146. fundur

  1. fundur byggðaráðs Bláskógabyggðar, haldinn í Aratungu þann 27. mars 2014 kl. 15:15.

 

Mætt: Helgi Kjartansson, formaður, Drífa Kristjánsdóttir, Margeir Ingólfsson, Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri og Sigurrós H. Jóhannsdóttir, sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

 

  1. Fundargerðir til samþykktar:

1.1.       31. fundur fræðslunefndar Bláskógabyggðar ásamt fylgiskjölum.

Samþykkt samhljóða.

1.2.       11. vinnufundur við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.

Samþykkt samhljóða.

1.3.       1. fundur Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings.

Samþykkt samhljóða.

1.4.       2. fundur Skóla- og velferðarnefndar Árnesþings ásamt fundargögnum.

Lögð fram drög að reglum Skólaþjónustu- og velferðasviðs Árnesþins um félagslega liðveislu. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að reglurnar verði samþykktar af Bláskógabyggð. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

1.5.       Fundargerð Atvinnumálanefndar, dags. 14. mars 2014.

Samþykkt samhljóða.

1.6.       62. fundur stjórnar Bláskógaveitu.

Samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir til kynningar:

2.1.      155. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2.2.      813. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

  1. Starfsmannamál – Trúnaðarmál.

Fært í trúnaðarmálabók.

           

  1. Umsóknir um byggingarlóðir:

4.1.    Umsókn um byggingarlóðina Hverabraut 2b, Laugarvatni.

Lagt fram bréf Tómasar Kristjánssonar, dags. 31. janúar 2014, sem sent hafði verið til skipulags- og byggingarfulltrúa.  Einnig lögð fram umsókn frá umræddum aðila þar sem sótt er um úthlutun byggingarlóðarinnar Hverabraut 2b á Laugarvatni.

Byggðaráð beinir því til umsækjanda að snúa sér til landeiganda, sem er ríkið / mennta- og menningarmálaráðuneytið.  Bláskógabyggð hefur ekki umráðarétt yfir þessari lóð.

 

4.2.    Nýting lóðar við Einbúa (lóð fyrir ferðaþjónustu) á Laugarvatni.

Umræða var um hvort rétt væri að breyta deiliskipulagi við Einbúa, en þar er stór lóð samkvæmt skipulagi undir verslun og þjónustu.  Hugmyndir hafa verið ræddar að skipta umræddri lóð í fleiri smærri lóðir eftir að fyrri úthlutun lóðarinnar varð ekki að veruleika.  Aðilar hafa sýnt áhuga á hluta lóðarinnar, en eins og hún er núna skv. skipulagi er hún allt of stór.  Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar og skipulagsnefndar að taka ákvörðun um hvort skipta eigi upp umræddri lóð í smærri lóðir undir verslun og þjónustu.

 

  1. Áhættumat fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð.

Lagt fram minnisblað frá Mannviti, dags. 11. mars 2014, sem varðar vinnu við áhættumat fyrir sumarhúsabyggðir í Bláskógabyggð vegna gróður og kjarrelda.

Mannvit býður Bláskógabyggð að gera grófa greiningu á þéttbýlustu sumarhúsasvæðum Bláskógabyggðar.  Niðurstöður verði síðan nýttar sem grunnur fyrir Bláskógabyggð hvort ráðast þurfi í sértækar aðgerðir á borð við nánari áhættugreiningu og uppbyggingu viðbragðsáætlana og hvaða svæði þyrfti að leggja áherslu á.

Byggðaráði líst vel á verkefnið og leggur til við sveitarstjórn að umrætt verkefni, þ.e. þessi grófa greining á þéttbýlustu sumarhúsasvæðum, verði fjármagnað af Bláskógabyggð.  Áætlaður kostnaður er 1.960.000 utan VSK.  Sveitarstjórn þyrfti að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ef hún samþykkir að fjármagna verkefnið.

 

  1. Drög að ársreikningi Bláskógabyggðar 2013.

Lögð fram drög að ársreikningi Bláskógabyggðar 2013.  Sveitarstjóri fór yfir umrædd drög að ársreikningi og skýrði ýmsa liði hans svo og lykiltölur.  Byggðaráð vísar ársreikningi Bláskógabyggðar 2013 til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn á næsta fundi hennar þann 3. apríl 2014.

  1. Innsend erindi:

7.1.      Umsókn um leikskóladvöl í Álfaborg, Reykholti.

Lögð fram umsókn um leikskóladvöl hjá Álfaborg í Reykholti, fyrir tímabilið 17. mars til 30. júní 2014.  Barnið á lögheimili í Árborg og hefur sveitarfélagið Árborg staðfest að greiðslur taki mið af viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að heimila viðtöku umrædds nemenda yfir umrætt tímabil.

 

7.2.      Bréf Sundsambands Íslands, dags. 17. mars 2014; styrkbeiðni

Lagt fram bréf Sundsambands Íslands þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna boðsundkeppni milli grunnskóla.  Erindinu hafnað.

 

7.3.      Bréf áhugamannafélagsins Eyðibýli, dags. 10. mars 2014; styrkbeiðni.

Lagt fram bréf áhugamannafélagsins Eyðibýlis þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna rannsóknar á yfirgefnum íbúðarhúsum í sveitum landsins undir heitinu „Eyðibýli Íslands“. Erindinu hafnað.

 

7.4.      Bréf sóknarnefndar Torfastaðakirkju, dags. 14. mars 2014; styrkbeiðni vegna húsaleigu í Bergholti.

Lagt fram bréf sóknarnefndar Torfastaðakirkju þar sem óskað er eftir styrk á móti húsaleigu í Bergholti vegna aðalsafnaðarfundar Torfastaðasóknar.  Um er að ræða styrk að upphæð kr. 21.000.  Byggðaráð samþykkir samhljóða að veita styrk á móti húsleigunni.

 

7.5.      Bréf Hveragerðisbæjar, dags. 19. mars 2014; sameining sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Hveragerðisbæjar þar sem kynnt eru áform um að láta fara fram skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu samhliða sveitarstjórnarkosningum.  Hveragerðisbær vill kynna öðrum sveitarfélögum í Árnessýslu þessi áform sín þannig að þau geti framkvæmt samsvarandi skoðanakönnun sjái þau ástæðu til.  Umræða varð um erindi Hveragerðisbæjar. Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til næsta fundar sveitarstjórnar.

 

7.6.      Bréf Öglu Þyri Kristjánsdóttur, dags. 24. mars 2014; fyrirspurn um afnot skólabyggingar.

Lagt fram bréf Öglu Þyri Kristjánsdóttur þar sem fram kemur fyrirspurn um afnot af hluta skólabyggingar fyrir sumarbúðanámskeið sumarið 2014.  Námskeiðið er hluti af lokaverkefni Öglu til MEd gráðu í íþrótta- og heilsufræði.

Byggðaráð líst vel á verkefnið fyrir sitt leyti, en vísar þessari beiðni til afgreiðslu hjá skólastjóra Bláskógaskóla þar sem hann hefur umsjón með og ber ábyrgð á skólahúsnæði Bláskógaskóla.

 

  1. Efni til kynningar:

8.1.      Ársskýrsla Ungmennafélags Biskupstungna 2013 ásamt ársreikningi.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.