146. fundur

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar haldinn

fimmtudaginn 7. mars 2013, kl 15:15

í Aratungu

 

Mætt voru:

Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Margeir Ingólfsson,  Jóhannes Sveinbjörnsson, Valgerður Sævarsdóttir, Þórarinn Þorfinnsson, Sigurlína Kristinsdóttir,  Valtýr Valtýsson sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerðir til staðfestingar:

1.1     Fundargerð 134. fundar byggðaráðs Bláskógabyggðar.
Vegna dagskrárliðar 4.7 þá lagði sveitarstjóri fram drög að umsögn skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela Pétri Inga Haraldssyni, skipulagsfulltrúa, að senda úrskurðarnefnd gögn er málið varðar og senda svar fyrir hönd sveitarstjórnar á grundvelli framlagðra draga.

Fundargerð samþykkt að öðru leyti samhljóða.

 

1.2.    56. fundur skipulagsnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, ásamt afgreiðslum byggingarfulltrúa frá 19. janúar til 27. febrúar 2013.

 

Mál nr. 2: 170-672 og 170-674:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og hafnar beiðni um sameiningu lóðanna með vísun í rökstuðning nefndarinnar.

 

Mál nr. 3: Fyrirspurn_Laugarvatn – orlofssvæði VM:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar um að heimila færslu á vegi að fyrirhuguðu tjaldstæði með fyrirvara um að vegurinn verði að öllu leyti innan lands VM.

 

Mál nr. 4: Fyrirspurn_Miðdalur D-gata 1 lnr. 168008:

Sveitarstjórn samþykkir ekki afgreiðslu nefndarinnar þar sem í ljós hefur komið að um misskilning var að ræða varðandi staðsetningu viðbyggingar þegar málið var tekið fyrir á fundi 28. febrúar.  Málinu vísað aftur til afgreiðslu nefndarinnar.

 

Mál nr. 9: Afgreiðslur byggingarfulltrúa:

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 19. janúar til 27. febrúar 2013.

 

Mál nr. 25: Dsk Goðatún:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og tekur undir að farið verði í grendarkynningu, sbr. umfjöllun nefndarinnar.

 

Mál nr. 26: Dskbr. Kjarnholt I lóð 3 lnr 209270:

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að kynnt verði breyting á aðalskipulagi svæðisins, þannig að umrædd landspilda skv. tillögu að breytingu deiliskipulags, breytist úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn vísar síðan beiðni um breytingu deiliskipulags til úrvinnslu hjá skipulagsnefnd.

 

Mál nr. 27: Geysir_Tjaldsvæði – deiliskipulag:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulag tjaldsvæðis í landi Lauga óbreytt frá auglýstri tillögu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrirliggjandi tillögu að umsögn um athugasemdir og felur skipulagsfulltrúa að senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

 

Mál nr. 28: Kæra til ÚUA_Dsk þéttbýlið Laugarvatn:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að senda úrskurðarnefnd upplýsingar og gögn um málsmeðferð deiliskipulagsins.

 

Mál nr. 29: LB_Fellskot lnr. 167087 – ný 2.872 fm lóð:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir stofnun 2.872 fm lóðar úr landi Fellskots. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.

 

1.3.      24. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar.

Varðandi lið 7. í leikskólahluta getur sveitarstjórn ekki fallist á tillögu leikskólastjóra.

Að öðru leiti er fundargerð samþykkt samhljóða.

 

1.4.    56. fundur stjórnar Bláskógaveitna.
Fundargerð samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.    15. fundur stjórnar Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs.

2.2.    2. fundur framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga bs.

2.3.    147. fundur stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.

 

  1. Erindi Brunavarna Árnessýslu, dags. 5. mars 2013; sameining tveggja stöðva í eina.

Fulltrúar Brunavarna Árnessýslu, Kristján Einarsson og Pétur Pétursson, mættu á fund sveitarstjórnar undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram erindi Brunavarna Árnessýslu, dags. 5. mars 2013, og kynntu Kristján og Pétur efni erindisins.  Umræður urðu um erindið, þ.e. hugmyndir um sameiningu stöðvanna í Reykholti og Flúðum. Í því fælist að byggð yrði ný slökkvistöð sem staðsett yrði nálægt hringtorgi við Iðjuslóð, Flúðum.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar getur ekki fallist á hugmyndir sem koma fram í erindi BÁ, sem felur í sér lokun á slökkvistöðinni í Reykholti.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fela oddvita, sveitarstjóra og sviðsstjóra Þjónustu- og framkvæmdasviðs að hefja viðræður við BÁ um tilflutning á aðstöðu BÁ í Reykholti innan núverandi húsbyggingar við Bjarkarbraut.  Það myndi fela í sér stórbætta aðstöðu fyrir BÁ og uppfylla þau skilyrði sem þarf til eflingar slökkvistöðvarinnar í Reykholti.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að staðsetning slökkvistöðvar í Reykholti sé mikilvægur öryggisþáttur fyrir íbúa, dvalargesti og ferðamenn á svæðinu.

 

  1. Samstarfssamningur um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.

Lögð fram drög að samstarfssamningi um sameiginlegt tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.  Fyrir liggur að þrjú sveitarfélög höfðu samþykkt þátttöku í verkefninu, þ.e. Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Bláskógabyggð.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða þátttöku í verkefninu samkvæmt fyrirliggjandi samkomulagi og felur oddvita að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Bláskógabyggðar.

