Bláskógabyggðar þá kröfu að gætt verði vel að öllum öryggisþáttum, með tilkynningu og skiltauppsetningu o.þ.h. svo tryggt sé að allur almenningur viti að þessi keppni fari fram þarna á þessum tíma. Jafnframt verði vegurinn hafður ekki í verra ástandi að lokinni keppni en hann er fyrir hana.
7.11. Tölvuskeyti Lionsklúbbsins Geysis, dags. 25. febrúar 2014; styrkbeiðni.
Lagt fram tölvuskeyti Lionsklúbbsins Geysis þar sem óskað er eftir fjárstyrk á móti húsaleigu Aratungu vegna Sagnamannakvölds síðast liðið haust, að upphæð kr. 70.000.
Byggðaráð Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk á móti húsaleigu Aratungu.
- Efni til kynningar:
8.1. Bréf innanríkisráðuneytis, dags. 13. febrúar 2014; breyting á reglugerð um húsaleigubætur.
8.2. Afrit af bréfi Landslaga til Landeigendafélags Geysis ehf, dags. 12. febrúar 2014; Geysissvæðið.
8.3. Skýrsla ferðamálafulltrúa Uppsveita Árnessýslu, yfirlit 2013.
8.4. Ársskýrsla Björgunarsveitarinnar Ingunnar 2012.
8.5. Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 5. febrúar 2014; námsmat í grunnskólum.
8.6. Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 14. febrúar 2014; Miðdalskot í Laugardal.
8.7. Bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 21. febrúar 2014; Miðfell í Þingvallasveit.
8.8. Bréf velferðarráðuneytis, dags. 21. febrúar 2014; breytingar á tekju- og eignamörkum um lánveitingar Íbúðalánasjóðs.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.