 

  1. Verkefnistillaga um blágrænar ofanvatnslausnir á Laugarvatni.

Lögð fram minnisblöð frá Alta, dagsett 14. febrúar 2013, þar sem tilgreind er verkefnistillaga um skipulag og hönnun blágrænna ofanvatnslausna á Laugarvatni.  Einnig lögð fram drög að rammasamningi um ráðgjafarþjónustu vegna þessara verkefna sem Alta myndi vinna fyrir Bláskógabyggð.  Reikna má með að kostnaður verði í kringum 3 milljónir króna.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að taka málið upp á næsta fundi sveitarstjórnar og fá sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs til að kynna málið.

 

  1. Þingmál til umsagnar:

6.1.    Tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis, dags. 26. febrúar 2013; frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES reglur – þingmál 541).
Lagt fram tölvuskeyti nefndarsviðs Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um frumvarp til laga um útlendinga, þingmál 541.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir engar athugasemdir við fyrirliggjandi frumvarp.

 

  1. Innsend erindi:

7.1.    Tölvuskeyti Erlings Kristjánssonar, dags. 27. febrúar 2013; staðgreiðsluafsláttur fasteignagjalda.
Lagt fram tölvuskeyti Erlings Kristjánssonar þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki að veittur verði staðgreiðsluafsláttur vegna fasteignagjalda.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur efasemdir um lagalega heimild til að veita slíkan afslátt. Ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um afslætti og styrki á móti álögðum fasteignaskatti.  Þar eru ekki til staðar heimildir fyrir að veita staðgreiðsluafslátt og í raun ekki minnst á slíkt. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ekki verði tekinn upp staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti fyrir þetta ár, en búið verði að kanna heimildir sveitarfélaga, út frá lagalegum forsendum, fyrir ákvörðun um fasteignaskatt 2014 í lok nóvember 2013.

7.2.    Bréf Einstakra barna, mótt. 27. febrúar 2013;  styrkbeiðni.
Lagt fram bréf Einstakra barna þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna starfsemi félagsins. Sveitarstjórn hafnar erindinu.

7.3.    Tölvuskeyti Margrétar B. Hallgrímsdóttir f.h. nemendafélagsins Mímis, dags. 28. febrúar 2013; styrkbeiðni vegna Útvarps Benjamíns.
Lagt fram tölvuskeyti nemendafélagsins Mímis, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til reksturs Útvarps Benjamíns dagana 6. – 7. mars 2013.  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita nemendafélaginu styrk að upphæð kr. 10.000.-

7.4.    Bréf Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 28. febrúar 2013; úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.
Lagt fram bréf Árborgar þar sem kynnt er úrsögn úr Skólaskrifstofu Suðurlands.  Jafnframt lýsir Árborg yfir vilja til þess að selja þeim sveitarfélögum, sem áhuga hafa, þjónustu með einföldum samningi um kaup á einstaka þjónustuþáttum.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þakkar bréfriturum fyrir sýndan samstarfsvilja, en mun leita annarra leiða til að uppfylla skyldur sínar er snúa að sérfræðiþjónustu í skólamálum.

7.5.    Tölvuskeyti Arnþórs Þórðarsonar, dags. 19. febrúar 2013;  vegabætur að skálum Ferðafélags Íslands sem tengjast Kjalvegi.
Lagt fram tölvuskeyti Arnþórs Þórðarsonar f.h. Ferðafélags Íslands, þar sem kynnt eru áform Ferðafélags Íslands um að setja saman umsókn til Vegagerðarinnar vegna vegabóta að tveimur skálum félagsins á Kjalvegi, þ.e. Hvítárnes og Þjófadalir.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að fara í viðræður við Ferðafélag Íslands um framkvæmd umræddra vegbóta.  Oddvita og sveitarstjóra falið að vera fulltrúar Bláskógabyggðar í þessum viðræðum.

7.6.    Bréf Sýslumannsins á Selfossi, dags. 26. febrúar 2013;  beiðni um umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús).
Lagt fram bréf Sýslumannsins á Selfossi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II (sumarhús) í Engjagili 4 og 5 í Helludal, Biskupstungum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umrætt leyfi verði veitt enda samrýmist þessi starfsemi gildandi skipulagi.

7.7.    Bréf Bókaútgáfunnar Tinds, mótt. 5. mars 2013;  bæjarfjöll í Bláskógabyggð.
Lagt fram bréf Bókaútgáfunnar Tinds þar sem óskað er eftir að tilnefnd verði bæjarfjöll í Bláskógabyggð, í tengslum við þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að tilnefna eftirfarandi fjöll sem bæjarfjöll þéttbýlisstaðanna í Bláskógabyggð, fyrir útgáfu bókarinnar „Íslensk bæjarfjöll“:

Laugarás:              Vörðufell

Laugarvatn:           Laugarvatnsfjall

Reykholt:              Bláfell

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.    Bréf undirbúningshóps um stofnun Vinafélags Kerlingafjalla, dags. febrúar 2013; boðun stofnfundar þann 12. mars 2013.

8.2.    Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. mars 2013; umsögn um þingmál 537 (sveitarstjórnarkosningar).

8.3.    Bréf Reykjavíkurborgar, dags. 28. febrúar 2013; Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

 

 

 

Fundi slitið kl. 18:15.